Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 104
64 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Oft kallaður Smalinn FÓTBOLTI KR-ingar hafa unnið fjóra leiki í röð í Pepsi-deild karla og eru aðeins átta stigum frá toppsætinu. Þeir eiga auk þess leik til góða á toppliðin. Baldur Sigurðsson stýrði miðju liðsins eins og herforingi í 2- 1 sigrinum á Fram á fimmtudag. Hann er fyrir vikið leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu. „Þetta var það besta sem gat komið fyrir okkur eftir tapið í bik- arúrslitunum. Ef við hefðum tapað hefðum við kannski dottið í ein- hvern leiðinda pakka þarna niðri, vonbrigði og svekkelsi. En það kom aldrei annað til greina en að rífa sig upp eftir gríðarleg vonbrigði með bikarúrslitaleikinn,“ sagði Baldur en þar tapaði KR 4-0. „Þessi sigur mun gefa okkur mikið,“ segir Baldur en KR-ingar mæta Valsmönnum á mánudaginn þar sem þeir eiga harma að hefna frá því fyrr í sumar. Á fimmtudag- inn er svo komið að leiknum gegn Fylki sem liðið á inni. „Sigur í þessum báðum leikj- um skilar okkur í mjög góða stöðu. Eftir þá eigum við leiki gegn ÍBV og Blikum, toppliðunum. En við erum ekki búnir að vinna þessa leiki en það er komin upp spenn- andi staða,“ segir Baldur. Hann segir stöðuna raunar bæði spennandi og skrýtna. „Sam- kvæmt fjölmiðlum og fólkinu úti í bæ hefur sumarið verið vonbrigði. Logi var látinn fara og við ekki að spila vel. Auðvitað á þetta rétt á sér að sumu leyti en svona er þetta bara alltaf hjá KR held ég. Kannski er fínt ef við náum að fljóta í gegn- um þetta bakdyramegin og önnur lið taka ekkert eftir okkur,“ segir miðjumaðurinn. Rúnar Kristinsson tók við KR af Loga Ólafssyni og hefur unnið alla fjóra deildarleikina til þessa. „Ég held að þetta sé öllu batteríinu að þakka. Leikmannahópurinn hefur verið samrýndur og allir þjálfarar- nir líka. Rúnar á allan heiður skil- inn fyrir sitt starf, hann kann sitt fag,“ segir Baldur sem er nokkuð sáttur spilamennsku sína í sumar. . „Ég er mest sáttur með að ég hef verið að spila nokkuð stöðugt. En þetta snýst allt um liðið, því ef vel gengur er maður ánægður. Ef maður spilar vel en liðið illa tekur maður ekkert eftir því,“ segir smalinn Baldur Sigurðsson. hjalti@frettabladid.is Bakdyramegin í baráttuna Baldur Sigurðsson er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildarinnar. KR er á góðri leið með að smeygja sér bakdyramegin í toppbaráttu eftir fjóra sigra í röð. Bald- ur segir að sumarið hafi verið skrýtið þar sem kröfurnar á KR séu miklar. SMALINN Baldur var frábær í leiknum gegn Fram á fimmtudaginn. Að gömlum sið stýrði hann miðjunni frá A til Ö. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég fékk þetta viðurnefni fyrir nokkrum árum þegar ég var að spila með Völsungi. Við höfðum unnið þriðju deildina og vorum á leiðinni á lokahóf. Strákarnir komu til mín í Húnavatnssýsl- una til að sækja mig á lokahóf- ið. Þegar þeir komu stóð ég uppi í brekku, alklæddur í smalafötin enda var ég að koma úr fjallinu. Strákarnir dóu nánast úr hlátri og eftir þetta festist Smalinn við mig. Ég hef gaman af þessu.