Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 13.08.2010, Qupperneq 20
 13. 2 „Eini tilgangurinn með ratleikn- um er að gera fólki glaðan dag og vekja athygli á Fordfélaginu sem öllum stendur opið, hvort sem þeir eiga Ford, annan bíl eða engan,“ segir Snorri Vignisson, formaður Fordfélagsins, um spennandi leik í Heiðmörk á morgun. „Það er hagkvæmt fyrir buddu allra að gerast félagi í Fordfélag- inu því alls bjóða 108 fyrirtæki allt að 40 prósenta afslátt af vörum sínum, þar á meðal fá Fordfélagar 5 króna afslátt af bensíni Bensín- orkunnar og 7 króna afslátt af Skeljungsbensíni, sem munar um í heimilisbókhaldi hvers og eins,“ segir Snorri, sem er félagi í bæði FÍB og 4x4 þar sem greiða þarf árviss félagsgjöld, en í Fordfélag- inu greiðist aðildargjald aðeins einu sinni og svo ekki söguna meir. „Fordfélagið var stofnað sem góðgerðarfélag því við höfum ekk- ert við peninga frá öðrum að gera. Ég er búinn að vera í björgunar- sveitum í 30 ár, hef starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Rauða krossinn erlendis og er löngu far- inn að hugsa á góðgerðarnótum. Íslendingar þurfa enda mikla búbót núorðið, enda kvarta þeir mjög yfir þjóðfélagsástandinu. Því fannst mér tímabært að gera þeim glaðan dag sem þennan og létta þeim heimilisútgjöld í leið- inni með aðild að Fordfélaginu,“ segir Snorri sem flautar til leiks klukkan 10 í fyrramálið. „Í ratleikinn þarf fjórar mann- eskjur á einum bíl, keppnisskap og létt skopskyn. Keppendur fá svo kort þar sem merktar eru inn vísbendingar að spurningum sem leynast um alla Heiðmörk. Þá verð- ur vel séð um næringu keppenda sem allir fá mat frá Hróa hetti, kók, nammi og ís meðan á leikn- um stendur. Fornbíla- og Mustang- klúbburinn verða í Heiðmörk og vinningar ríkulegir; stórar bensín- úttektir, gps-tæki, bílaskoðanir og allt milli himins og jarðar.“ Skráning í ratleik Fordfélags- ins fer fram á öllum stöðum Hróa hattar í Reykjavík, Mosfellsbæ, Selfossi og Kópavogi. Nánari upplýsingar á www.ford- felagid.is. thordis@frettabladid.is Leit að pening í budduna Á morgun gefst einstakt tækifæri til að blanda saman skemmtilegum leik og stórbættum efnahag þegar Fordfélagið blæs til spennandi ratleiks í fagurri Heiðmörkinni þar sem gælt verður við bragðlaukana líka. GEGNUM kallast sýning fimm ungra listamanna á Vesturveggnum í Skaftafelli sem opnar í dag klukkan 17. Sýningin stendur til 5. september. Snorri Vignisson í Heiðmörk í fögrum flokki Ford-bíla í eigu manna í Fordfélaginu, en sá svarti er árgerð 1953 og sá rauði árgerð 1955. Litli, blái Fordinn er árgerð 1949 með 8 cylindra Big Block-vél og svo Ford Econoline Snorra, árgerð 1993. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kíktu á útsöluna í vefverslun www.lindesign.is Lín Design - gamla sjónvarpshúsið - Laugavegi 176 - Sími 533 2220 - www.lindesign.is Síðustu dagar útsölunnar LAGERSALA www.xena.is Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Frábær verð no5 st. 40-48 verð kr. 7495.- no11 st. 41-47 verð kr. 7995.- no12 st. 41-46 verð kr. 7995.- no21 st. 36-46 verð kr. 4995.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 KYNNINGARFYRIRLESTUR UM KRIYA YOGA Rajarshi Peter van Breukelen heldur fyrirlestur 13. ágúst kl. 19 í Yogastöðinni Heilsubót , Síðumúla 15. Fyrirlesturinn er öllum opinn og endurgjaldslaus. INNVÍGSLA OG NÁMSKEIÐ 14. - 15. ágúst verður innvígsla í Kriya Yoga og hugleiðslutæknin kennd. Námskeiðið fer fram í Yoga- stöðinni Heilsubót, Síðumúla 15. Þetta er tækifæri sem áhugafólk um Yoga og andleg fræði vill ekki missa af. Nánari upplýsingar: 691 8565 (Guðmundur), 897 9937 (Bjarni) 1.990 • 3.990 • 4.990 • 5.990 AÐEINS FJÖGUR VERÐ Í BÚÐINNI 50—70% AFSLÁTTUR NÝ SENDING AF SKOKKUM BEINT Á ÚTSÖLUNA Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11—16

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.