Fréttablaðið - 13.08.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 13.08.2010, Síða 18
18 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Einu sinni, ekki svo alls fyrir löngu, var til bær á Suður- nesjum sem hét Keflavík. Þetta var fremur rólegur bær sem byggði afkomu sína að miklu leyti á bandarískum her sem var stað- settur fyrir ofan bæinn, á hinni mannskæðu Miðnesheiði. Hin meginatvinnugreinin, sem setti mikinn svip á litla bæinn, var útgerð, rekin af miklum myndar- brag af útvegsbændum sem héldu vel utan um rekstur sinn og mann- skap allan. Bæjarbragurinn varð eðlilega fyrir miklum áhrifum af veru herstöðvarinnar sem brauð- fæddi stóran hluta bæjarbúa og ef fiskurinn brást mátti alltaf eiga von á því að fá vinnu á „Vellinum“. Ekki voru þó allir sáttir við veru hans en látum það nú liggja á milli hluta í þessari frásögn. Ef litið er til þess hvernig uppbygging var á þessum tíma, út frá landbrots– og uppbyggingarsjónarmiði, þá var malarnám úr Stapafelli mikið, svo mikið að mörgum þótti nóg um, enda vil ég fremur kalla það Fell- ið hálfa, því það ber þess merki að hafa orðið fyrir miklum ágangi, sérlega á uppbyggingarárum flug- vallarins. Árið 1994 varð sameining sveit- arfélaga á svæðinu og Keflavík sameinaðist Njarðvík og Höfnum, sem áður fyrr gekk stundum undir nafninu Hollywood. Á þeim tíma var Ellert Eiríksson bæjarstjóri þessa stóra sveitarfélags. Það tók eðlilega smá tíma að aðlaga þessi þrjú sveitarfélög hvert að öðru og er það ferli sennilega enn í fullum gangi. Uppbygging var nokkur en mikið var þó kvartað yfir því að ekki fengjust nægilega marg- ar byggingalóðir og í máli Ólafs nokkurs Thordersen kemur fram að eitt árið hafi einungis fjórum byggingalóðum verið úthlutað. Þetta man ég sem varabæjarfull- trúi á þeim tíma. Nú ber svo við að fátækt gerir vart við sig í Sjálfstæðisflokkn- um á svæðinu og menn fara um héruð og sækja mann og annan til að taka nú við þessu mikla og stóra sveitarfélagi sem var svo sannar- lega efnilegt fyrir unga menn á uppleið. Ber svo við að Þorsteinn nokkur Erlingsson sem verið hafði guðfað- ir sjálfstæðismanna í Keflavík og síðar Reykjanesbæ átti engan son, þannig að það þurfti að finna kjör- son í embættið, þótt yfir voga og víkur þyrfti hann að fara og það gerði hann, enda sæfari mikill og fiskinn með eindæmum. Jæja, til að gera langa sögu stutta, þá fengu Reyknesbæingar kjörsoninn Árna Sigfússon og hann kom svo sann- arlega eins og prins á hvítum hesti með fallega konu og fjölskyldu og meira að segja flutti sig alfarið til bæjarins. Eftir það fóru hlutirnir sko að gerast í Reykjanesbæ. Menn tóku strax eftir því hvað Árni hafði einstakt lag á því að vinna með Bandaríkjamönnum og hann og Davíð voru strax búnir að gera samning við bandaríska forsetann um að halda kananum á vellinum og þau boð voru látin út ganga að þeir sem kysu eitthvað annað en D myndu verða þess valdandi að her- inn færi. Þetta var svo borðleggj- andi dæmi að það hálfa væri nóg. En úps! Þeir fóru og Árni setti á stofn skrifstofu til að bjarga mál- unum og á þessum tíma fóru menn að byggja. Þeir byggðu og byggðu, bara svona til þess að hafa eitthvað að gera og fluttu m.a. inn fullt af Pólverjum sem voru svo klárir og svona ódýrir að það hafði bara ekki annað eins sést á þessu guðs- volaða svæði. Jæja, en Árni var ekki lengi í paradís. Þetta var nú bara nokkuð dýrt, þegar allt kom til alls. Það þurfti lóðir og rör og ýmislegt vesen. Það þurfti víst að borga brúsann. Já, en Árni fékk hugmynd ! – Selja og leigja, það var málið, alveg kjörið, já og ekki bara það, þarna, það var hægt að fá „múltí monný“ fyrir Hitaveituna. – Já, hverjum hefði dottið önnur eins snilld í hug, nema honum? Prinsin- um sjálfum sem kom á hvíta hest- inum alla leið frá Reykjavík. Já og þetta er fallega útgáfan. Hin er sú að Árni og sjálfstæðis- menn í Reykjanesbæ voru svo frekir að allir hinir í litlu sveitar- félögunum vildu ekki vera með honum og hann var orðinn einn eftir með nokkra sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ, sem ekki einu sinni allir vildu vera með honum. Meira að segja þurfti hann að halda fund í fyrra þegar hann var búinn, með sínum einstaka dugn- aði, að selja Hitaveituna, án þess að láta menn vita, til þess einungis að útskýra hvað þetta væri mikil snilld. Hvers vegna þurfa prinsar eins og Árni yfirleitt að útskýra það að þeir ráða? Þegar það er bara þannig. Með öðrum orðum. Það þarf að rannsaka hvað er að gerast í Reykjanesbæ! Með öðrum orðum. Það þarf að rannsaka hvað er að gerast í Reykja- nesbæ. Fjárfesting aðila, utan ESB/EES, í orkufyrirtækjum á Íslandi Í liðnum mánuði kom Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópu- rétti, fram með nokkrar góðar ábendingar um afstöðu Evrópu- réttar til fjárfestingar aðila utan ESB/EES í orkufyrirtækjum aðild- arríkja. Í færslu á bloggi sínu (www.elvira.blog.is) hinn 29. júlí sl. segir hún að aðildarríki ESB/ EES geti mótað stefnu sína varð- andi rétt erlendra aðila, utan ESB/ EES, til þess að fjárfesta í orkufyr- irtækjum þeirra. Vakna þá spurn- ingar um réttmæti þess að Magma Energy, sem „skúffufyrirtæki“ í Svíþjóð, eignist meirihluta í fyrir- tæki á Íslandi sem stundar annars vegar vinnslu og hins vegar sölu á raforku. Í samræmi við ákvæði EES-samn- ingsins, sem Ísland er aðili að, og samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, er ekki unnt að meina lögaðilum, sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki EES-samningsins, að eiga virkjun- arréttindi vatnsfalla og jarðhita eða að eiga fyrirtæki sem stunda orku- vinnslu og orkudreifingu. Skilyrði um heimilisfesti helgast iðulega af skattalegum og réttarfar- sástæðum og því verður ekki séð að það skipti höfuðmáli hvort um svo- kallað „skúffufyrirtæki“ er að ræða eða ekki eða hvort „raunveruleg“ starfsemi fari fram í því aðildar- ríki þar sem heimilisfesti er skráð, sbr. orðalag í kvöldfréttum RÚV 29. júlí sl. Var í sömu fréttum vísað til almannahagsmuna, umhverf- is- og auðlindasjónarmiða um meiri möguleika fyrir aðildarríki til þess að taka þetta meira „var- lega“. Magma hefur ekki eignast neinar náttúruauðlindir á Íslandi, HS orka er í starfsemi sinni bund- ið af tilskildum leyfum, eins og önnur orkufyrirtæki á Íslandi, og háð eftirliti opinberra stofnana. Ég get því ekki séð að fyrrgreind sjón- armið réttlæti að hróflað verði við kaupum sem þegar hafa gengið í gegn og eftir að lögbundinn frest- ur efnahags- og viðskiptaráðherra til þess að stöðva fjárfestinguna er útrunninn. Fjárfesting erlendra aðila í orkufyrirtækjum á Íslandi Þá hefur borið við að menn séu yfir höfuð mótfallnir fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum orkufyrir- tækjum. Á Íslandi hefur þegar verið inn- leidd tilskipun Evrópusambandsins 2003/54/EB um sameiginlegar regl- ur um innri markaðinn fyrir raf- orku og um niðurfellingu tilskipun- ar 96/92/EB. Hafa þær tilskipanir báðar verið innleiddar, í samræmi við ákvarðanir sameiginlegu EES- nefndarinnar, með íslensku raf- orkulögunum. Samkvæmt því regluverki eru raforkuvinnsla og raforkusala, þ.e. sú starfsemi sem HS orka stundar, á almennum sam- keppnismarkaði. Eins og að fram- an greinir er ekki hægt að meina lögaðilum, sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki EES-samnings- ins, að eiga virkjunarréttindi vatns- falla og jarðhita eða að eiga fyrir- tæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu. Menn geta að sjálfsögðu verið ósammála þessari löggjöf og viljað víkja frá henni. Þingmenn Vinstri grænna virðast t.d. almennt mót- fallnir fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum, óháð því hvaðan þeir koma. Vekur það áleitnar spurningar í ljósi þess að flestir þeirra greiddu atkvæði með því að fara í aðildarviðræð- ur við Evrópusambandið og sitja í ríkisstjórn með flokki sem hefur það helst að markmiði að ganga í Evrópusambandið. Vilji þingmenn Vinstri grænna víkja frá reglu- verki Evrópusambandsins ættu þeir að svara því til á hvaða grund- velli þeir sitja með Samfylking- unni í