Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 10
 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR NÁTTÚRA Ekki er hægt að fullyrða að neysluvatn í sumarbústaðalandi í landi Kárastaða við Þingvallavatn sé mengað vegna seyrulosunar í grenndinni um síðustu helgi, segir Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Suður- lands. Sýnataka í tveimur sumar- bústöðum í landi Kárastaða við Þingvallavatn leiddi í ljós að vatnið er ekki drykkjarhæft. Tekin voru sýni í kjölfar frétta sem bárust af því að Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands hefði losað seyruvökva á vatnsverndarsvæði Þingvalla eftir að hafa verið fengin til að dæla upp úr rotþróm á svæðinu. Elsa segir að til þess að komast að niðurstöðu verði áfram tekin sýni á svæðinu næstu vikur. Elsa bendir á að mjög strang- ar reglur gildi um fráveitumál og neysluvatnsmál á vatnsverndar- svæði í kringum Þingvelli. Þær hafi verið settar til að vernda líf- ríki vatnsins. Hins vegar hafi aldrei verið gerð úttekt á því hvort sum- arbústaðaeigendur við vatnið hlýði þeim reglum sem settar voru árið 2006. Neysluvatnsöflun og fráveitu- mál heyri undir hvern og einn sum- arbústaðareiganda og þau séu ekki eftirlitsskyld. „Við leggjum því áherslu á að farið verði í það þarfa verk að kanna ástand fráveitna og neysluvatnsmála á öllu verndar- svæði Þingvalla,“ segir Elsa. Ólafur Örn Haraldsson þjóð- garðsvörður tekur undir þessi sjón- armið og segir mjög brýnt að gera úttekt á þessum málum. „Við höfum ekkert heildaryfirlit um ástand rot- þróa við vatnið. Þetta er eitt af brýn- ustu verkefnum sem þjóðgarðurinn þarf að beita sér fyrir.“ Ólafur Örn segir vatns- og fráveitumál í góðu lagi í þjónustumiðstöð og á tjald- svæði enda hafi miklu verið kostað til þar. Sumarbústaðaeigendur hafi örugglega margir hverjir farið að ströngustu kröfum, en vandamálið sé að vitneskjan um stöðuna liggi ekki fyrir. Ólafur harmar mjög atvik síð- ustu helgar og telur það algjörlega óafsakanlegt. Holræsa- og stíflu- þjónustan sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem atvikið var harm- að. Fyrirtækinu var veitt áminning af Heilbrigðiseftirlitinu í kjölfarið. Gunnar V. Guðmundsson, for- maður Félags sumarbústaðaeig- enda í landi Kárastaða, telur mjög líklegt að seyrulosunin hafi valdið menguninni. „Menn hafa verið að drekka vatnið í mörg ár og aldrei neitt komið upp. En eins og stað- an er núna þá tökum við vatn með okkur eða sjóðum.“ sigridur@frettabladid.is Mengað vatn Í ljós kom eftir sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að neysluvatn í sumarbústöð- um í landi Kárastaða sé mengað. Kárastaðir ÞINGVALLAVATN Vilja úttekt á rotþróm við Þingvallavatn Brýnt er að gera úttekt á neysluvatns- og fráveitu- málum við Þingvallavatn að mati Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og þjóðgarðsvarðar. Strangar reglur voru settar 2006 en ekki er vitað hvernig þeim er fylgt. Í LANDI KÁRASTAÐA Þjóðgarðsvörður ætlar að beita sér fyrir því að gerð verði úttekt á neysluvatns- og fráveitumálum umhverfis Þingvallavatn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON REYKJAVÍK Mánaðarlegir vinnu- fundir allra borgarfulltrúa verða fastir liðir í starfsáætlun borgar stjórnar Reykjavíkur, sem samþykkti tillögu Hönnu Birnu