Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.08.2010, Qupperneq 10
10 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR GETUR Ú HJÁLPA OKKUR A MEIRA UM OKKUR Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til: umsoknir@hugvakinn.is VI LEITUM A ... STÆKKA? Hugvakinn hefur hloti verkefnisstyrk til tveggja ára (2008) og nú n lega brúarstyrk til marka ssetningar úr Tækni róunarsjó i Rannís. Einnig hlaut fyrirtæki styrkinn Átak til atvinnusköpunar frá N sköpunarmi stö atvinnulífsins. Frumkvö lar Hugvakans fengu hagn tingarver laun Háskóla Íslands ári 2007. Verkefni , sem fyrirtæki byggir upphaflega á, komst í úrslit hjá Innovit ári 2008 og var vali til a vera eitt af rem íslenskum fyrirtækjum á Nordic Venture Cup a sama ár. Ári 2009 framkvæmdi MP banki ver mat á fyrirtækinu og í kjölfari keyptu tveir utana komandi fjárfestar hlut. Vörur fyrirtækisins hafa komist oftar en einu sinni í 1. sæti í OVI vefverslun Nokia. GRAFÍSKUM HÖNNU I Útskrifa ur sem grafískur hönnu ur frá LHÍ e a sambærilegum skóla. Me reynslu af vi mótsger fyrir hugbúna og hæfileika til a teikna og búa til fígúrur í tölvuleiki. VEFMARKA SSÉRFRÆ INGI Sem ekkir vel til bestunar leitarvéla og marka ssetningar á netinu. ENDUM Sem geta tt stutta texta af íslensku yfir á: arabísku, frönsku, japönsku, kínversku, portúgölsku, rússnesku, spænsku, tælensku, víetnömsku og sku. FORRITARA Útskrifa ur sem tölvunarfræ ingur e a me sambærilega menntun. arf a hafa reynslu af forritun í Java, C++, J2ME, Symbian og Objective C. ..hefu r drei fst ..eftir a sigra! til Hugvakinn er ungt og ört stækkandi hugbúna arfyrirtæki sem leitar a öflugu starfsfólki Skrifstofa Hugvakans er sta sett í Tæknigar i Háskóla Íslands Hugbúna ur fyrirtækisins tunerific hefur dreifst til 160 landa í gegnum OVI vefverslun Nokia Heildartekjur fyrirtækisins hafa aukist um rúm 40% á mánu i a jafna i sí ustu 8 mánu i p ár & p ix el l VIÐSKIPTI Heimsmarkaðsverð á byggi hefur meira en tvöfaldast á síðustu mánuðum og eru þær hækk- anir í samræmi við hækkanir á hveiti og öðrum kornvörum. Sökum þessa má reikna með að verð á bjór muni hækka töluvert á næsta ári. Í umfjöllun um málið í Guardian segir að heimsmarkaðsverð á byggi hafi hækkað úr 85 pundum á tonn- ið og í 175 pund frá því snemma í sumar. Bruggverksmiðjur kaupa hins vegar sitt bygg tólf til átján mánuði fram í tímann þannig að ekki er reiknað með að áhrifanna af þessum hækkunum muni gæta í bjórverðinu fyrr en á sama tíma að ári. Áhrifa af þessum hækkunum er farið að gæta hjá hluthöfum stærstu bruggverksmiðja heimsins. Þannig lækkuðu hlutir í Carlsberg um sex prósent í síðustu viku og hlutir í Budweiser og Stella Artois lækk- uðu um fimm prósent á sama tíma. Hlutir í Heineken lækkuðu svo um fimm prósent í þessari viku. Heimsmarkaðsverð á byggi hefur tvöfaldast á síðustu mánuðum: Búist við verðhækkun á bjór BJÓR Búist er við að bjór eigi eftir að hækka í verði vegna verðhækkunar á byggi. VIÐSKIPTI FIH bankinn í Dan- mörku, sem er í íslenskri eigu, hefur aukið við væntingar sínar um hagnað á þessu ári. Nú gerir bankinn ráð fyrir að hagnaðurinn