Fréttablaðið - 07.08.2010, Page 86
58 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. birta, 6. óhreinindi, 8. frosts-
kemmd, 9. meiðsli, 11. guð, 12. hljóð
í ketti, 14. óróleg, 16. utan, 17. rotn-
un, 18. besti árangur, 20. sjúkdómur,
21. heimsálfa.
LÓÐRÉTT
1. tala, 3. kúgun, 4. vörurými, 5. næra,
7. sósa, 10. rönd, 13. meðal, 15. krot,
16. tunna, 19. golf áhald.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. rofa, 6. im, 8. kal, 9. mar,
11. ra, 12. mjálm, 14. ókyrr, 16. án, 17.
fúi, 18. met, 20. ms, 21. asía.
LÓÐRÉTT: 1. fimm, 3. ok, 4. farmrúm,
5. ala, 7. majónes, 10. rák, 13. lyf, 15.
riss, 16. áma, 19. tí.
Fyrirsætan Lilja Ingi-
bjargardóttir dvelur
nú í New York þar sem
hún vinnur að ýmsum
verkefnum ásamt því
að slaka á í Stóra
eplinu. Eins og
flestir vita þá sefur
New York aldrei og
skemmtanalífið þykir
best í miðri viku.
Eins og aðrir heims-
borgarar fór Lilja út að skemmta sér
í vikunni ásamt vinum og var eng-
inn annar en Jared Followill með
í för. Followill þessi er bassaleikari
hljómsveitarinnar Kings of Leon og
er hann jafnframt yngsti Followill-
bróðirinn. Hann gat reyndar ekki
skemmt sér fram á rauðanótt þar
sem hann þurfti að rjúka, enda
tónleikar daginn eftir, en Kings of
Leon er nú á síðustu metrunum á
tónleikaferðalagi um Bandaríkin ...
Lilja mætti einnig
á opnun sportbars
hafnaboltahetjunnar
Darryl Strawberry sama
kvöld. Þar mættu
meðal annars Ali
Fedotowsky
og Roberto
Martinez, úr
síðustu Bachelorette-þáttaröð sem
kom meðal annars við á Íslandi,
eins og frægt er orðið. Justin
Timberlake mætti einnig á svæðið,
en Lilja hjálpaði lítilli stúlku að
komast inn á VIP-svæðið til að tala
við stjörnuna. Var litla stúlkan afar
þakklát Lilju ...
Og vallarþulur Þróttar í Reykjavík,
skemmtikrafturinn og rithöfundur-
inn Sólmundur Hólm getur enn
þá stært sig af því að liðið er með
100% sigurhlutfall í leikjum sem
hann situr við hljóðnem-
ann. Þróttur sigraði
Fjölni á fimmtudag
og eins og endanær
spilaði Sólmundur
Time, nýtt lag Herberts
Guðmundssonar eftir
hvert mark og einnig
eftir leik. - afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
Útvarpsstöðin FM 957 hefur dreg-
ið úr spilun á laginu Elskum þess-
ar mellur með röppurunum Erpi og
Emmsjé Gauta vegna fjölda kvart-
ana að undanförnu. Eins og titillinn
gefur til kynna er lagið opinskátt og
hefur það helst farið fyrir brjóstið á
fjölskyldufólki.
„Þetta er alltaf sami hópurinn
sem kvartar,“ segir Svali á FM. „Ég
skil þetta fólk mjög vel. Þetta er
fólk sem hlustar mikið á stöðina og
er með börnin í bílnum sem heyra
þetta og eru kannski að syngja með.
Á hinn bóginn er fullt af öðru fólki
sem á börn en er ekkert sérstaklega
mikið að pæla í þessu,“ segir hann.
Þrátt fyrir kvartanirnar hefur
engin ákvörðun verið tekin um
að taka lagið af dagskrá. „Við
gerum okkur grein fyrir því
að textinn er á grensunni. Við
erum að reyna að spila þetta en
samt ekki alveg í klessu,“ segir
Svali.
Spurður segir hann að tölu-
vert hafi verið kvartað yfir
síðasta lagi Erps, Viltu dick?.
„Okkur fannst það alls ekki
vera gróft. En það má segja
að þetta lag sé næsta skref
fyrir ofan.“
Erpur segir það ekki koma
sér á óvart að kvartað hafi
verið yfir sínu nýjasta lagi. Það
sé samt ekkert grófara en það
sem hann hefur áður samið. „Þetta
erum mest við að fíflast. Það er ekk-
ert að því,“ segir Erpur og bendir
þeim, sem vilja ekki heyra lagið í
bílnum, á að skipta yfir á Latabæj-
arstöðina. „Það er alltaf hægt að
skipta um stöð og Latabæjarstöð-
in er gerð fyrir fólk sem á krakka.“
Hann bætir við: „Mín kynslóð
hlustaði á texta sem voru grófari
en þetta þegar við vorum tíu, ellefu
eða tólf ára og það gerðist ekkert
alvarlegt.“
Myndbandið við Elskum þess-
ar mellur er væntanlegt frá Erpi
og Emmsjé Gauta og hefjast upp-
tökur í næstu viku. „Það verður
mjög flott. Þetta verða grófkorna
smekklegheit með fullt af góðu
gríni.“
Í kvöld syngur hann síðan á Nasa
á Gay Pride-dansleik Páls Óskars.
Þar ætla þeir félagar að fylgja
eftir góðu samstarfi á Akureyri
um verslunarmannahelgina. „Ég
verð örugglega eini „streitarinn“
á sviðinu. Við tökum eitthvað gott.