ríkis-stjórn og hvaða tilgangi atkvæði þeirra um aðildarumsókn þjónuðu. Í fyrrnefndri bloggfærslu Elviru segir eitthvað á þá leið að stefna Evrópusambandsins í orkumálum heimili undanþágur í þeim tilvikum þegar um einangraða markaði er að ræða, þar sem fyrirtæki séu tengd færri en 100.000 notendum, eins og tilfellið sé á Íslandi. Ísland geti því vikið frá megin fyrirkomulaginu en hafi valið að gera það ekki. Ekki er ljóst hvort Elvira eigi þarna við undanþágur varðandi fjárfestingu „skúffufyrirtækja“ eða fjárfestingu almennt innan EES/ESB. Sú undan- þága sem vísað er til á hins vegar aðeins við um fyrirtæki er stunda dreifingu á raforku, sbr. 15. gr. til- skipunar 2003/54/EB, en HS orka stundar vinnslu og sölu raforku. Fjárfesting einkaaðila í orkufyrirtækjum á Íslandi Þess viðhorfs hefur einnig gætt að eignarhald orkufyrirtækja eigi að vera á höndum ríkisins en ekki einkaaðila. Samkvæmt íslenskum raforkulög- um þarf virkjunarleyfi til þess að reisa og reka raforkuver með upp- settu afli 1 MW eða meira og fyrir öll raforkuver sem tengjast dreifi- kerfi dreifiveitna eða flutnings- kerfi. Það er því svo að jafnvel land- eigendur sem eiga auðlindir á landi sínu njóta aðeins takmarkaðs eign- arréttar og þurfa, rétt eins og aðrir, að sækja um leyfi til raforkuvinnslu í samræmi við framangreindar við- miðanir. Uppfylla þarf ákveðin skil- yrði til þess að fá leyfi fyrir raforku- vinnslu, leyfi geta verið skilyrt og leyfishafar sæta víðtæku opinberu eftirliti af hálfu heilbrigðiseftirlits, Samkeppniseftirlitsins og Orku- stofnunar. Í þessu sambandi skipt- ir ekki máli hvort um erlendan eða íslenskan aðila er að ræða, allir eru undir einum hatti. Ekkert stendur því í vegi, samkvæmt núgildandi regluverki, að sjálfbær nýting sé höfð að leiðarljósi við leyfisveitingar og eftirlit. Það er meðal markmiða raforkulaganna að efla atvinnulíf í landinu, tryggja öryggi raforku- kerfisins og hagsmuni neytenda, stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og taka tillit til umhverf- issjónarmiða að öðru leyti. Núgild- andi löggjöf gerir því ráð fyrir að þessa hluti megi tryggja með leyfis- veitingarferli og eftirliti en að ekki þurfi að seilast inn í stjórn fyrir- tækja og gera þau að einhvers konar samfélagseign. Sé eignarhald orkufyrirtækja á höndum ríkis og sveitarfélaga má auðveldlega draga hlutleysi og gagnsæi við leyfisveitingar í efa. Ekki getur það verið til fyrirmynd- ar að sama sveitarfélag eigi stór- an hlut í orkufyrirtæki og gefi út framkvæmdarleyfi til þess sama fyrirtækis vegna virkjunarfram- kvæmda. Hvað þá að ríkið hafi á höndum stjórn orkufyrirtækis, sjái um mat á umhverfisáhrifum og útgáfu virkjunarleyfa. Ekki færi mikið fyrir aðhaldi samkvæmt því fyrirkomulagi. Þingmönnum Vinstri grænna finnst það kannski allt í lagi svo framarlega sem þeir eru í ríkis- stjórn en hvað gera bændur þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst næst í ríkisstjórn? Hver segir enda að örfá- ir stjórnmálamenn séu betur til þess fallnir að fara með stjórn orkufyrir- tækja heldur en hverjir aðrir? Hver er óttinn? Eins og fram hefur komið er HS orka, óháð eigendum fyrirtækisins, bundið í starfsemi sinni af íslensk- um lögum og regluverki Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtækið kemur ekki til með að geta nýtt auð- lindir landsins með öðrum hætti en önnur orkufyrirtæki á Íslandi. Þá eru orkuviðskipti eftir sem áður á samkeppnismarkaði og getur íbúi í Vesturbænum keypt orku af Fall- orku fyrir norðan alveg eins og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sunn- an. Mér er því spurn, hvað er það sem menn óttast? Marklaus mótmæli Hvað er títt af Suðurnesjum? Orkumál Sveindís Valdimarsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingar í Reykjanesbæ Orkumál Valborg Steingrímsdóttir lögfræðingur Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * FERSKT & ÞÆGILEGT TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Skoðaðu nánar á somi.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.