Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 64
36 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um
merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda
á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
512 5000.
VILMUNDUR GYLFASON FÆDDIST
ÞENNAN DAG.
„Þar sem tilveran og til-
gangurinn heyja orustu þar
tapa báðir.“
Vilmundur Gylfason (1948-
1983) var ljóðskáld, blaða-
maður og stjórnmálamaður.
MERKISATBURÐIR
1727 Öræfajökull tekur að
gjósa með svo miklu
öskufalli í þrjá daga að
vart sér mun dags og
nætur. Með fylgir gríðar-
legt vatnshlaup sem legst
aðallega milli Sandfells og
Hofs.
1939 Haukur Einarsson synd-
ir Grettissund frá Drangey
til lands á mettíma, þrem-
ur klukkustundum og tut-
tugu mínútum.
1960 Vilhjálmur Einarsson
bætir eigið Íslandsmet
í þrístökki frá því í Mel-
bourne 1956 er hann
stekkur 16,70 metra á
frjálsíþróttamóti í Reykja-
vík.
Útilegumennirnir Fjalla-
Eyvindur Jónsson og Halla
Jónsdóttir voru tekin til
fanga á Sprengisandi
þennan dag árið 1772.
Það var Einar Brynjólfsson
á Stóra-Núpi sem átti leið
norður sandinn, ásamt
fjórum mönnum. Þeir voru
með fjörutíu hesta undir
skreið. Skammt norðan við
Biskupsþúfu komu þeir auga
á dável hlaðna kofahvirfingu
á lækjarbakka og er þeir
riðu enn lengra sáu þeir
aðra kofa og búfénað í haga.
Þarna fundu þeir þau Eyvind
og Höllu, sem bæði báðu
sér lífs og griða. Þau slógust
þó í för með þeim án átaka
og á leiðinni fræddi Eyvind-
ur Sunnlendingana um ýmis
örnefni og kennileiti. Þegar
kom norður í Mývatnssveit
reið Einar með fanga sína til
Reykjahlíðarkirkju og seldi
þá í hendur Jóni hreppstjóra
Tómassyni.
Skömmu síðar slapp
Eyvindur úr haldinu og tókst
fljótlega að frelsa Höllu. Þau
lágu úti í tæpa tvo áratugi.
ÞETTA GERÐIST: 7. ÁGÚST 1772
Fjalla-Eyvindur og Halla handtekin
Þáttaskil urðu í lífi Braga Ólafsson-
ar er Flugfélag Íslands hætti reglu-
bundnu áætlunarflugi til Vestmanna-
eyja 3. þessa mánaðar. Hann hafði
verið umdæmisstjóri félagsins í Eyjum
í tæp 40 ár.
Bragi býr í virðulegu og vinalegu
húsi austarlega í bænum og er úti í
garði að taka fyrir nýrri stétt þegar
Fréttablaðið forvitnast um hvernig
honum sé innanbrjósts og hvað hann
hyggist fyrir núna. „Ég er alveg sáttur
enda kominn á aldur og hafði reiknað
með að hætta 67 ára en er að verða 71,“
segir Bragi glaður. „Ég átti að hætta um
síðustu áramót en þá var sýnt að áætl-
unarferðir legðust af í byrjun ágúst og
ég var beðinn að halda áfram þangað
til. Nú fer ég að sinna hugðarefnum og
get alltaf fundið mér eitthvað að gera,
til dæmis mun ég örugglega fara oftar
upp á fastalandið en áður, það hefur
ekki alltaf verið tími til þess því vinnu-
dagurinn hefur oft verið langur. Ég fór
yfirleitt út á flugvöll fyrir sjö til að geta
gefið fólki upplýsingar áður en Herjólf-
ur fór sína fyrstu ferð. Svo var stundum
ófært hluta dagsins og verið að athuga
skilyrðin með klukkutíma millibili. Þá
hljóp maður ekkert frá.“
Bragi hóf að vinna kringum flug-
ið árið 1965 og tók við sem umdæm-
isstjóri 1973. „Það var mikið um að
vera eftir Vestmannaeyjagosið og 1974
fluttum við 49.000 farþega milli Eyja
