Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 4

Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 4
4 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Umhverfis landið DALABYGGÐ Hráefni úr héraði verður ráðandi á miklu veislukvöldi á Hótel Eddu að Laugum í Sæl- ingsdal annað kvöld. „Þar munu leiða saman hesta sína matgæðingurinn Friðrik V., kokkur hótelsins Snorri V., og hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir. Viðburð- inn kjósum við að kalla Dala-bríarí, en allt var þetta ákveðið í mesta bríaríi,“ segir í tilkynningu. Skemmt- unin hefst klukkan hálfníu og verður hægt að kaupa gómsæta rétti á meðan á tónleikum Hálfvitanna stendur. Á matseðlinum er meðal annars hvannarlamb, hvannarreykt og hvannargrafið með ostakremi, balsamico og ristuðu brauði og Erpsstaðaskyr og rjómi. Hálfvitar, hvannarreykt og grafið DJÚPIVOGUR 85 kílómetra hjólatúr frá Djúpavogi til Egilsstaða um Öxi tók þau Andrés Skúlason, oddvita Djúpavogshrepps, Bryndísi Reynisdóttur varaoddvita og Þorbjörgu Sandholt, formann brottfluttra Djúpavogsbúa, fimm klukkutíma. Þremenningarnir fóru ferðina síðastliðinn laugardag til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að fjallvegurinn um Öxi verði gerður að heilsársvegi. „Þetta var nú auðveldara en ég hélt,“ segir Bryndís og bætir við að þau hafi teymt hjólin um mesta brattann. Bryndís segir mjög mikilvægt fyrir íbúa Djúpavogs að vegurinn verði heilsársvegur, hann sé 60 kílómetrum styttri en þjóðvegurinn um Breiðdal. „Við sækjum svo mikla þjónustu til Egilsstaða, þar er flugvöllur og þar eru oft haldnir fundir enda Egilsstaðir miðsvæðis á Austurlandi. Eins og staðan er núna þá lokast vegurinn þegar fyrsti snjórinn fellur, enda ryður Vegagerðin ekki veginn.“ Vilja heilsársveg um Öxi AKUREYRI Fimm voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Hörgárdal í fyrrakvöld. Ökumennirnir voru allir erlendir. Lögreglan á Akureyri segir fátítt að svo margir séu stöðvaðir fyrir hraðakstur sama kvöldið og þá ekki síður að útlendingar gerist sekir um brotið. Ökumennirnir voru á bilinu 114 til 122 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hraðakstur í Hörgárdal TRÖLLASKAGI Menntaskólinn á Tröllaskaga verður settur í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í dag. „Þetta lítur mjög vel út, við erum með fleiri nemendur en við bjuggumst við, alls sjötíu,“ segir Lára Stefánsdóttir skólameistari. Hún segir flesta vera á framhaldsskólaaldri, marga hafa byrjað nám annars staðar en snúi nú heim og ætli að hefja nám í heimabyggð. „Hluti er svo fólk sem aldrei komst í nám.“ Menntaskólinn er á Ólafs- firði og verður í húsi sem eitt sinn hýsti gagn- fræðaskólann. „Hér hafa iðnaðarmenn unnið dag og nótt við að gera þær endurbætur sem þurfti,“ segir Lára. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á mánudag. 70 nemendur í nýjum framhaldsskóla SKAGAFJÖRÐUR Kálfa- og hrútasýning, smalahundasýning og keppni í dráttarvélaakstri er á meðal þess fjölmarga sem boðið verður upp á á landbúnaðarsýningunni og bændahá- tíðinni Sveitasælu í Skagafirði í dag. Sýningin er haldin innan- og utandyra við Reiðhöllina Svaðastaði. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, flytur ávarp við setningar- athöfnina klukkan tólf en sýningin sjálf stendur frá tíu til sex. Þá tekur við grillveisla en bændur bjóða upp á grillað lambakjöt úr Skagafirði og á meðan á henni stendur hefst kvöldvaka með skemmtiatriðum á borð við bændafitness og kappreiðar. Svo verður Papaball á Sauðár- króki fyrir þá sem ekki vilja láta gott heita að kvöldvöku lokinni. Á sunnudag verða opin bú í Skagafirði frá eitt til fjögur. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni www.svadastadir.is. Sveitasæla í Skagafirði VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 30° 29° 21° 30° 30° 23° 23° 24° 24° XX° 27° 33° 22° 30° 15° 23°Á MORGUN 10-15 m/s á annesjum annars hægari vindur. MÁNUDAGUR Strekkingur A-lands annars hægari. 