“ FÓTBOLTI Ingi Jónsson var eftirlits- maður á vegum UEFA á leik AIK Solna frá Svíþjóð og Levski Sofia í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Eftir leikinn brutust út gríðarlegar óeirðir þar sem meðal annars var ráðist að Inga. „Það voru óeirðir á leik AIK og Rosenborg fyrir um mánuði síðan. Ég var þar og UEFA sendi mig aftur út á þennan leik til að vera augu og eyru sambandsins á svæð- inu,“ sagði Ingi við Fréttablaðið. „Eftir leikinn hljóp um fimmtíu manna hópur inn á völlinn. Þeir fóru í gegnum girðingu þar sem sjónvarpsbílarnir voru en óeirða- lögreglan henti þeim út. Svo þegar við komum út þá var bara götubar- dagi á milli lögreglumannanna og þessara vitleysinga. Þetta er ákveðinn hópur sem tengist AIK þó ekki en gefur sig út fyrir að styðja liðið,“ segir Ingi. Hann telur að um 300 manns hafi barist við um eitt hundrað lögreglumenn. „Það réðust að mér fjórir eða fimm menn og reyndu að taka af mér símann minn og myndavélina. Það tókst ekki, þeir ná engu af svona víkingum,“ sagði Ingi, léttur þrátt fyrir allt. „Við vorum í mikilli hættu. Við vorum á svæði þar sem leikmenn- irnir komu út og þar biðu rútur eftir leikmönnum. Þangað inn rigndi grjóti og öllu lauslegu. Þeir eyðilögðu nánast rútu Levski-liðs- ins, voru með blys og létu öllum illum látum,“ segir Ingi. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og ég var orðinn verulega hrædd- ur. Þetta var alvöru bardagi. Við komumst ekki út fyrr en klukkan ellefu,“ sagði Ingi. Hann segir að AIK hafi verið sektað um 15 þúsund evrur, rúmar tvær milljónir íslenskra króna, eftir leikinn gegn Rosenborg. „Þetta er miklu alvarlegra mál en það,“ sagði Ingi. - hþh Íslenskur dómaraeftirlitsmaður lenti í stórhættu: Ég var orðinn verulega hræddur LÆTI Rúta Levski-liðsins var illa leikin eftir árásina. AFP Kannast þú við eftirfarandi? • Enginn tími fyrir hreyfingu og hollan mat • Borða „ekki neitt“ en fitna samt • Niðurrif og neikvæða hugsun • Verki í baki, vöðvum eða liðum • Svefnleysi, slen og streitu • Átak án varanlegs árangurs Vilt þú fá meira út úr lífinu? Heilsulausnir eru námskeið fyrir þá sem vilja læra að lifa heilbrigðu lífi. Innifalið er: Hreyfing í notalegu umhverfi - Sjúkraþjálfari kennir rétta líkamsbeitingu - Heilsuráðlegginar læknis - Aðhald og stuðningur Vikuleg vigtun - Fræðsla um næringu – Matseðlar og innkaupalistar – Mæling á fituhlutfalli og vöðvamagni Útreikningur á grunnefnaskiptum - Þolpróf - Markmið og jákvæð hugsun. Heilbrigt líf – Heilsulausn 1 Námskeið fyrir hraust fólk sem vill tileinka sér heilbrigt líf. Hefst 30. ágúst – 4 vikur Má, mi og fö kl. 07.30 eða 17.30 Verð kr. 29.900 Verð á námsk. + árskorti kr. 5.930 pr. mán í eitt ár Betra líf – Heilsulausn 2 Námskeið fyrir þá sem glíma við mein í stoðkerfi s.s. bakverki, álagsmeiðsl, vöðvabólgur og afleiðingar slysa • Mat sjúkraþjálfara í byrjun og lok • Hreyfing undir leiðsögn sjúkraþjálfara Hefst 30. ágúst – 8 vikur Má, mi og fö kl. 8.30 eða 16.30 Verð á námsk. + árskorti kr. 8.360 pr. mán í eitt ár Léttara líf – Heilsulausn 3 Námskeið fyrir fólk sem glímir við lífsstílstengda sjúk- dóma s.s. offitu, sykursýki og/eða hjartasjúkdóma • Einstaklingsviðtal hjá lækni í upphafi og lok námskeiðs • Hópvinna samkvæmt hugrænni atferlismeðferð Hefst 30. ágúst – 12 vikur Má, mi og fö, kl. 10.00, 14.00 eða 18.30 (uppselt) Verð á námskeiði + árskorti 11.900 kr. pr. mán í eitt ár Heilsuborg - Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - Sími: 560 1010 - www.heilsuborg.is Taktu næsta skref í átt að betri heilsu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.