Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 32
32 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR K lukkan er rúm- lega sjö að morgni. Hamarshögg og vél- argnýr kveða við. Smiðirnir eru að losa sundur svefn- herbergisálmur og vélamenn og bílstjórar að fjarlægja malar púð- ana undan þeim. Aðrir að jafna úr hlössum og snurfusa svæðið. Hálftíu-kaffið er veisla eins og allar máltíðir hjá ráðskonunni virðast vera. Furðulegt að menn geti haldið línunum í lagi í jafn fantagóðu fæði. Það er flokkur frá fyrirtækinu Skútabergi á Akureyri sem sér um lokafrágang á virkjanasvæðinu við Ufsarveitu, Kelduá og Grjótá. Ótal treilerbílar, fulllestaðir tækj- um, skemmum, gámum, tönkum og skúrum að ógleymdri steypu- stöð eru farnir þaðan á síðustu vikum og mánuðum. Jafnframt eru vatns- og raflagnir grafnar upp og jarðýtum og gröfum beitt í þágu landsins. Allir aðskotahlut- ir eru fluttir burtu. Eftir standa mannvirkin sem reist voru til raf- orkuframleiðslu, stíflur og lón og vegir sem liggja að þeim, ásamt ósýnilegum jarðgöngum í kíló- metratali sem vatn flæðir um. Með Laugarfell í norðri, Haf- ursfell í norðvestri, Snæfell í suð- vestri, og Vatnajökul í suðri hófst búskapurinn við Ufsarveitu á mjóum grjótmel fyrir sléttum sex árum, um miðjan ágúst 2004. Á sama tíma og byrjað var að grafa göng fyrir vatnið úr væntanlegu lónsstæði. Þá eins og nú var unnið í kapp- hlaupi við tímann því vetur leggst snemma að í 670 metra hæð norð- an undir Vatnajökli. Mörg handtök þurfti til svo vistin yrði bærileg fyrir um 100 manna vinnuflokk, sem síðar margfaldaðist. Í því fólst meðal annars að finna vatn í jörðu sem dygði til neyslu og þvotta, í ómælt magn af steypu og til kælingar á borum. Fljótlega bættist baráttan við frostið við. Sumir sem vinna við hreinsun- ina nú voru meðal frumbyggjanna á melnum og kunna frá þessu að segja. Þeir og félagar þeirra keppast nú við að má út merki um mannvistina og skila landinu á milli fjallanna sem upprunaleg- ustu þar sem kyrrðin mun ríkja. Áfanga í virkjunarsögu lokið Hreinsun og frágangi á virkjanasvæðinu á Austurlandi er að ljúka. Nú um helgina verða síðustu verktakabúðirnar hífðar upp á bíla og keyrðar í burtu. Gunnþóra Gunnarsdóttir kíkti í heimsókn áður og fylgdist með tiltekt á fjöllum í þoku og sudda. AFMÆLISBÖRN Örnólfur Eiríksson vélamaður og Gróa Sigurbergsdóttir ráðskona eiga bæði afmæli þennan dag og Gróa ber fram svellandi tertu í kvöldkaffinu. SUNNUDAGSSTEIKIN Ívar Jónsson, Sesselja Tryggvadóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Stefán Leifsson og Hlynur Árnason hlakka til að taka til matar síns. KLÁRIR Í SLAGINN Hlynur Árnason, Aðalgeir Halldórsson, Sigmundur Sigurðsson og Guðmundur Sigurjónsson eru í niðurrifi og flutningi á vinnubúðum. VERKSTJÓRINN Ragnar Þrúðmarsson hefur í mörg horn að líta. HANDAFLIÐ VIRKJAÐ Sesselja stokkin af gröfunni til að reyna að losa kapalinn. JARÐÝTUSTJÓRINN Viggó Brynjólfsson 84 ára vinnur tólf tíma vinnudag. Hann er líka harmóníkuleikari og nýbúinn að gefa út disk. BÚÐIRNAR Svona leit þorpið út í september 2007, séð ofan af sementstanki eða úr bómu. MYND/PÁLL BENEDIKTSSON. TÆKJAKONA Sesselja Tryggvadóttir beitir lagni á gröfunni við að hreinsa ofan af rafmagnsköplum. FLUTNINGAR Einn af svefnskálunum að leggja af stað. Hlynur og Geiri fylgjast með að allt stemmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.