Fréttablaðið - 13.08.2010, Side 24

Fréttablaðið - 13.08.2010, Side 24
4 föstudagur 13. ágúst Melkorka: „Þar sem stór hluti af Ísafoldarhópnum býr erlend- is getur verið erfitt að koma fólki heim til að spila og því höfðum við hugsað þennan tónlistargjörn- ing sem eins konar fjáröflunarleið fyrir okkur. Við viljum gera þetta svolítið skemmtilegt og ætlum meðal annars að vera með súpu og drykki á boðstólnum sem hægt er að kaupa aukalega,“ segir Mel- korka og bætir við að hornleikari sveitarinnar, Ella Vala Ármanns- dóttir, muni sjá um súpugerðina. Aðspurð telur Melkorka það sjaldan hafa verið jafn mikilvægt og nú að hlúa að menningu en bætir við að það sé alls ekki erfið- ara að ná eyrum manna eftir hrun. „Gildi manna og áherslur hafa breyst, fólk leitar í áhugaverða hluti sem auðga líf þess, hluti sem ekki endilega kosta mikla pen- inga,“ segir hún. Daníel samsinn- ir þessu og svarar neitandi þegar hann er inntur eftir því hvort erf- itt sé að vera tónlistarmaður í dag. „Nei, það er ekki erfiðara að vera tónlistarmaður eftir hrun en það er erfiðara að finna styrki. Reykja- víkurborg hefur þó verið dugleg við að styðja við bakið á okkur en maður verður líka að finna nýjar leiðir til að safna fé.“ Þið þurfið þá að vera dugleg að finna ykkur verkefni? Daníel: „Maður er bæði dug- legur að finna sér verkefni og svo finna verkefnin mann líka,“ segir hann brosandi. UPPLIFUN Þar sem meðlimir Kammersveit- arinnar Ísafoldar eru búsettir víða um heim fá þau aðeins nokkra daga til að æfa sig saman fyrir fjölbreyttum verkefnum með mis- munandi listamönnum.“ SJÓNRÆN TÓNLIST Ísafold setjur upp gjörning í tengslum við artFart-sviðslista- hátíðina. Gjörningurinn sam- anstendur af lifandi tónlist og vídeóverkum sem unnin eru af myndlistarmönnunum Unu Lor- enzen, Henrik Linnet, Ingibjörgu Birgisdóttur, Söru Gunnarsdótt- ur og Anne Harild. Tónlistin sem Ísafold flytur tilheyrir svonefndri spektralstefnu sem er tileinkuð hljóðtíðnipælingum og hljóðeðl- isfræði. Ekki er um hefðbundna tónleika að ræða heldur er þetta eins konar opið hús og er sýning- argestum frjálst að koma og fara eftir hentisemi. Spektraltónlist þykir nokkuð sjónræn og þannig varð til hugmyndin að fá vídeó- listamenn til liðs við sveitina og úr varð þessi einstaki gjörningur þar sem lifandi tónlist er flutt við verk listamannanna. Melkorka: „Spektraltónlist er mjög sjónræn og margir mynd- listarmenn eru hrifnir af þessari músík og þannig kom hugmynd- in um að blanda þessu tvennu saman. Það sem er kannski óvenjulegt er að tónlistin kom fyrst, svo myndin, oftast er það öfugt. Við höfum haft mikinn áhuga á að brjóta upp þetta hefð- bundna tónleikaform og með því viljum við reyna að ná til breiðari hóps og um leið gefa fólki tæki- færi til að upplifa tónlist í öðru samhengi.“ Daníel: „Við vorum einu sinni með tónleika á Kjarvalsstöðum sem voru settir upp eins og mynd- listarsýning. Sýningargestir gengu á milli sala þar sem mismunandi tónverk voru leikin og það heppn- aðist mjög vel.“ Er þetta form framtíðin í tón- leikahaldi? Daníel: „Ég held ekki að það komi í staðinn fyrir önnur hefð- bundnari tónleikaform, þetta er frekar góð viðbót við það. