Fréttablaðið - 07.08.2010, Page 30
30 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
Gleðigöngur í
gegnum tíðina
2006 Ómar Ragnarsson hefur hjálpað til og tekið þátt í mörgum Gleðigöngunum, og
árið 2006 tók hann að sér að aka draggdrottningu Íslands niður Laugaveginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
2009 Einn vagninn sem vakti hvað mesta athygli í fyrra var
fullur af ungum konum í gervi forsætisráðherrans Jóhönnu
Sigurðardóttur, sem þá hafði orðið fyrsti opinberlega samkyn-
hneigði forsætisráðherrann. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
2004 Þessi kona brosti blítt til ljósmyndara Fréttablaðsins með
skilti sitt að lokinni Gleðigöngunni árið 2004.
FRÉTTABLBAÐIÐ/VILHELM
2005 Fólki sem hefur fylgst með og tekið þátt í hátíðarhöldunum í kringum Hinsegin
daga hefur fjölgað stöðugt ár frá ári. Í fyrra var fjöldinn í kringum 80 þúsund manns í
Gleðigöngunni, hápunkti hátíðarinnar. FRÉTTABLBAÐIÐ/VILHELM
2008 Metfjöldi vagna og hópa tók þátt í göngunni árið 2008, um fjörutíu talsins.
Fjölmargar fjölskyldur gengu niður Laugaveginn undir merkinu Stoltar fjölskyldur.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
2003 Páll Óskar Hjálmtýsson hefur alltaf vakið mikla lukku
þegar hann hefur tekið þátt í göngunni. Árið 2003 var hann í
draggi á vagninum, en draggkeppnin er nú orðin stór hluti af
hátíðarhöldunum.
2007 Vel viðraði á Gleðigönguna árið 2007 og taldi lögreglan að 50 til 60 þúsund manns hefðu tekið þátt í hátíðarhöldunum það
árið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2005 Menn og konur létu votviðri ekki aftra sér frá því að
klæða sig skrautlega fyrir fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hinsegin dagar ná hámarki með Gleðigöngunni sem fram fer í dag. Há-
tíðin hefur vaxið gríðarlega á undanförnum ellefu árum og metfjöldi sótti
gönguna í fyrra, um 80 þúsund manns. Fréttablaðið fór í gegnum mynda-
safnið og fann nokkrar skemmtilegar myndir úr göngum fyrri ára.