Fréttablaðið - 17.08.2010, Qupperneq 6
6 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift
*Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.07.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki
ávísun á ávöxtun í framtíð.
Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003
um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV
hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt
að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér
útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.
@Hafðu samband við
ráðgjafa okkar í
síma 460 4700 eða
kynntu þér málið
á www.iv.is
ALÞINGI Þrír þingmenn úr stjórn og
stjórnarandstöðu vilja að Svandís
Svavarsdóttir umhverfisráðherra og
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
komi á fund iðnaðarnefndar til að
ræða áform um stækkun friðlands
í Þjórsárverum.
Morgunblaðið greindi frá því í
gær að ráðherrarnir tveir beiti sér
fyrir stækkun friðlandsins í Þjórsár-
verum í samstarfi við fjármálaráð-
herra. Gangi breytingin eftir verði
ekki hægt að ráðast í Norðlingaöldu-
veitu. „Norðlingaölduveita þarfnast
þess að einungis um 2-3 ferkílómetr-
ar ógróins lands hverfi undir vatn og
verður það lón langt utan friðlands-
ins um Þjósárver,“ segir í bréfi sem
Jón Gunnarsson og Tryggvi Þór
Herbertsson, Sjálfstæðisflokki,
sendu frá sér í gær með ósk um
fund í iðnaðarnefnd. Nauðsynlegt
sé vegna efnahagshorfa í landinu að
útvega rafmagn til atvinnuuppbygg-
ingar. Norðlingakosturinn sé „einn
besti kosturinn sem er í boði út frá
umhverfissjónarmiðum“.
Í tilkynningu lýsir Sigmundur
Ernir Rúnarsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, því yfir að hann
styðji ósk Jóns og Tryggva um fund
í iðnaðarnefnd vegna málsins. -pg
Stjórnarþingmaður tekur undir með tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins:
Vilja ráðherra á fund vegna Norðlingaölduveitu
Á Gylfi Magnússon að segja af
sér sem efnahags- og viðskipta-
ráðherra?
JÁ 57,5%
NEI 42,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Vilt þú að lögregla fái heimildir
til að rannsaka einstaklinga án
þess að grunur sé um ákveðið
brot?
Segðu þína skoðun á visir.is
ALÞINGI Þrír þingmenn vilja fund í
iðnaðarnefnd vegna áforma um að
stækka friðlandið í Þjórsárverum. Þeir
segja Norðlingaölduveitu nauðsynlega
fyrir atvinnuuppbyggingu.
KIRGISISTAN, AP Alþjóðlegu mann-
réttindasamtökin Human Rights
Watch saka úkraínska hermenn
um að hafa stutt og jafnvel tekið
virkan þátt í ofbeldisaðgerðum
Kirgisa gegn minnihluta Úsbeka í
Kirgisistan í júní.
Átökin kostuðu að minnsta
kosti 370 manns lífið.
Frásögnum Úsbeka og Kirgisa
ber þó engan veginn saman. Svo
virðist sem Úsbekar hafi gerst
sekir um margvíslegt ofbeldi
fyrstu nóttina, en eftir það hafi
Kirgisar fjölmennt til átakanna
og hagað sér helmingi verr. - gb
Mannréttindasamtök ásaka:
Hermenn tóku
þátt í ofbeldinu
HERMENN Í KIRGISISTAN Átökin í júní
kostuðu 370 manns lífið. NORDICPHOTOS/AFP
MENNTUN Börn sem eru dugleg að
læra á leikskólum eru að jafnaði
með hærri laun við 27 ára aldur
en börn sem ekki sýna sömu
framþróun á leikskólanum. Þetta
kemur fram í niðurstöðum rann-
sóknar vísindamanna við Har-
vard-háskóla í Bandaríkjunum.
Þeir skoðuðu niðurstöður úr
prófum sem lögð voru fyrir leik-
skólabörn og komust að því að
börn sem bættu árangur sinn
fengu umtalsvert hærri laun við
27 ára aldur en jafnaldrar þeirra
sem ekki bættu árangur sinn.
Ástæðuna má meðal annars rekja
til þess að þau börn eru líklegri
til að mennta sig meira en önnur.
- bj
Árangur á leikskóla hefur áhrif:
Dugleg börn
fá hærri laun
Á LEIKSKÓLA Börn sem eru í smærri
deildum á leikskólanum eru líklegri til
að mennta sig en börn sem eru í stærri
hópum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi
handtók nýverið par í fjölbýlis-
húsi í bænum, grunað um dreif-
ingu fíkniefna. Maðurinn var í
óðaönn að tína innpakkaðar sölu-
einingar af maríjúana, samtals
sextíu grömm, í klósettið þegar
lögregla fór inn í íbúðina.
