Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 72

Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 72
44 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Þær sögusagnir fara nú líkt og eldur í sinu vestanhafs að hug- myndin að kvikmyndinni Incept- ion sé í raun komin úr gamalli Andabæjarmyndasögu í Disney- bók sem nefnist Uncle Scrooge in The Dream of a Lifetime. Þrátt fyrir að fólk eigi erfitt með að trúa því að Chris Nolan myndi gera eitthvað þessu líkt er fólk í vafa því að líkindin á milli þessara tveggja eru gífurleg. Sagan í myndasögunni fjallar um það þegar Bjarnarbófar koma sér inn í draum Jóakims frænda til þess að komast að talnarun- unni sem kemur þeim inn í pen- ingageymslu frændans. Þetta þykir einhverjum líkjast mjög hug- myndinni á bak við Inception. Auk þess þykir tækinu sem notað er í myndinni svipa mjög til tækisins í myndasögunni. Því spyrja menn, gæti þetta verið satt? Er möguleiki á því að hugmyndin á bak við þessa stór- mögnuðu mynd sé tekin úr mynda- sögubók um sögur Andarbæjar? Er hugmyndin um Inception stolin? STAL NOLAN HUGMYNDINNI? Sagan Inception líkist mjög myndasögu úr Andabæ. O.C stjarnan Rachel Bilson er komin með nóg af þráhyggju Hollywood gagnvart líkamsvexti, sem ýtir undir það að ungar stúlk- ur séu óánægðar með líkama sinn. Stjarnan smávaxna hatar þegar hún er stanslaust spurð um megr- unar- og æfingaprógramm. Hún vildi óska þess að það væri meiri áhersla á heilbrigt mataræði í stað þess að grennast. „Veistu hvað ég hata? Þá athygli sem beinist að þyngd og líkams- vexti. Þetta er svo stórt skref aftur á bak og sendir röng skilaboð. Mataræði og æfingaprógramm er ekki það sem ungar stúlkur eiga að hafa áhyggjur af. Þær líta upp til leikkvennanna og lesa um lýta- aðgerðir og hvað má og má ekki borða,“ segir leikkonan ákveðin. Að lokum bætti hún við: „Ég borða, ég elska mat, ég vil borða þegar ég vil borða. Ef þú ert ekki sátt við sjálfa þig, þá stundarðu líkamsrækt. En þú gerir það fyrir sjálfa þig.“ Komin með nóg af áráttu um þyngd RACHEL BILSON Er búin að fá nóg af allri þeirri athygli sem megrunar- og æfingar- prógrömm fá í Hollywood. Eitt traustasta hjónaband- ið í Hollywood stendur nú á brauðfótum samkvæmt helstu slúðurritum hið vestra. Hjónin Ben Affleck og Jennifer Garner hafa ekki sést saman opinber- lega í langan tíma og telja margir það ekki vita á gott. Ben Affleck og Jennifer Gar- ner hafa ekki sést saman í nokk- uð langan tíma og telja menn að það geti þýtt að hjónaband þeirra standi völtum fótum. Affleck og Garner kynntust við tökur á kvikmyndinni Daredevil og trúlofuðu sig eftir aðeins níu mánaða samband. Þau giftu sig árið 2005 og eiga saman dæturn- ar Violet Anne og Seraphina Rose Elizabeth. Hjónaband Afflecks og Garners hefur ávallt þótt hamingjuríkt og traust en tíma- ritið In Touch vill meina að sam- bandið sé ekki eins gott og marg- ir halda. Garner hefur dvalið í New York undanfarna mánuði við tökur á kvikmyndinni Arthur og haft lítinn tíma til að sinna fjöl- skyldu sinni. „Ben var aldrei týpan til að giftast og hann er enn svolítill glaumgosi innst inni. Nú þegar hann er farinn að nálgast fer- tugt virðist hann vera að ganga í gegnum einhvers konar krísu,“ var haft eftir fjölskylduvini. „Hann elskar Jennifer og sér ekki sólina fyrir dætrum sínum og þess vegna er hann tilbúinn til að berjast fyrir sambandinu. En hjónabandið stendur á brauðfót- um eins og er.“ Berjast fyrir hjónabandinu HAMINGJUSÖM TIL ÆVILOKA Ben Affleck og Jennifer Garner hafa verið gift í fimm ár og hefur samband þeirra alltaf þótt mjög hamingjuríkt og traust. Nú telja menn þó að brestir séu komnir í sambandið og hefur parið leitað til hjónabandsráðgjafa til að vinna úr sínum málum. N O R D IC PH O TO S/G ETTY Skemmtistaður/matsölustaður Tælenskur matsölustaður og sér skemmtistaður á besta stað miðsvæðis í Reykjavík til sölu saman eða sitt í hvoru lagi. Öll leyfi og langtíma leigusamningar. Góður rekstur og tækifæri, upplýsingar í síma 660 3770 eða 6976333.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.