Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 40
MENNING 4 Inntökupróf fyrir stráka og stelpur fædd 2000–2001(9–10 ára) fara fram laugardaginn 28. ágúst kl. 10.00. Prufutímar eru í boði fyrir sama aldur fram til 18. september Rafræn skráning er hafin á listdans.is Skólasetning framhaldsdeildar fer fram 20. ágúst kl. 15.00. Fyrsti kennsludagur samkvæmt stundartöflu í grunnskóla og fram- haldsdeild verður mánudaginn 23. ágúst Munið frístundarkortin. Skólaárið 2010–2011 Ljósmynd af vorsýningu Mynd: Valgarður Gíslason Þekking Reynsla Fagmennska Gæði Úrvalskennarar í klassískum og nútíma listdansi S íðasti vetur gekk prýði- lega í Þjóðleikhúsinu og aðsóknin var mjög góð. Leikhúsið hlaut jafnframt 32 tilnefningar til Grím- unnar í ár. „Leikárið er fjölbreytt, ögrandi og skemmtilegt og það er tilhlökkun í loftinu,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. „Á síðasta leikári, sem var afmæl- isár, lögðum við sérstaka áherslu á að skoða fortíðina og sjálfs- mynd okkar sem Íslendinga. Þessi áhersla á íslenska leikritun fékk frábærar undirtektir, en hinar fjölmörgu tilnefningar Þjóðleik- hússins til Grímunnar, 32 tals- ins, voru allar fyrir íslensk verk,“ segir Tinna og bætir við: „Áhorf- endafjöldinn hefur farið vaxandi ár frá ári upp á síðkastið og síð- asta leikár var toppár. Íslendingar láta hvorki kreppu né úrtölur fæla sig frá því að fara í leikhús og við viljum stuðla að því að leikhúsið sé sem flestum aðgengilegt, meðal annars með því að bjóða aðgangs- kort á sama verði og í fyrra og árið þar á undan. Þannig gerum við þeim fyrirhyggjusömu kleift að njóta góðrar leiklistar fyrir hóflegt verð.“ Í Þjóðleikhúsinu í vetur verður litið í auknum mæli til klassískra leikverka til að spegla umrót- ið í samtíma okkar. Boðið verður upp á tvö af mögn- uðustu verkum sígildra leikbók- mennta. Lér kon- ungur í leikstjórn hins eftirsótta leikstjóra Bene- dict Andrews fer á fjalirnar á annan í jólum. Hedda Gabler eftir Henrik Ibsen verður sýnt í febrú- ar á næsta ári og eitt áhrifamesta dramatíska verk 20. aldarinnar, Allir synir mínir, eftir Arthur Miller fer á svið næsta vor. Einn- ig verður í október frumsýndur finnskur gamanleikur, Finnski hesturinn, og í byrjun apríl verð- ur boðið upp á nýtt íslenskt leikrit á Stóra sviðinu sem nefnist Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Sím- onarson. Barnaleikritið Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju verður svo frumsýnt í lok janúar á næsta ári. Nígeríusvindlið verður sýnt í Kassanum frá 20. ágúst til 5. sept- ember. Í sýningunni beinir hópur- inn 16 elskendur augum sínum að svokölluðum Nígeríusvindlum en það hugtak er orðið velþekkt hér- lendis og vísar til ýmiss konar fjárplógsstarfsemi sem fer fram á Netinu. Fjórar leiksýningar sem nutu vinsælda á síðasta leikári halda áfram í vetur, eða Íslandsklukkan, Gerpla, Hænuungarnir og Fíasól. Einnig verður sýningin Hamskipt- in sem var sett upp í Þjóðleikhús- inu í samvinnu við Vesturport og valin sýning ársins 2008, sýnd í takmarkaðan tíma snemma í haust. Í tilefni þess að sextíu ár eru liðin frá opnun Þjóðleikhússins verður opið hús sunnudaginn 5. septem- ber. „Við opnum leikhúsið almenn- ingi og bjóðum til veislu. Á stóra sviðinu verður samsett dagskrá með söngatriðum úr ýmsum bráð- skemmtilegum barnaleikritum, á göngunum verður fjör og svo verð- ur bökuð risastór afmæliskaka,“ segir Tinna um veisluna. Tinna Gunnlaugsdóttir segir að leikárið verði fjölbreytt, ögrandi og skemmtilegt. Leikárið verður fjölbreytt, ögrandi og skemmti- legt að mati Tinnu Gunnlaugs - dóttur þjóðleik- hússtjóra. Opið hús verður 5. september. LEIKLIST FREYR BJARNASON ÞRJÚ STÓR VERK: Lér konungur William Shakespeare Hedda Gabler Henrik Ibsen Allir synir mínir Arthur Miller Arnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í Lé kon- ungi eftir William Shakespeare. SKEMMTILEGT LEIKÁR Fjölbreytt og Frumkraftar jarðar – funandi ljós nefnist sýning sem verður opnuð á Jótlandi á mánudaginn. Á dönsku heitir hún Jordens kræfter – Jordens lys. Sýningin verður sett upp í gömlu pakk- húsi sem gert hefur verið að menningarhúsi, Gøgsigs Pakhus í Sindal á Jótlandi. Þar má sjá listaverk fimm íslenskra og danskra listamanna. Þarna eru þæfðar ullarvörur Kömmu Nielsdóttur Dalsgaard og keramik eftir Ullu Holm Niel- sen og Önnu Jóhannsdóttur. Sú síðarnefnda sýnir einnig myndir og slíkt hið sama gera Gitte Lis Thomsen og Rúna Kömmudóttir Tetzschner. Á sýningunni eru náttúruöflin og ljósið í þungamiðju og unnið er með efni jarðar. Þrír lista- mannanna tengjast bæði Íslandi og Danmörku sérstaklega. Anna er fædd og uppalin á Íslandi en býr í Danmörku, Kamma er fædd og uppalin í Danmörku en býr á Íslandi og Rúna, sem er af dönskum ættum en fædd og uppalin á Íslandi, á sér nú heimili í báðum löndum. Frumkraftar jarðar Eldfjallafiðrildi Verkið Eldfjallafiðrildi eftir Rúnu Kömmudóttur Tetzschner.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.