Þá tók lögreglan á Selfossi tvær
kannabisræktanir, aðra í Flóa-
hreppi en hina í Hveragerði í lið-
inni viku. Á síðarnefnda staðnum
fundust áhöld til neyslu fíkniefna
og merki um neyslu á hvítum
efnum. - jss
Tóku fíkniefnasala:
Setti maríjúana
í klósettiðLÖGREGLUMÁL Þriggja bíla árekst-ur varð á Vesturlandsvegi við
Lyngholt í Hvalfjarðarsveit á
sunnudagseftirmiðdag. Árekst-
urinn var eitt fjögurra umferðar-
óhappa sem voru tilkynnt til
lögreglunnar í Borgarfirði og
Dölum á sjötíu mínútna tímabili á
sunnudag.
Ökumaður eins bílsins ætlaði
að beygja af veginum og hægði
því á sér. Annar bíll ók aftan á
hann og sá þriðji þar á eftir. Slys
á fólki voru minni háttar en bíl-
arnir skemmdust töluvert mikið.
Umferð á veginum tafðist tals-
vert í kjölfar slyssins. - þeb
Nóg um að vera hjá lögreglu:
Fjórir árekstrar
á 70 mínútum
NEYTENDUR Helmingur fólks á aldr-
inum 18 til 29 ára verður var við
meira heimabrugg og smygl á
áfengi nú heldur en áður. Meira en
helmingur fólks kaupir annaðhvort
minna áfengi eða ódýrari tegund-
ir. Slíkt þýðir oft á tíðum kaup á
vörum sem eru með lægra áfeng-
isinnihald og þar af leiðandi minni
innheimta áfengisgjalda hjá ríkinu.
Kemur þetta fram í nýrri könn-
un sem gerð var á vegum Félags
atvinnurekenda í júlí þessa árs.
Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnu-
rekenda, segir að óeðlilegt megi
teljast að ný
skattastefna
ríkisstjórnar-
innar leiði af
sér stækkandi
svartan mark-
að með áfengi.
Slíkt hljóti að
teljast áhyggju-
efni í ljósi for-
varnar- og heil-
brigðisstefnu
ríkisins.
„Við vöruðum við frekari hækk-
unum á sköttum og áfengisgjöld-
um,“ segir Almar. „Við teljum ljóst
að frekari hækkanir ríkisstjórn-
arinnar leiði til aukins brasks með
vín og annað áfengi á svörtum
markaði.“ Hann segir niðurstöð-
urnar því ekki koma sér á óvart.
Samkvæmt sölutölum ÁTVR
hefur sala á áfengi dregist mikið
saman á síðustu misserum. Almar
segir tenginguna við ólöglegt brugg
og smygl á vodka greinilega í ljósi
talnanna. „Lítrasala á ókrydduðu
brennivíni og vodka dróst saman
um 24 prósent milli ára á meðan
bjór dróst saman um sjö prósent,
rauðvín um sex prósent og hvítvín
um þrjú. Hvað segir það okkur?“
Almar telur víst að tekjur ríkis-
ins af áfengissölu í ÁTVR hafi ekki
skilað sér eins og áætlað var og þó
að salan sé að minnka þetta mikið
sé ólíklegt að neyslan sé að minnka
samhliða því.
„Vissulega er ríkið að fá ein-
hverja tekjuaukningu,“ segir
Almar. „En miðað við þetta gríð-
arlega umfang hækkana í verði eru
þær ekki miklar.“
Áfengis- og tóbaksgjöld hafa
skilað 8,3 prósentum meiru til
ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuð-
um ársins á sama tíma og áfengis-
gjöld hafa tvisvar sinnum hækkað
um tíu prósent.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar kveðast 37 prósent af
fólki á aldrinum 30 til 67 ára kaupa
minna áfengi nú en áður og 28 pró-
sent af fólki á aldrinum 18 til 29
ára. Einungis 1,9 prósent segjast
kaupa áfengi í meira mæli nú en
fyrir ári. sunna@frettabladid.is
Brugg og smygl eykst
með hærri sköttum
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir skattastefnu ríkisstjórnar-
innar leiða af sér stækkandi svartan markað með áfengi. Slíkt hljóti að teljast
áhyggjuefni. Fólk verður meira vart við brugg og smygl, samkvæmt rannsókn.
ÁTVR VIÐ AUSTURSTRÆTI Rúmur helmingur fólks segist eyða minna í kaup á áfengi
nú heldur en áður. Á meðan verður fólk meira vart við heimabrugg og ólöglegt
smygl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ALMAR
GUÐMUNDSSON
KJÖRKASSINN