Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 48
6
„Sýningin heitir Fjötrar og
þetta eru hugleiðingar mínar
um umrót í íslensku samfélagi
á allra síðustu árum,“ segir Sól-
veig Hólmarsdóttir listakona.
„Ég var byrjuð á verkunum fyrir
hrun. Þegar hrunið skall á þá
horfði ég á verkin og trúði þessu
ekki. Ég var bara farin að skynja
hraðann.“
Síðustu fjögur ár hefur Sólveig
verið að vinna að mósaíkverkun-
um níu á sýningunni. Verkin voru
hálfkláruð þegar hrunið skall á.
Sólveig tekur nokkur dæmi um
verk á sýningunni: „Eitt verkið
er um Rauðhettu og úlfinn sem
er með körfu fulla af peningum.
Skykkjan er rauð eins og Rauð-
hetta og úlfsandlitið, tvíhöfði í
sömu skykkjunni. Þetta er svona
spurning, ert þú Rauðhetta eða
úlfurinn? Annað verkið heit-
ir Fylgihlutir og sýnir hjón sem
halda á vír á milli sín með bíl og
öllu því sem við þurfum að hafa
í þjóðfélaginu. Svo er karl uppi
á peningahrúgu en verkið heitir
Ofsalega er hann hár og myndar-
legur,“ upplýsir Sólveig.
Hún segir að í einu verkinu
sé maður sem dregur heiminn
á eftir sér og er með þyrnikór-
ónu á hausnum. „Þetta er byrð-
in og hann er með allar áhyggj-
ur heimsins á herðum sér. Svo er
ein að fæða hús og annar ber hús
á bakinu.“
Sólveig segir sýninguna fjalla
um fjötra efnishyggjunnar.
„Hvernig hún getur fest okkur
og veitt okkur frelsi. Hvað var
eiginlega að gerast hérna? Þetta
eru spurningar og vangavelt-
ur. Mikið er lagt í sýninguna og
verkin eru mjög stór.“
Sýningin opnar í listasal Iðu-
hússins í dag klukkan fjögur og
stendur til níunda september.
martaf@frettabladid.is
Fjötrar og frelsi
efnishyggjunnar
Sólveig Hólmarsdóttir listakona hóf gerð níu mósaíkverka nokkrum
árum fyrir hrun. Verkin eiga vel við í dag og lýsa fjötrum efnishyggj-
unnar. Sólveig opnar sýningu á verkunum í listasal Iðuhússins í dag.
Saumaverkstæðið Skraddarinn á
Lindargötu 38 verður opið milli
klukkan sjö og níu í kvöld.
Hvort saumamaskínur verða í
gangi hjá Skraddaranum á horni
Vatnsstígs og Lindargötu skal ósagt
látið en þeir Árni Gjærdbo, klæðskeri
og eigandi verkstæðisins og Kjartan
Ágúst Pálsson nemi í greininni taka
örugglega vel á móti gestum og
gangandi í kvöld.
- gun
Hjá skröddurum
GESTIR MENNINGARNÆTUR GETA LITIÐ INN Á SAUMAVERKSTÆÐIÐ SKRADDARANN
Á LINDARGÖTU Í KVÖLD.
Klæðskerinn Árni og neminn Kjartan
Ágúst verða með opið hús.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Það kom Sólveigu Hólmarsdóttur á óvart þegar kreppan skall á hversu vel listaverk
hennar lýstu ástandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hlutverkasetur slær upp
trommuhring fyrir utan
Janusbúðina á Laugavegi
25 milli 15 og 16 í dag.
Ætlunin er að vekja athygli
á Evrópuári gegn fátækt og
félagslegri einangrun.
hlutverkasetur.is
HRÓLFUR JÓNSSON heldur tvenna tónleika í
garðinum heima hjá sér á Bjarkargötu á menningar-
nótt. Tónleikarnir verða klukkan 18 og 20. Þá verður
hann með opið hús og býður upp á rabarbarasaft.
Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is
VERÐ-
SPRENGJA!
SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLU
Gleðitónar
Rósa Jóhannesdóttir,
fiðluleikari
Verð aðeins 10.900 krónur með gistingu, dagskrá og fullu fæði.
Nánari upplýsingar á www.kfum.is - Bókanir í síma 588 8899
Konur
18 - 99 ára
Gleði og hamingja í Vindáshlíð 27.-29. ágúst 2010
Hlátur
Ásta Valdimarsdóttir,
hláturambassador
Verið glöð
Sr. María Ágústsdóttir
Hamingjan er best
af öllu í sköpunarverkinu
Lára Sch. Thorsteinsson,
verkefnastjóri
Messa
Sr. Helga Soffía
Konráðsdóttir
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki