Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 44
21. ágúst 2010 2
KAFFI
Tekur aðeins 7 mínútur
að hella upp á 2,2 lítra
kaffivélar
Alsjálfvirkar
HÁGÆÐA kaffivélar.
Ný sending komin.
Verð frá aðeins kr. 69.990
Kaffitréð er upprunnið í Norðaustur-Afríku og barst
þaðan til Arabíu, þar sem fyrsta kaffihús heims var
opnað í Mekka um 1511. Þjóðsagan segir
að geitahirðir hafi ristað fræin úr rauðum
berjum plöntunnar á pönnu, soðið
og marið þegar hann tók eftir því
að geitur hans voru svefnlitlar
eftir að hafa étið berin.
Botninn
200 g hveiti
50 g mjúkt smjör
1 msk. flórsykur
6 msk. kalt vatn
Blandið saman hveiti,
flórsykri og smjöri. Bætið
smátt og smátt vatni
saman við þar til hægt er
að hnoða deigið, fletja það
út og setja í eldfast mót.
Stingið göt á botninn með
gaffli. Stingið forminu í 170
gráðu heitan ofninn og
bakið þar til deigið verður
gullið.
Fylling
500 g fersk eða frosin epli
niðurskorin
1 tsk. kanill
Safi úr einni sítrónu
5 msk. sykur
5 msk. haframjöl
50 g möndluflögur
Meðan botninn bakast,
blandið saman niður-
skornum eplum, kanil,
möndluflögum og sítrónu-
safa og leyfið því að
standa smá stund.
Hitið þurra pönnu og
ristið sykur og haframjöl.
Hrærið stöðugt í á meðan
þar til sykurinn hefur
karamellast og haframjöl-
ið brúnast. Blandið þessu
við eplin.
Takið út formið, setjið
fyllinguna í og bakið í 20
mínútur til viðbótar. Bragð-
ast best heit með þeyttum
rjóma.
EPLABAKA AGNIESZKU
fitu- og sykurskert
„Viðtökurnar hafa verið ótrúlega
góðar og mun betri en við þorð-
um að vona,“ segir Agnieszka sem
opnaði kaffihúsið C is for Cookie
ásamt unnusta sínum Stanislaw
á Týsgötu í lok maí. „Við höfum
fengið mörg vinsamleg orð frá
viðskiptavinum okkar,“ segir hún
glaðlega og bætir við að flest-
ir séu þeir nágrannar þeirra í
miðbænum.
Á C is for Cookie er boðið upp á
kaffi, kökur og létta rétti í hádeg-
inu. Innt eftir því hvaða leyndar-
mál liggi að baki góðum kaffi-
bolla svarar hún: „Það er í fyrsta
lagi að vera með góða tegund og í
öðru lagi að gefa svolítið af sjálf-
um sér. Við teiknum til dæmis
alltaf í mjólkina sem gerir hvern
bolla sérstakan,“ segir Agnieszka
sem hefur talsverða reynslu í að
laga gott kaffi enda starfaði hún
hjá Tíu dropum eftir að hún flutti
til Íslands árið 2007 og einnig á
Espressobarnum á Lækjartorgi.
Helsta aðdráttarafl kaffihúss-
ins er þó án efa heimabökuðu
kökurnar hennar Agnieszku sem
hún leggur í ást, alúð og ekki
síst tíma. „En það er allt í lagi
því bakstur er mitt áhugamál og
mín ástríða,“ upplýsir hún með
ákefð.
En á hún sér uppáhaldsköku?
„Já, það er ostakakan sem við selj-
um hér,“ svarar hún en kakan er
ættuð frá heimalandinu Póllandi.
Uppskriftin að kökunni er þó
leyndarmál líkt og uppskriftin að
gulrótakökunni vinsælu sem hún
notar í ýmis óvenjuleg krydd.
Agnieszka ákvað að gefa les-
endum Fréttablaðsins uppskrift
að eplaböku sem hún segir sömu-
leiðis eiga rætur að rekja til Pól-
lands enda hafi uppskriftin fylgt
fjölskyldunni í langan tíma.
solveig@frettabladid.is
Bakstur er mín ástríða
Kökurnar á kaffihúsinu C is for Cookie á Týsgötu eru í uppáhaldi hjá mörgum enda allar heimabakaðar.
Agnieszka Sokolowska, annar eigandi staðarins, á heiðurinn af þeim og gefur hér uppskrift að eplaböku.
Agnieszka býður upp á heimabakaðar kökur í kaffihúsinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Matarást
ESPRESSÓ er grunnurinn að mörgum öðrum kaffidrykkjum,
svo sem sviss mokka, cappuccino og latte. Eitt lykilatriða bragðs-
ins er froðan, sem samanstendur af olíum, sykrum og prótínum.