Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 6
6 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR SAMGÖNGUR „Þetta er auðvitað nokkuð skrýt- in staða. Fólk kemst ekki að hjólreiðaverk- stæði fyrir nýjum hjólreiðastíg,“ segir James Fletcher, eigandi hjólreiðaverkstæðisins Borgarhjóla á Hverfisgötu 50. Tímabundinn hjólreiðastígur var tekinn í notkun á Hverfisgötu í gær. Um tilraunaverk- efni á vegum Reykjavíkurborgar er að ræða til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða. James lýsir ánægju sinni með framtak yfir- valda um að efla hjólreiðamenninguna í borg- inni. Hann er hins vegar gagnrýninn á hvern- ig staðið er að framkvæmdinni. „Það var enginn fyrirvari gefinn. Þeir voru byrjaðir þegar bréfið kom inn um lúguna hjá mér.“ Hann óttast að hann verði af viðskiptum vegna þess að stígurinn hefur verið lagður fyrir framan verkstæðið. „Menn verða að átta sig á því að flestir sem koma hingað með bilað hjól koma akandi.“ James huggar sig þó við að um tilrauna- verkefni sé að ræða og hyggst koma áhyggj- um sínum á framfæri við umhverfis- og sam- göngusvið Reykjavíkur. 35 gjaldskyld bílastæði á Hverfisgötu verða helguð hjólreiðum í þessari tilraun sem stend- ur út septembermánuð. Á næsta ári er fyrir- hugað að bæta við tíu kílómetrum af hjólaleið- um í borginni og mun tilraunin á Hverfisgötu verða nýtt til upplýsingaöflunar um þá fram- kvæmd. - shá Eigandi Borgarhjóla óánægður með framkvæmd borgaryfirvalda á Hverfisgötu og óttast að missa viðskipti: Ný hjólaleið er í vegi reiðhjólaverkstæðis GRÆN HVERFISGATA Hér er vandi Borgarhjóla í hnot- skurn. Bíl lagt á hjólastíginn fyrir framan verkstæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Hvað vilt þú? Komdu á Kjaraþing og taktu þátt í að móta kröfugerð VR fyrir kjaraviðræður í haust. Kjarasamningar eru lausir í lok nóvember og vinna við kröfugerð VR stendur sem hæst. VR leggur áherslu á að allir félagsmenn hafi tækifæri til að taka þátt í að móta kröfur félagsins fyrir komandi viðræður og býður til Kjaraþings. Kjaraþingið verður haldið laugardaginn 4. september næstkomandi kl. 12:00 til 16:00 í Gullhömrum. Á þinginu verður farið yfir stöðuna í kjara- og efnahagsmálum og kröfur VR vegna komandi kjaraviðræðna ræddar. Þingið er opið öllum fullgildum félagsmönnum VR og viljum við hvetja þá sem áhuga hafa að skrá sig sem fyrst, hægt er að skrá sig á netinu eða hjá þjónustuveri VR í síma 510 1700. Leggðu þitt af mörkum fyrir sterkt og öflugt VR til framtíðar. Í dag, laugardaginn 21. ágúst verður farin gönguferð frá Hellisheiðarvirkjun til Nesjavalla- virkjunar. Gengið verður upp Sleggjubeinsskarð og upp á Vörðuskeggja sem er 805 metra hár. Þaðan verður farið niður í Kýrdal og í Nesjavalla- virkjun. Gangan tekur u.þ.b. 6 klst. og er frekar erfið, að jafnaði um brattar fjallshlíðar. Nauðsynlegur búnaður eru góðir gönguskór, góður hlífðar- fatnaður og nesti. Orkuveita Reykjavíkur leggur til ferðir frá Reykjavík í Hellisheiðarvirkjun og til baka frá Nesjavallavirkjun og er mæting í höfuðstöðvar Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 kl. 10:00. Áætlaður komu- tími til baka er kl. 18:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögu- maður er Hans Benjamínsson, kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar. Hellisheiðarvirkjun – Nesjavalla - virkjun Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar. Hefur þú gaman af kórsöng? Já 60,1% Nei 39,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að taka þátt í viðburð- um menningarnætur? Segðu þína skoðun á vísir.is LÖGREGLUMÁL Rannsóknin á morði Hannesar Helgasonar er umsvifa- meiri en lögreglan á að venj- ast. „Málið á sér dýpri rætur en gengur og gerist,“ sagði Björgvin Björgvinsson rannsóknarlögreglu- maður á blaðamannafundi í gær. Lögreglan er meðal annars að skoða