Ég veit að hommarnir vilja heyra
Viltu dick?.“ freyr@frettabladid.is
ERPUR EYVINDARSON: LATABÆJARSTÖÐIN FYRIR FÓLK SEM Á KRAKKA
Kvörtunum rignir yfir FM
957 vegna mellulags Erps
UMDEILDUR ERPUR
Erpur Eyvindarson tekur við
tónlistarverðlaunum FM 957 fyrr
á árinu sem besti sólótónlistar-
maðurinn. Svali á FM 957 skilur
vel kvartanirnar sem hafa borist
vegna lags Erps og Emmsjé
Gauta.
„Þetta er mjög stór sýning og það
er mikill heiður fyrir mig að fá að
vera með,“ segir tenórinn Bjart-
mar Sigurðsson.
Hann kemur fram á Tattoo-lista-
hátíðinni í Edinborg í ágúst. Hátíð-
in er árlegur viðburður og ein sú
stærsta sinnar tegundar í Evr-
ópu. Áhorfendafjöldi er yfir tvö
hundruð þúsund manns auk þess
sem hundrað milljónir manna
eru taldar horfa á hátíðina í sjón-
varpi í um þrjátíu löndum. „Þetta
er minn stærsti áhorfendahópur
hingað til,“ segir Bjartmar, sem
syngur einsöng fyrir um níu þús-
und manns í hvert skipti á alls níu
tónleikum. Abdullah II., konung-
ur Jórdaníu, verður meðal áhorf-
enda 18. ágúst. Bjartmar skiptist á
að syngja á hátíðinni við danskan
tenór en að öllum líkindum verður
það Íslendingurinn sem hefur upp
raust sína fyrir konunginn. Tvö
lög verða á efnisskránni, eða Her-
e´s to the Heroes úr kvikmyndinni
Dansar við úlfa og skoski þjóðern-
issöngurinn Auld Lang Syne.
Bjartmar viðurkennir að þegar
hann var beðinn um að syngja á
hátíðinni hafi hann haldið að um
húðflúrs-hátíð væri að ræða en
annað kom á daginn. „Það er mjög
gott fyrir mig að fá að taka þátt
í þessu,“ segir hann og gerir sér
grein fyrir að tækifærið er afar
stórt.
Bjartmar, sem verður 35 ára
í september, lýkur tveggja ára
meistaranámi sínu í óperusöng við
Royal Scottish Academy of Music
and Drama í Glasgow í október. Að
því loknu ætlar hann að reyna að
komast að í erlendum óperuhúsum,
helst í Þýskalandi. - fb
Konungur á meðal áheyrenda
BJARTMAR SIGURÐSSON Tenórinn
syngur að öllum líkindum fyrir konung
Jórdaníu á Tattoo-listahátíðinni í Edin-
borg í ágúst.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
„Hann er ekkert klámfenginn eða neitt svo-
leiðis, segir Óskar Eiríksson leikhúsfram-
leiðandi.
Söngleikur byggður á ævi Lindu Love-
lace, aðalleikkonu klámmyndarinnar
umdeildu Deep Throat, var frumsýndur
á stærstu leikhúshátíð í heimi, Edinborg
Fringe Festival, í gær. Óskar er maðurinn á
bak við söngleikinn ásamt samstarfsaðilum
frá Los Angeles.
Hann segir söngleikinn ekki vera gróf-
an. „Þetta er meira um líf hennar. Maður
á kannski ekki að fara með tólf eða fjórtán
ára krakka á hann en kannski sextán ára
og upp úr. Þetta er ekki gert til að hneyksla
áhorfendur, ekki nema að því leyti hversu
hræðilegt líf hennar var.“
Lovelace, sem lést árið 2002, hélt því
fram að fyrsti eiginmaður hennar hefði
þvingað hana til að leika í myndinni. Eftir
að hafa leikið í henni barðist hún ötullega
gegn klámi og hélt fyrirlestra víða.
Söngleikurinn var fyrst sýndur í Los
Angeles í janúar í fyrra og gekk í hálft ár
við góðar undirtektir. Hann fékk sautján
tilnefningar til hinna ýmsu verðlauna og
hreppti sjö. „Það var ákveðið að Edinborg
yrði næsta skref til að sjá hver viðbrögðin
yrðu. Aðalástæðan var að kynna þetta fyrir
Evrópu til að sjá hvort það væri áhugi fyrir
þessu.“
Eingöngu bandarískir leikarar taka þátt
í söngleiknum, sem verður sýndur í fjór-
ar vikur, sjö sinnum í viku. Þess má geta
að kvikmynd er í bígerð um ævi Lovelace
og mun Lindsay Lohan leika aðalhlutverk-
ið. „Ég held að sú sýning hafi
sprottið út frá söngleiknum,“
segir Óskar. - fb
Setur upp söngleik um klámleikkonu
LINDA LOVELACE Lovelace lék í
klámmyndinni umdeildu Deep
Throat sem kom út árið 1972.
Óskar segir sýninguna ekki klám.
Valgerður Eva Þorvaldsdóttir
Aldur: 26 ára.
Starf: Dragg-
kóngur.
Fjölskylda:
Guðrún
Móbus Bern-
harðs og þrjár
kisur.
Foreldrar:
Sigríður
Eysteinsdóttir
og Þorvaldur
Stefánsson.
Búseta: 101 Reykjavík.
Stjörnumerki: Fiskur.
Valgerður gengur einnig undir nafninu
Tvistgeir og er annar hluti draggdúettsins
Freðinn & Tvistgeir sem voru valdir nú í
vikunni draggkóngar Íslands 2010.
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Vegna skemmda í stálvirki.
2 Catalinu Ncogo.
3 Hann mæti í draggi, klæddur
sem kvenmaður.
Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00
Vikutilboð
Símahulstur og
peningabudda
fylgja með.
Tvöfaldur
bakpoki
Litir: Rauður, grár,
grænn og bleikur.
tilboð 8.990,-
fullt verð12.990,-