12 9 6 8 7 9 8 12 12 13 6 9 10 8 9 7 9 8 12 5 7 8 8 6 7 9 10 13 8 7 8 12 KÓLNANDI Í dag verður heldur þungbúið og víða skúrir eða súld norðan og austan til. Vel viðrar til menningarnætur, bjart með köfl um en heldur svalt er kvöldar. Á morgun og hinn verður áfram vætusamt N- og A-til en léttir heldur til seinnipart mánudags. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður ÁSBYRGI Fýlum hefur fækkað mikið í Ásbyrgi, en Náttúrustofa Norðausturlands hefur talið fýla á staðnum undanfarin sumur. Fylgst hefur verið með fýlnum frá sumrinu 1993. Minna er af honum í ár en nokkru sinni fyrr. Í fyrra fjölgaði honum aðeins en fækkar nú aftur mikið. Fækkunin er rakin til ætisskorts í sjónum. Fýlum fækkar í Ásbyrgi Tölur víxluðust í töflu sem birt var með frétt um verðkönnun ASÍ á skóla- bókum í blaði gærdagsins. Verð á nýjum bókum sem merkt voru Griffli voru í raun verðin í Office 1 og öfugt. LEIÐRÉTTING ÍSRAEL, AP Ísraelsk og palestínsk stjórnvöld hafa fallist á að hefja friðarviðræður á ný í byrjun sept- ember. Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í gær. Kvartettinn svonefndi, sem er samstarfsvettvangur Evrópusam- bandsins, Sameinuðu þjóðanna, Rússlands og Bandaríkjanna í mál- efnum Mið-Austurlanda, segir í yfirlýsingu í gær að stefnt sé að því að ljúka viðræðum á einu ári. Leiðtogar Ísraels, Palestínu, Egyptalands og Jórdaníu ætla að hitta Barack Obama Bandaríkja- forseta í Washington 1. september og viðræður hefjast daginn eftir. Óbeinar viðræður Ísraela og Pal- estínumanna hafa staðið yfir und- anfarnar vikur með milligöngu Bandaríkjamanna. Himinn og haf er enn á milli þeirra, en samt er stefnt að því að ljúka viðræðunum með samkomulagi sem fæli í sér að Palestínumenn fengju sjálfstætt ríki en Ísraelar gætu búið við frið. George Mitchell, erindreki Bandaríkjanna, segir að Bandarík- in muni leggja fram tillögur sem vonast er til að hjálpi til við að brúa bilið. - gb Viðræður Ísraela og Palestínumanna hefjast á ný í byrjun september: Gefa sér eitt ár til að semja FLUGVÖLLURINN Á GASA Meðal þess sem Palestínumenn vonast til þess að fá út úr viðræðum er að alþjóðaflugvöllur þeirra verði nothæfur á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri í Illinois, segist engan glæp hafa framið, en viðurkennir þó að hafa reynt að stunda „pólitísk hrossakaup“ þegar hann bauð öldungardeild- arþingsæti Baracks Obama til kaups eftir að Obama varð for- seti. Blagojevich var í vikunni dæmdur sekur um vægasta ákæruatriðið af 24 í dóms- máli gegn honum. Þrír kvið- dómendanna tólf hafa upp- lýst að ein kona í kviðdómnum hafi staðfastlega neitað að telja Blag ojevich sekan um alvarleg- ustu ákæruatriðin, þótt hinir ellefu væru sannfærðir um sekt hans í flestum atriðum. - gb Blagojevich neitar allri sekt: Segist þó sekur um hrossakaup ROD BLAGOJEVICH Var rekinn úr emb- ætti ríkisstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skólaakstur gegn gjaldi Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur tekið þá ákvörðun að bjóða nemendum í Mosfellsbæ upp á skólaakstur í Borg- arholtsskóla gegn gjaldi á haustönn. Verður skólaaksturinn í tilraunaskyni til áramóta. MOSFELLSBÆR EFNAHAGSMÁL Skattrannsóknar- stjóri skoðar hvort krafist verði kyrrsetningar eigna í um 300 málum sem eru á borði embætt- isins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Ríkisstjórnin hyggst rýmka heimildir embættisins til að krefj- ast kyrrsetningar. Þannig myndu þær einnig ná til staðgreiðslu og virðisaukabrota. Verði frumvarp- ið samþykkt á Alþingi ná heimild- irnar einnig til þeirra mála sem rannsókn er hafin á, að sögn fjár- málaráðherra. - þeb Þrjú hundruð mál í skoðun: Kyrrsetning eigna rýmkuð AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 20.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,667 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,20 120,78 186,16 187,06 152,63 153,49 20,483 20,603 19,141 19,253 16,106 16,200 1,4073 1,4155 181,18 182,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.