Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 48
 6 „Sýningin heitir Fjötrar og þetta eru hugleiðingar mínar um umrót í íslensku samfélagi á allra síðustu árum,“ segir Sól- veig Hólmarsdóttir listakona. „Ég var byrjuð á verkunum fyrir hrun. Þegar hrunið skall á þá horfði ég á verkin og trúði þessu ekki. Ég var bara farin að skynja hraðann.“ Síðustu fjögur ár hefur Sólveig verið að vinna að mósaíkverkun- um níu á sýningunni. Verkin voru hálfkláruð þegar hrunið skall á. Sólveig tekur nokkur dæmi um verk á sýningunni: „Eitt verkið er um Rauðhettu og úlfinn sem er með körfu fulla af peningum. Skykkjan er rauð eins og Rauð- hetta og úlfsandlitið, tvíhöfði í sömu skykkjunni. Þetta er svona spurning, ert þú Rauðhetta eða úlfurinn? Annað verkið heit- ir Fylgihlutir og sýnir hjón sem halda á vír á milli sín með bíl og öllu því sem við þurfum að hafa í þjóðfélaginu. Svo er karl uppi á peningahrúgu en verkið heitir Ofsalega er hann hár og myndar- legur,“ upplýsir Sólveig. Hún segir að í einu verkinu sé maður sem dregur heiminn á eftir sér og er með þyrnikór- ónu á hausnum. „Þetta er byrð- in og hann er með allar áhyggj- ur heimsins á herðum sér. Svo er ein að fæða hús og annar ber hús á bakinu.“ Sólveig segir sýninguna fjalla um fjötra efnishyggjunnar. „Hvernig hún getur fest okkur og veitt okkur frelsi. Hvað var eiginlega að gerast hérna? Þetta eru spurningar og vangavelt- ur. Mikið er lagt í sýninguna og verkin eru mjög stór.“ Sýningin opnar í listasal Iðu- hússins í dag klukkan fjögur og stendur til níunda september. martaf@frettabladid.is Fjötrar og frelsi efnishyggjunnar Sólveig Hólmarsdóttir listakona hóf gerð níu mósaíkverka nokkrum árum fyrir hrun. Verkin eiga vel við í dag og lýsa fjötrum efnishyggj- unnar. Sólveig opnar sýningu á verkunum í listasal Iðuhússins í dag. Saumaverkstæðið Skraddarinn á Lindargötu 38 verður opið milli klukkan sjö og níu í kvöld. Hvort saumamaskínur verða í gangi hjá Skraddaranum á horni Vatnsstígs og Lindargötu skal ósagt látið en þeir Árni Gjærdbo, klæðskeri og eigandi verkstæðisins og Kjartan Ágúst Pálsson nemi í greininni taka örugglega vel á móti gestum og gangandi í kvöld. - gun Hjá skröddurum GESTIR MENNINGARNÆTUR GETA LITIÐ INN Á SAUMAVERKSTÆÐIÐ SKRADDARANN Á LINDARGÖTU Í KVÖLD. Klæðskerinn Árni og neminn Kjartan Ágúst verða með opið hús. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Það kom Sólveigu Hólmarsdóttur á óvart þegar kreppan skall á hversu vel listaverk hennar lýstu ástandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hlutverkasetur slær upp trommuhring fyrir utan Janusbúðina á Laugavegi 25 milli 15 og 16 í dag. Ætlunin er að vekja athygli á Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun. hlutverkasetur.is HRÓLFUR JÓNSSON heldur tvenna tónleika í garðinum heima hjá sér á Bjarkargötu á menningar- nótt. Tónleikarnir verða klukkan 18 og 20. Þá verður hann með opið hús og býður upp á rabarbarasaft. Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is VERÐ- SPRENGJA! SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLU Gleðitónar Rósa Jóhannesdóttir, fiðluleikari Verð aðeins 10.900 krónur með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Nánari upplýsingar á www.kfum.is - Bókanir í síma 588 8899 Konur 18 - 99 ára Gleði og hamingja í Vindáshlíð 27.-29. ágúst 2010 Hlátur Ásta Valdimarsdóttir, hláturambassador Verið glöð Sr. María Ágústsdóttir Hamingjan er best af öllu í sköpunarverkinu Lára Sch. Thorsteinsson, verkefnastjóri Messa Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.