Fréttablaðið - 13.08.2010, Page 6

Fréttablaðið - 13.08.2010, Page 6
6 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Kaupendur trygginga- félagsins Sjóvár gætu þurft að reiða fram rúma sex milljarða króna fyrir hlut í félaginu eigi núverandi eigendur að koma út á sléttu. Að öðrum kosti gætu þeir síðarnefndu tapað háum fjárhæð- um, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Ríkið, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki lögðu sextán millj- arða inn í Sjóvá til að forða félag- inu frá gjald- þroti fyrir rúmu ári. Ríkissjóður lagði fram 11,6 milljarða. Viðskipta- blaðið greindi frá því í gær að viðræður væru langt komn- ar um kaup hóps fjárfesta á rúmum fjörutíu prósenta hlut í Sjóvá. Ekki hefur náðst end- anleg sátt um verð. Fjárfestarnir Heiðar Már Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands, leiða hópinn ásamt syst- kinunum Guðmundi og Berglindi Jónsbörnum, kenndum við útgerð- arfyrirtækið Sjólaskip. Fjórmenn- ingarnir kaupa helming á móti fagfjárfestum, svo sem lífeyris- sjóðum. Hvorki náðist í Heiðar né Ársæl í gær. „Við vonum að niðurstaða af eða á fáist á næstu vikum,“ segir Haukur Benediktsson, forsvars- maður Eignasafns Seðlabankans, sem fer með 73 prósenta hlut rík- isins í tryggingafélaginu. Skila- nefnd Glitnis á átján prósenta hlut og Íslandsbanki níu. Margir munu hafa haft áhuga á Sjóvá eftir að Íslandsbanki setti félagið í söluferli í byrjun árs en talið félagið of dýrt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá mun óvissa um virði eigna Sjóvár, ekki síst skuldabréf félaga á borð við Askar Capital, sem farið er í þrot. Ekki er vitað hvort viðræður eigenda og væntanlegra fjárfesta hafi skilað sér í lægra verði. Talið er að einhver lending hafi náðst þar sem viðræður séu komnar þetta langt. Fari verðið undir sex milljarða króna sé ljóst að núver- andi eigendur þurfi að færa tap í bækur sínar. jonab@frettabladid.is Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Sama á hverju gengur – þú getur alltaf reitt þig á Siemens. A T A R N A Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. ÁRSÆLL VALFELLS HEIÐAR MÁR GUÐJÓNSSON Ríkið gæti tapað á Sjóvá Hópur fjárfesta vinnur að tilboði í Sjóvá. Hið opinbera setti tæpa tólf milljarða króna í reksturinn til að bjarga félaginu frá gjaldþroti fyrir rúmu ári. Fjöldi fjárfesta hafði áhuga á rekstrinum en taldi verð of hátt. SJÓVÁ Verðmiðinn á Sjóvá mun hafa verið of hár í upphafi. Lending er sögð í farvatninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjárfestingarfélagið Milestone keypti Sjóvá árið 2006. Félagið var í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Skilanefnd Glitnis tók Milestone yfir eftir fall bankanna haustið 2008. Um miðjan maí í fyrra var tilkynnt að Sjóvá uppfyllti ekki skilyrði laga um gjald- þol og að tíu milljarða króna vantaði til að eigið fé teldist jákvætt. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu og uppstokkun á rekstrinum eignaðist ríkið, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki félagið. Þá gerði embætti sérstaks saksóknara húsleit í húsakynnum Milestone, Sjóvár og á heimilum stjórnenda fyrirtækjanna í júlí í fyrra vegna gruns um brot á lögum um hlutafélög, starfsemi trygg- ingafélaga eða umboðssvik. Rannsókn á málinu stendur enn yfir hjá embættinu. Sjóvá var í raun gjaldþrota FJÖLMIÐLAR Ný könnun Capacent á lestri dag- blaða kom út í gær. Samkvæmt henni er meðal- lestur Fréttablaðsins í maí til júlí 61,4 prósent en meðallestur Morgunblaðsins 32,1 prósent hjá öllum aldurshópum. Lestur Morgunblaðs- ins hefur ekki áður mælst minni í könnunum Capacent. Samkvæmt þessu hefur Fréttablaðið 91,3% meiri lestur en Morgunblaðið. Lestur á báðum blöðum hefur dregist saman frá síðustu könnun, sem náði til febrúar, mars og apríl. Þá var lestur Fréttablaðsins 64,0 pró- sent en lestur Morgunblaðsins 34,8 prósent. Þetta er svipuð þróun og undanfarin ár en blaða- lestur dregst yfirleitt saman á sumrin. Á sama tímabili í fyrra lásu 61,1 prósent landsmanna Fréttablaðið en 39,1 prósent Morgunblaðið. Alls hafði 81,0 prósent lesið að minnsta kosti eitt tölublað Fréttablaðsins í hverri viku en 54,2 prósent að minnsta kosti eitt tölublað Morgun- blaðsins. Í síðustu könnun var uppsafnað- ur lestur Fréttablaðsins 81,6 prósent en Morgunblaðsins 57,7 prósent. Munurinn á blöðunum er mestur í hópn- um 18 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu þar sem 74,9 prósent lesa Fréttablaðið daglega en 24,9 prósent lesa Morgunblaðið. Það er munur um 210 prósent. - mþl Blaðalestur dregst saman yfir hásumarið samkvæmt könnun Capacent: Nær helmingi fleiri lesa Fréttablaðið en Mogga FRÉTTABLAÐIÐ OG MORGUNBLAÐIÐ Lestur beggja blaða dregst saman frá síðustu könnun en það er sama þróun og sést yfirleitt á sumrin. LANDBÚNAÐUR Stjórn Landssam- taka sauðfjárbænda (LS) ákvað á fundi sínum á mánudag að nýta heimild og gefa út nýtt viðmið- unarverð á kindakjöti. Verðskrá- in hækkar um fimm prósent frá í fyrra, sem er sambærilegt við hækkun vísitölu neysluverðs á sama tíma. Verðlagning á kindakjöti er frjáls en LS hefur heimild til að gefa út viðmiðunarverð til bænda. Í tilkynningu frá stjórn samtak- anna kemur fram að sala á kinda- kjöti hafi verið með svipuðu móti innanlands á fyrstu sex mánuðum ársins og í fyrra. - jab Fá meira fyrir kindakjötið: Salan lítið breytt milli ára HEILBRIGÐISMÁL Viðbúnaðarstig vegna svínainflúensu (H1N1) hefur verið lækkað úr því að vera hættustig og niður á óvissustig, að því er fram kemur á vef Almanna- varna. Breytingin kemur í kjölfar yfir- lýsingar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) frá því á miðvikudag um að heimsfaraldur inflúensu sé genginn yfir. Stofn- unin hvetur þó til ýtrustu árvekni því reynslan hafi sýnt að heims- faraldrar gangi yfir í síðari bylgj- um sem erfitt sé að spá fyrir um. Fram kemur að helmingur Íslendinga hafi þegar verið bólu- settur, en hér sé líka til nægilegt bóluefni gegn flensunni sem nota megi þyki ástæða til. - óká Viðbúnaður vegna flensu: Af hættustigi yfir í óvissuna BÓLUSETNING Búist er við að svínainflú- ensa gangi sem árlegur faraldur eftirleið- is, en án viðlíka skaða og haustið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN Telur þú landbúnaðarráðherra hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi í mjólkurmálinu? Já 17,6% Nei 82,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að hið opinbera eigi að niðurgreiða smokka á Íslandi? Segðu skoðun þína á Vísi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.