og Reykjavíkur. Dag eftir dag voru
sex vélar í förum hér á milli, það voru
svo margir að skoða gosið. Eyjamenn
voru líka að tínast heim aftur og mikið
að gera við að flytja varning.“ Fleira
segir hann hafa breyst við gosið. Eitt
var það að nóg efni fékkst til að lengja
flugbrautina í Eyjum. Við það löguðust
aðstæður en veðráttan hefur þó ævin-
lega háð flugi þangað. „Við höfum allt-
af haft þessa suðaustanátt að glíma
við og stundum líka misvinda,“ segir
Bragi. „Fólk er stundum undrandi á
því að það sé ekki flogið, það er fallegt
veður og blaktir varla hár á höfði niðri
í bænum en vindpokarnir við völlinn
fara í hringi.“
Reglur Flugfélagsins hafa verið mjög
ábyggilegar að sögn Braga. „Það er
mikil gæfa að vera við starfsemi sem
ekkert óhapp hefur hent.. Ég hef líka
átt mjög gott samstarf við starfsmenn
og mína yfirmenn hjá Flugfélaginu og
svo haft margt gott fólk í vinnu. Lengi
framan af voru engar reglugerðir um
aldurstakmark og ég réði oft skóla-
stráka, sem voru mjög áhugasam-
ir. Þetta er skorpuvinna sem hentaði
þeim því þegar vélarnar koma verður
að snúa þeim sem fyrst til baka svo það
þarf snör handtök við að afgreiða þær.
Þessum mönnum hefur vegnað vel í
lífinu og flestir þakka það því að hafa
fengið snemma að taka til hendinni og
vera treyst til ábyrgðarstarfs eins og
að vinna í kringum flugvélar.“
gun@frettabladid.is
BRAGI I. ÓLAFSSON: UMDÆMISSTJÓRI FLUGFÉLAGSINS Í TÆP 40 ÁR
Gæfa að vera við starfsemi
sem ekkert óhapp hefur hent
KOMINN Í GARÐVINNU Bragi kveðst alltaf geta fundið sér eitthvað að gera og sér fram á að fara oftar upp á fastalandið en áður.
MYND/SIGURÐUR AGNAR
AFMÆLI
ÞÓRDÍS
BJÖRNSDÓTT-
IR skáld er 32
ára.
DAVID
DUCHOVNY
leikari er
fimmtugur.
BRUCE DICK-
INSON tón-
listarmaður
og flugstjóri
er 52 ára.
HARPA
HARÐAR-
DÓTTIR
óperusöng-
kona er
fimmtug.
erf idr yk kjur
G R A N D
Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
Næg bílastæði
og gott aðgengi.
Grand Hótel Reykjavík
Sigtún 38, 105 Rvk.
Sími: 514 8000
www. grand.is
erfidrykkjur@grand.is
Verið velkomin
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
Grétar Sigurðsson,
Hjaltabakka 14, Reykjavík,
lést að morgni fimmtudags 5. ágúst. Útförin verður
auglýst síðar.
Sigríður Þóra Ingadóttir
Rósa Dagný Grétarsdóttir Guðni Þór Arnórsson
Laufey Grétarsdóttir Eyþór Harðarson
Ingi Grétarsson Svandís Geirsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
80 ára afmæli
Sigríður Inga Þorkelsdóttir
Eng javegi 21, Ísafi rði,
verður 80 ára þann 8. ágúst.
Maki Kristján J. Kristjánsson.
Ætting jum og vinum verður boðið
til kaffi samsætis að Hásölum við
þjóðkirkjuna í Hafnarfi rði sunnu-
daginn 8. ágúst kl. 14.00 - 18.00.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Valborg Sigurbergsdóttir,
Hábæ 36, Reykjavík,
sem lést mánudaginn 2. ágúst, verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju 10. ágúst kl. 13.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á líknarfélög.
Páll Bergmann Reynisson Guðrún Eiðsdóttir
Grétar Reynisson Lilja Ruth Michelsen
Sóley Reynisdóttir Sigurður Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn.