Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 68

Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 68
40 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is OKKUR LANGAR Í … Vor- og sumarlínurnar frá Roksöndu Ilincic og Lanvin einkenndust af fal- legum bleikum og gulum litum, skemmtilegum samfestingum og kvenlegum línum. Sniðin minna eilítið á glamúrinn sem einkenndi Hollywood fimmta áratugarins og þóttu flíkur hönnuðanna vera bæði fágaðar og kynþokka- fullar í senn. FÁGUN EINKENNIR LÍNUR LANVIN OG ILINCIC: Gamla Hollywood ROKSANDA ILINCIC Æðis- legur ermalaus samfestingur frá vor/sum- arlínu Ilincic. SLAUFUR OG SKRAUT Skrautleg flík úr vor/sumarlínu Lanvin. > ÞARFASTI ÞJÓNN KONUNNAR Fáar konur komast af án handtöskunnar sinnar sem þær hafa með sér hvert sem er. Töskurnar eru sem völundarhús og geyma allt sem við gætum þurft að nota. Í sumar eru þó litlar leðurtöskur að ryðja sér til rúms og eru þær það heitasta um þessar mundir. Röndóttar sokkabuxur frá Sneaky Fox. Fást í versluninni GK Reykjavík. Það var ljómandi gott veður eina helgi í sumar, himinninn heiður og hitinn fór yfir tuttugu stigin. Miðborgin fylltist af léttklæddu fólki sem spókaði sig í sumarblíðunni og á göngu um miðbæinn sá ég óvenju mikið af berleggj- uðu fólki á vappi, ekki algeng sjón hér á bæ en eitthvað sem fer vaxandi með hverju sumri. Þennan dag var ég klædd sokkabuxum við kjólinn minn en innst inni dauðlangaði mig að vera í hópi þeirra berleggjuðu því auk þess að vera alltof heitt langaði mig að fá smá lit á snjóhvíta leggina. Ég kann þó ekki við að trítla um bæinn mínus sokka- buxur því ég er hrædd um að vindhviða blási upp um mig kjólinn. Eftir veturinn finnst mér líka ósjarmerandi að flagga skjannahvítum leggjum svona fram- an í annað fólk. Til að ég þori að bera á mér leggina án vandræðagangs þyrfti ég fyrst að næla mér í smá lit og því næst finna mér flík sem hylur hvorki fótleggina né fýkur upp um mig. Líklega er þetta þó aðeins tepruskapur í mér því ég man ekki til þess að þetta hafi nokkru sinni verið vanda- mál þegar ég bjó erlendis. Þá skellti maður sér í stuttan kjól strax á fyrsta sumardegi og skeytti engu um hvort leggirnir voru hvítir eða súkkulaðibrúnir. En sumarið er þegar hálfnað og því má ég engan tíma missa ef ég ætla mér ekki að ganga inn í haustið snjóhvít- um fótum. Nýju fötin keisarans DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA SARA MCMAHON Gloss með býflugnavaxi sem mýkir varirnar frá Make Up Store. Flottar leggings með skemmtileg- um smáatriðum. Fást í versluninni Sautján. SUMARLEG Bleikir og gulir tónar voru ráðandi í vor/sumar- línunni frá Ilincic. FÁGAÐ Flíkurnar frá Lanvin eru kvenlegar og afskaplega fallegar. FJAÐURKRAGI Roksanda Ilincic notaði mikið af fjöðrum til að lífga upp á flík- urnar og skóna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.