tengsl Hannesar við útlönd, og sem annað dæmi um umfang rannsóknarinnar skoðaði lögregl- an upptökur öryggismyndavéla í verslun 10-11 við Staðarberg í Hafnarfirði. Skoðuð voru mynd- bönd frá laugardagskvöldinu og aðfaranótt sunnudagsins síðasta til þess að átta sig á mannaferð- um í hverfinu. „Við notumst við allar upplýsingar sem við mögu- lega getum,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rann- sóknardeildar lögreglunnar, spurður um málið. Hannes bjó með unnustu sinni í húsinu við Háaberg í Hafnarfirði þar sem honum var ráðinn bani aðfaranótt sunnudags. Lögregl- an gat ekki svarað því hvort fleiri hefðu aðsetur í húsinu að jafnaði. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum var Hannes sofandi í rúmi sínu þegar morðinginn kom inn til hans í þeim eina til- gangi að ráða hann af dögum. Dánar- stund er talin hafa verið seint á aðfara- nótt sunnudags. Enginn annar var í húsinu og bendir allt til þess að sá sem verknaðinn framdi hafi annaðhvort haft lykil að húsinu eða komið inn um ólæst- ar dyr. „Atlagan virðist hafa beinst að Hannesi einum og ekki er talið að tilviljun hafi ráðið því að farið hafi verið í hús hans og honum ráðinn bani á þennan hátt,“ segir Friðrik. Hannes hlaut fjölda stungusára og var skorinn með hnífi sem lík- lega hefur verið einhvers konar eldhúshnífur, oddhvass og beittur. Skurði var einnig að finna á hönd- um hans sem bendir til þess að hann hafi veitt mótspyrnu. Blað hnífsins er í kringum 20 senti- metra langt og tveggja sentimetra breitt. Lögregla gat ekki svar- að því hvort hnífurinn hafi verið tekinn úr eldhúsi Hannesar. Morð- vopnið er enn ófundið. Hátt í fjórða tug manna hafa verið yfirheyrðir í tengslum við morðið og hafa um fimm manns fengið réttarstöðu grunaðs manns. Lögreglan segir ekkert benda til þess að hinum almenna borgara stafi hætta af morðingjanum. sunna@frettabladid.is BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON OG FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON Lögreglan í Reykjavík hélt í gær blaðamannafund þar sem kynnt var staða rannsóknarinnar á morðinu á Hannesi Helgasyni. Málið er sagt óvenjuflókið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ELDHÚSHNÍFUR Talið er að hníf- urinn sem notaður var líkist þessum, en lögregla segir hnífsblaðið hafa verið allt að 20 sentimetra langt. Erfitt mál sem á sér óvenjudjúpar rætur Upptökur frá verslun 10-11 í Hafnarfirði voru skoðaðar af lögreglu í tengslum við morðið á Hannesi Helgasyni. Málið á sér dýpri rætur en lögreglan á að venj- ast. Hannes bjó með unnustu sinni í húsinu en var einsamall um nóttina. FÓLK Búist er við að þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Íslands- banka, sem fram fer í dag, verði svipuð og síðustu tvö ár, eða nálægt ellefu þúsund manns. Skráningarhátíð Reykjavíkur- maraþons Íslandsbanka stóð í gær- dag, milli klukkan tíu árdegis og sjö að kvöldi. Boðið var upp á margvísleg- ar uppákomur um leið og hlaupa- garpar sóttu skráningargögn, svo sem bol, númer í hlaupinu, tíma- tökuflögu og fleira. Sömuleiðis gátu þeir sem ekki höfðu forskráð sig í hlaupið skráð sig á staðnum. Í tilkynningu bank- ans kemur fram að í gærmorgun hafi tæplega 7.600 manns verið búnir að skrá sig. Að venju eru hlaupnar nokkrar vegalengdir: maraþon, 42,2 kíló- metrar; hálfmaraþon, 21,1 kíló- metri; 10 kílómetrar og þriggja kílómetra skemmtiskokk. Á vefnum hlaupastyrkur.is er hægt að heita á þá hlaupara sem hafa valið að hlaupa í þágu góðs málefnis. Opið er fyrir áheit allt til miðnættis mánudaginn 23. ágúst. - óká HANDAGANGUR Í ÖSKJUNNI Í gær var nóg að gera við skráninguna í Reykjavíkur- maraþon Íslandsbanka sem fram fer í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag: Búist við svipaðri þátttöku og síðast KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.