Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 71
7 MENNING dagskrá bíómyndum áður. Það var ákveð- in öryggistilfinning að hafa þessa reynslubolta í tökuliðinu. Þetta var mjög góður hópur.“ Stuttmyndir með Erpi Eins og áður segir sló Grímur í gegn með stuttmyndum sínum og hlaut hann meðal annars Eddu-verðlaun- in fyrir Bræðrabyltu, auk fjölda erlendra viðurkenninga. Hann er sammála því að gerð Sumarlands- ins hafi verið rökrétt framhald af stuttmyndagerðinni. „Maður er orðinn 33 ára gamall og það var jafnvel byrjað að kalla eftir því að maður tæki þetta skref,“ segir hann og bætir við að viðbrigðin séu nokkur við gerð leikinnar myndar í fullri lengd. „Þetta er aðeins flókn- ara og aðeins meira stress kannski. En ég var búinn að ganga í gegnum þennan skóla, þannig séð, að gera stuttmyndir sem hafa alltaf orðið betri og betri. Maður var ágætlega tilbúinn í þetta.“ En hvaðan kemur þessi kvik- myndaáhugi? „Ég byrjaði í leiklist þegar ég var krakki og lék í tveimur leiksýningum í Þjóðleikhúsinu. Ég byrjaði sem patti að syngja í Óliver Twist, Síðan æxlaðist þetta þannig að móðir félaga míns Erps Eyvind- arsonar keypti VHS-myndavél og við byrjuðum að gera stuttmynd- ir á hana þegar við vorum fjór- tán ára gamlir. Þá skiptumst við á að taka upp og leika. Við lékum öll hlutverkin, konur og karlmenn og allan pakkann,“ segir Grímur og hlær. „Svo var maður í mennta- skóla að gera stuttmyndir. Ég gerði Klósettmenningu með Rúnari Rún- arssyni. Þá vorum við átján ára og hún gekk rosalega vel og vann verð- laun. Maður síaðist smátt og smátt inn í þetta. Á einhverjum tíma- punkti reyndi maður að kúpla sig út úr þessu og kíkti í háskólann en svo endaði maður aftur í þessu.“ Grímur fór í kvikmyndanám til Prag í Tékklandi árið 2002 og dvaldi þar í tvö ár. Þar kviknaði áhugi hjá honum að gera leiknar kvikmyndir. „Ég hef aldrei tekið þessa ákvörðun um að verða leikstjóri. Það er eins og manni hafi bara verið ætlað að fara í þetta.“ sem sameinar óperu, djass og söngleikjatónlist. Páll Óskar stíg- ur á svið og flytur lögin sín með Sinfóníuhljómsveitinni í nóv- ember. Kvikmyndatónlist verða einnig gerð góð skil á þessu síð- asta starfsári hljómsveitarinnar í Háskólabíói eftir fimmtíu ár í húsinu. Á næsta ári verður tónleika- húsið Harpa nýtt heimili Sin- fóníunnar. „Það er ljóst að það verður gjörbylting á allri aðstöðu hljómsveitarinnar í nýju tónlist- arhúsi. Salurinn verður líka gjör- bylting fyrir tónleikagesti. Það eru afskaplega spennandi tímar framundan,“ segir Sigurður. Opnunartónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar á þessu starfs- ári verða 10. september þar sem píanóleikarinn Víkingur Heiðar stígur á svið. Í UPPÁHALDI HJÁ GRÍMI: Elephant (2003) Gus Van Sant Happiness (1998) Todd Solondz Taxi Driver (1976) Martin Scorsese The Conformist (1970) Bernardo Bertolucci Í tilefni opnunarhátíðar Menningarhúss- ins Hofs og Akureyrarvöku verða haldnir tónleikar í Hofi föstudaginn 27. ágúst kl. 19.30 og síðar um kvöldið, kl. 22.30. Fyrri tónleikarnir verða sendir út beint á Rás 2. Söngkonan Lay Low tekur þar á móti gestum og flytur norðlenska tónlist í bland við sína eigin. Flytjendur eru auk Lay Low: Kammerkórinn Ísold, Eyþór Ingi Jónsson, Kór Hrafnagilsskóla, María Gunnarsdóttir, Strengjasveit, Daníel