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara með þessa tónlist út úr tónleika- salnum og inn í ný rými sem bjóða upp á nýja nálgun og kannski nýja hlustun.“ Eitt verkanna sem flutt verð- ur í Norðurpólnum er eftir tut- tugu og sex ára gamalt breskt tón- skáld, Ed Finnis. Hann er sérfræð- ingur í spektralstefnunni og mun halda fyrirlestur um hugmynda- fræði stefnunnar klukkan 20.00 sama kvöld. MENNING MIKILVÆG Kammersveitin Ísafold hefur komið saman á hverju ári frá stofnun og segir Melkorka það gefa meðlimum sveitarinnar tæki- færi til að koma reglulega heim og spila saman. Melkorka: „Við höfum verið með verkefni á hverju sumri frá 2003 og fyrir hrun komum við einnig saman yfir jólin.“ Daníel segir meðlimi sveitarinn- ar ávallt tilbúna til að koma heim og að hingað til hafi gengið ágæt- lega að ná öllum saman þó auð- vitað komist ekki alltaf allir. Það getur þó verið dýrt að fljúga hing- að til lands auk þess sem minna er um styrki eftir hrun og því hefur sveitin brugðið á það ráð að koma af stað styrktarsöfnun. MEÐ TÓNLISTINA Í NÝ RÝMI Setja upp gjörning Daníel Bjarnason og Melkorka Ólafsdóttir eru á meðal stofnenda Kammers legustu hljóðfæraleikurum landsins. Melkorka Ólafs- dóttir og Daníel Bjarnason eru á meðal stofnenda Kammersveitarinnar Ísafoldar, sem saman- stendur af ungum og efnilegum hljóðfæraleik- urum. Kammersveitin er á meðal þeirra sem koma fram á sviðslista- hátíðinni artFart og setur hún upp gjörning í Norðurpólnum ásamt nokkrum vídeólista- mönnum þann 18. ágúst næstkomandi. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Arnþór Birkisson K ammersveitin var stofnuð árið 2003 og er eitt af markmið- um sveitarinnar að koma samtímatón- list á framfæri við almenning. Ísa- fold gaf út sína fyrstu plötu árið 2007 sem hlaut mikið lof gagn- rýnenda og ári síðar hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Ásamt því að vera einn af stofn- endum Ísafoldar er Melkorka einn- ig flautuleikari sveitarinnar. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í tón- list frá Listaháskóla Íslands vorið 2004 og hefur síðan þá sótt tíma hjá ýmsum virtum flautuleikurum víða um heima. Nýverið hreppti hún fjórða sætið í hinni alþjóðlegu Carl Nielsen tónlistarkeppni sem þykir einstaklega góður árang- ur. Daníel er hljómsveitarstjóri og þykir eitt efnilegasta tónskáld sem komið hefur fram undanfar- in ár. Hann lauk prófi í tónsmíð- um og hljómsveitarstjórnun við Tónlistarskólann í Reykjavík vorið 2003 og stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórnun í tónlist- arskóla í Þýskalandi, þaðan sem hann útskrifaðist með hæstu ein- kunn. Aðspurð segja þau kammer- sveitina hafa byrjað sem hálfgert sumarverkefni nokkurra ungra og efnilegra tónlistarmanna. Daníel: „Við stofnuðum Ísafold árið 2003. Á þeim tíma vorum við flest að klára tónlistarnám hér á Íslandi og þetta byrjaði sem hálf- gert sumarverkefni. Okkur fannst líka vanta vettvang þar sem ungt tónlistarfólk gæti komið saman og spilað góða músík.“ Melkorka: „Fyrsta sumarið ferð- uðumst við í rútu í kringum landið og spiluðum í þorpum og bæjum, en þetta hefur þróast mikið síðan þá og nú höfum við unnið að mjög VORUM AÐ OPNA FULLA BÚÐ AF GLÆSI LEGRI HAUSTVÖRU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.