Kristj- ánsdóttur um það í gær. Hanna Birna segir að til- gangurinn sé að bæta störf borgarstjórnar, en með fundunum sé aukið sam- starf borgarstjórnar um stefnu- mótun og brýn verkefni. Hún seg- ist telja að aukin samvinna skili mestum árangri fyrir borgarbúa. Fyrsti fundurinn verður hald- inn áður en borgarstjórn kemur saman á ný í september. - þeb Allir eiga að sitja nýja fundi: Samvinna auk- in í Reykjavík ÖRYGGISMÁL Bræðsluofn á Grund- artanga hefur verið tekinn í notk- un á ný eftir banvænt vinnuslys sem varð í verksmiðjunni þann 29. júní síðastliðinn. Vinnueftir- litið lokaði ofninum í kjölfar þess að starfsmaður sem vann þar við skörun brenndist alvarlega þegar gos varð í ofninum og eldtunga barst úr honum. Maðurinn lést í kjölfarið. Vinnueftirlitið ákvað að banna einnig vinnu við hina tvo ofna Grundartanga um tíma eftir slysið. Þegar fyrir lá að það tengdist sér- stökum aðstæðum við framleiðslu 55 prósenta kísiljárns í ofninum þar sem slysið átti sér stað, voru hinir tveir opnaðir á ný. Rannsókn á málinu stendur þó enn yfir. Elkem Ísland hefur ákveðið að hætta framleiðslu á 55 prósenta kís- iljárni. Eingöngu verður unnið með 65 prósenta kísiljárn í umræddum ofni framvegis. Áhættumat fyrir- tækisins hefur verið endurskoðað og hafa ýmsar öryggisráðstafan- ir verið gerðar, svo sem uppsetn- ing öryggismyndavéla við hvern ofn og talstöðvar í skörungsvagna. Aðgengi að öllum ofnunum hefur nú verið takmarkað. Vinnueftirlitið mun greina frá frekari niðurstöð- um rannsóknarinnar þegar þær liggja fyrir, síðar í haust. - sv JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN Bræðsluofn- inn á Grundartanga hefur verið tekinn í notkun á ný eftir banaslys í júní. Vinnueftirlitið opnar bræðsluofn á Grundartanga á ný eftir banaslys: Járnframleiðsluháttum breytt HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Bólstaðarhlíð 20 | 105 Reykjavík | S: 553 2590 | isaksskoli@isaksskoli.is Langar þig til að syngja í karlakór sem hefur mikinn metnað? Þá er hér tækifæri sem þú ættir að hugleiða. Karlakórinn Fóstbræður vill bæta við sig söngmönnum í allar raddir fyrir næsta starfsár (2010-2011) sem hefst í september nk. Þú þarft að hafa góða söngrödd, tónheyrn og vera yngri en 45 ára. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur V. Snævarr í síma 898 7050, gsnaevarr@simnet.is. Fóstbræður er ein elsta tónlistarstofnun landsins og hefur starfað óslitið í hart nær hundrað ár. Kórinn hefur frá upphafi verið metnaðarfullur í verkefnavali og sem dæmi komið reglulega fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í viðamiklum hljómsveitarverkum. Auk þess að syngja hefðbundið efni fyrir karlakóra hafa Fóstbræður stuðlað að nýsköpun með frumflutningi nýrra verka. Þá hefur kórinn slegið á létta strengi, t.d. með tónleikum og útgáfu í samstarfi við Stuðmenn og með landsfrægum söng hinna vinsælu Fjórtán Fóstbræðra á sínum tíma. Fóstbræður hafa unnið til verðlauna í erlendum söngkeppnum og síðast hlaut kórinn gullverðlaun á tónlistarhátíð Musica Sacra í Pag. Í júlí 2008 sungu Fóstbræður á sumarlistahátíð í Vilnius með hinni þekktu Christophers Chamber Orchestra og aftur á Reykholtshátíð í júlí 2009. Kórinn fer reglulega í söngferðir innanlands sem utan. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.