Þor- steinsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Blás- arakvartett, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, Slagverksveit, Rokksveitin Malignant Mist og fleiri. Tónleikarnir eru þeir fyrstu sem haldn- ir eru í Menningarhúsinu Hofi. Miðaverð er 1.500 kr. en öllum 20 ára og yngri er boðið frítt á tónleikana. Nánari upplýsing- ar eru á síðunni menningarhus.is. Lay Low á opnunarhátíð Lay Low Söngkonan Lay Low kemur fram á tónleikunum í Menningarhúsinu Hofi föstudaginn 27. ágúst. Hvað getur NUTRILENK Active gert fyrir þig? Ég hef stundað lyftingar allt frá 13 ára aldri. Ég byrjaði 18 ára að stunda kraft- lyftingar og hef keppt bæði í þeim og aflraunum síðastliðin ár. Undanfarin ár hef ég fundið þegar nær dregur keppnistímabilum, æfingaálag eykst og þyngdin verður meiri þá eykst álag á liðina og verkir gera vart við sig hér og þar í líkamanum. Olnbogar og hné verða t.d. aumari en vanalega og liðirnir eiga það til að bólgna upp. Oft hef ég þurft að bíta á jaxlinn sökum verkja. Ónot í fingri var hreinlega að gera út af við mig og var ég hættur að geta beygt fingurinn. Ég var búinn að fara á milli lækna en ekkert sást né fannst. Svo heppilega vildi til að ég var beðinn um að prófa nýtt efni á íslenskum markaði, NutriLenk Active sem hefur áhrif á liðvökvann og liðkar stirða liði. Ótrúlegt en satt þá varð ég laus við verkinn á einungis á nokkrum vikum. Ég byrjaði á að hlaða upp efninu í 2 vikur þ.e. 2 hylki á dag og fór svo niður í 1 hylki á dag. Annað sem kom mér á óvart var að þrátt fyrir að vera búinn að léttast þetta mikið þá hefur mér sennilega aldrei liðið betur t.d. í olnbogum og öxlum, en þetta eru staðir sem ég bjóst við að verða jafnvel viðkvæmari á meðan ég var að léttast. Það er frábært að finna þennan liðleika og vera laus við verki en þess vegna er auðvitað mikið auðveldara að æfa af krafti fyrir mót sumarsins segir Árni Freyr Gestsson að lokum en hann stefnir á að keppa á mótum í undir 105 kg. flokki. Aðeins 1 hylki á dag losaði mig út úr verkjapakkanum! NUTRILENK Árni Freyr Gestsson aflraunamaður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA • NUTRILENK Active inniheldur vatns- meðhöndlaðan hanakamb sem inniheldur hátt hlutfall af náttúrulegum efnum svokallaðri Hýalúrónsýru sem getur hjálpað við að endurbyggja og viðhalda jafnvægi í liðum. • NUTRILENK Active eykur liðleika og lið- heilbrigði og sér til þess að liðirnir þínir séu heilbrigðir og vel smurðir, svo þú getir æft að fullum krafti án hindrana. • NUTRILENK Active auðvaldar liðunum að jafna sig eftir æfingar. NUTRILENK Active er unnið úr sérvöldum hanakömbum og inniheldur því engin fiskiprótein eða skelfisk, hvert hylki inni- heldur 28 gr. Hýalúrónsýru. Þægilegt aðeins eitt hylki á dag. Hver er munurinn á NUTRILENK Active og NUTRILENK Gold ? NUTRILENK Active er hentugt fyrir þá sem þjást af stirðleika og verkjum í liðum það hefur jákvæð áhrif á liðvökvann. NUTRILENK Gold er hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum. Gott byggingarefni fyrir liðbrjóskið. Get ég tekið inn hvorutveggja? - Já það getur unnið mjög vel saman. NUTRILENK Active er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. ---------------------------------------------- ACTIVE Skráðu þig á síðu na NUTRILENK fyrir liðina – því getur fylgt heppni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.