nemi 450 milljónum danskra króna eða rúmlega níu milljörðum íslenskra króna eftir skatta. Samkvæmt uppgjöri fyrir annan ársfjórðung hagnaðist bankinn um 102 milljónir danskra króna fyrir skatta. Til saman- burðar var hagnaðurinn aðeins 24 milljónir danskra króna á sama tímabili í fyrra. FIH bankinn á grænni grein: Búast við aukn- um hagnaði SAMRÝMDIR HÆRUSAUÐIR Í dýragarði í Madrid á Spáni stungu þessir tveir hærusauðir saman nefjum svo vart mátti greina andlitin í sundur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAPAN, AP Japanar státa sig af meira langlífi en aðrar þjóðir. Strik var þó sett í þann reikn- ing í síðasta mánuði þegar í ljós kom að hundruð manna, sem hafa verið á skrá yfir elsta fólk Japans, eru ýmist löngu látnir eða ekkert hefur til þeirra spurst svo árum eða jafnvel áratugum skiptir. Athygli japanskra fjölmiðla hefur síðan beinst mjög að sögum um ættingja sem eiga að hafa reynt að svíkja út tryggingabæt- ur. Einnig hafa birst fréttir um önnum hlaðna starfsmenn félags- þjónustunnar og dapurlegar lýs- ingar á einangrun aldraðra sem hægt og rólega hafa glatað öllum tengslum við samfélagið. Umræðan fór af stað eftir að Sogen Koto, sem talinn var elsti karlmaður í Tókíó, 111 ára gam- all, reyndist þegar lögreglan fór að kanna málið hafa verið látinn í 32 ár. Lík mannsins fannst í íbúð hans, en ættingjar höfðu jafnan sagt hann við hestaheilsu en lítt mannblendinn. Ættingjarnir sæta nú lögreglurannsókn. Þetta varð til þess að lögregl- an hóf leit að öðru fólki, sem talið var á lífi í hárri elli. Sú leit skilaði hrollvekjandi niðurstöðum. Þannig reyndist Fusa Furuya, kona sem talin var 113 ára gömul og þar með elsta konan í höfuð- borginni, hvergi finnanleg. Í borg- inni Kobe hafa yfirvöld einnig árangurslaust reynt að hafa uppi á meira en hundrað manns, sem taldir voru eldri en hundrað ára, þar á meðal einni konu sem talin var 125 ára. Fullvíst þykir að skrifa megi meint langlífi þeirrar konu, sem og þriggja annarra íbúa Kobe sem taldir voru eldri en 120 ára, á reikning embættismanna sem kastað hafa til höndunum þegar kom að skráningu íbúanna. Samkvæmt opinberum skýrsl- um eru 40.399 manns í Japan orðn- ir hundrað ára eða eldri. Alvarleg- ar efasemdir hafa nú vaknað um réttmæti þessara upplýsinga. „Fjölskyldurnar, sem eiga að vera nákomnastar þessu aldraða fólki, vita ekki hvar það er niður- komið og hafa í mörgum tilvikum ekki einu sinni haft fyrir því að biðja lögreglu að grennslast fyrir um það,“ segir í leiðara dagblaðs- ins Asahi. Í sama blaði er bent á eina skuggahlið þessa máls: Ef dauðs- föll eru ekki tilkynnt til stjórn- valda halda lífeyrisgreiðslur áfram að berast og það virðist í sumum tilfellum hafa hvatt ætt- ingja til þess að skýra ekki frá því þegar aldraðir falla frá. gudsteinn@frettabladid.is Leita að elstu öldungunum Oft ekki tilkynnt um andlát aldraðra í Japan svo tryggingabætur hætti ekki að berast. Aðrir virðast svo hafa misst allt samband við ættingja. ÞEKKTIR FYRIR LANGLÍFI Japanar hafa hingað til verið taldir verða allra þjóða elstir. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.