Fréttablaðið - 07.08.2010, Page 80

Fréttablaðið - 07.08.2010, Page 80
52 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Jökull Elísabetarson er leikmaður 14. umferðar Pepsi- deildar karla að mati Fréttablaðs- ins. Hann er einn af fáum leik- mönnum sem hefur fengið níu í einkunn hjá Fréttablaðinu í sumar en að þessu sinni fengu tveir Blik- ar níur fyrir frammistöðuna í 5- 0 sigrinum á Val á miðvikudag- inn. Auk Jökuls var það Alfreð Finnbogason sem skoraði tvívegis í leiknum og lagði upp tvö önnur mörk. „Þetta var helvíti öflugt hjá okkur, sérstaklega þar sem við fórum illa að ráði okkar gegn Fram í síðasta leik á undan,“ sagði Jök- ull en þá unnu Framarar 2-0 sigur. „Við vissum að það myndi koma að tapinu og að það væri allt í lagi. Það var bara gott að við náðum að rífa okkur strax upp og þá sérstak- lega í síðari hálfleik sem var mjög góður hjá okkur.“ Jökull hefur, eins og svo margir í Breiðabliki, átt frábært tímabil en hann er á sínu fyrsta ári í Kópavog- inum og segist finna sig vel þar. „Ég er mjög ánægður með tíma- bilið hjá mér enda að spila með virkilega góðum leikmönnum sem gerir þetta auðveldara fyrir mig. Það eru allir að tala um Kristin Steindórsson, Guðmund Péturs- son og Alfreð Finnbogason en svo má ekki gleyma Finni Orra á miðj- unni. Það er ekki jafn mikið talað um hann en það eru forréttindi að fá að spila með leikmanni eins og honum og hann á jafn stóran þátt í þessu eins og allir aðrir.“ Jökull er uppalinn í KR en kom til Breiðabliks frá Víkingi eftir síðasta tímabil. Hann sótti þar að auki nám í Bandaríkjunum á sínum tíma sem gerði það að verkum að hann missti ávallt af stórum hluta tímabilsins. „Þegar ég ákvað að fara út í skól- ann vissi ég að ég myndi ekki fá margar mínútur með KR. Þess vegna ákvað ég að fara þaðan. Ég vildi líka fá að spila á miðjunni og ég vissi að ég fengi að gera það með skólaliðinu. Það var líka með því sjónarmiði að ég ákvað að skipta yfir í Víking,“ sagði Jökull, en hann var í Fossvoginum frá 2006 til 2007 og svo aftur í fyrra. „Mér fannst ganga ágætlega fyrstu tvö árin í Víkingi og ég vildi koma aftur til þeirra og reyna að hjálpa liðinu að komast aftur upp í efstu deild. En tímabilið í fyrra var hrein hörmung í flesta staði og ég var mjög ánægður með skiptin yfir í Breiðablik. Ég hefði ekki fundið betra lið fyrir mig.“ Fram undan er leikur gegn FH á morgun og Jökull er sigurviss. „Það er langskemmtilegast að spila við betri liðin í deildinni. Við tókum þá í gegn í fyrri umferðinni en nú er komin allt önnur mynd á liðið. Þetta verður skemmtileg- ur leikur en ég held að við tökum hann. Við eigum svo ÍBV í næsta leik á eftir en ég hef ekki áhyggjur af strákunum. Þeir hafa sýnt mik- inn stöðugleika og spilað vel undir pressu. Við ætlum bara að vinna þetta mót.“ eirikur@frettabladid.is Við ætlum að vinna þetta mót Jökull Elísabetarson er leikmaður 14. umferðar Pepsi-deildar karla. Hann átti stórleik þegar Breiðablik vann 5-0 sigur á Val á miðvikudagskvöldið og kom sér þar með aftur á toppinn. Blikar mæta FH á morgun. ÍSKALDUR JÖKULL Kominn hér fram hjá Sigurbirni Hreiðarssyni Valsmanni sem liggur eftir í grasinu í leik Breiðabliks og Vals í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lið 14. umferðar (3-4-3) Markvörður: Ingvar Kale, Breiðabliki Varnarmenn: Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki Freyr Bjarnason, FH Agnar Bragi Magnússon, Selfossi Miðvallarleikmenn: Bjarni Guðjónsson, KR Gunnar Már Guðmundsson, FH Jökull Elísabetarson, Breiðabliki Ólafur Páll Snorrason, FH Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason, Breiðabliki Gilles Mbang Ondo, Grindavík Guðmundur Steinarsson, Keflavík VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR: AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 | STOD2SPORT.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Enski boltinn byrjar með hvelli á sunnudaginn. Misstu ekki af þessum sögufræga leik stærstu liðanna í enska boltanum sem markar upphafið að frábærri leiktíð. Fáðu þér áskrift í síma 512 5100 ATC- 7,5t Malbikskassi -tilboðsverð Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - á lager - sala - varahlutir - þjónusta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.