Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 40
MENNING 4
Inntökupróf fyrir stráka og stelpur
fædd 2000–2001(9–10 ára) fara
fram laugardaginn 28. ágúst
kl. 10.00.
Prufutímar eru í boði fyrir sama
aldur fram til 18. september
Rafræn skráning er hafin
á listdans.is
Skólasetning framhaldsdeildar fer
fram 20. ágúst kl. 15.00.
Fyrsti kennsludagur samkvæmt
stundartöflu í grunnskóla og fram-
haldsdeild verður mánudaginn
23. ágúst
Munið frístundarkortin.
Skólaárið 2010–2011
Ljósmynd af vorsýningu
Mynd: Valgarður Gíslason
Þekking
Reynsla
Fagmennska
Gæði
Úrvalskennarar í klassískum
og nútíma listdansi
S
íðasti vetur gekk prýði-
lega í Þjóðleikhúsinu og
aðsóknin var mjög góð.
Leikhúsið hlaut jafnframt
32 tilnefningar til Grím-
unnar í ár. „Leikárið er fjölbreytt,
ögrandi og skemmtilegt og það er
tilhlökkun í loftinu,“ segir Tinna
Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri.
„Á síðasta leikári, sem var afmæl-
isár, lögðum við sérstaka áherslu
á að skoða fortíðina og sjálfs-
mynd okkar sem Íslendinga. Þessi
áhersla á íslenska leikritun fékk
frábærar undirtektir, en hinar
fjölmörgu tilnefningar Þjóðleik-
hússins til Grímunnar, 32 tals-
ins, voru allar fyrir íslensk verk,“
segir Tinna og bætir við: „Áhorf-
endafjöldinn hefur farið vaxandi
ár frá ári upp á síðkastið og síð-
asta leikár var toppár. Íslendingar
láta hvorki kreppu né úrtölur fæla
sig frá því að fara í leikhús og við
viljum stuðla að því að leikhúsið
sé sem flestum aðgengilegt, meðal
annars með því að bjóða aðgangs-
kort á sama verði og í fyrra og
árið þar á undan. Þannig gerum
við þeim fyrirhyggjusömu kleift
að njóta góðrar leiklistar fyrir
hóflegt verð.“
Í Þjóðleikhúsinu í vetur verður
litið í auknum mæli til
klassískra leikverka
til að spegla umrót-
ið í samtíma okkar.
Boðið verður upp
á tvö af mögn-
uðustu verkum
sígildra leikbók-
mennta. Lér kon-
ungur í leikstjórn
hins eftirsótta
leikstjóra
Bene-
dict
Andrews fer á fjalirnar á annan
í jólum. Hedda Gabler eftir
Henrik Ibsen verður sýnt í febrú-
ar á næsta ári og eitt áhrifamesta
dramatíska verk 20. aldarinnar,
Allir synir mínir, eftir Arthur
Miller fer á svið næsta vor. Einn-
ig verður í október frumsýndur
finnskur gamanleikur, Finnski
hesturinn, og í byrjun apríl verð-
ur boðið upp á nýtt íslenskt leikrit
á Stóra sviðinu sem nefnist Bjart
með köflum eftir Ólaf Hauk Sím-
onarson. Barnaleikritið Ballið á
Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju
verður svo frumsýnt í lok janúar
á næsta ári.
Nígeríusvindlið verður sýnt í
Kassanum frá 20. ágúst til 5. sept-
ember. Í sýningunni beinir hópur-
inn 16 elskendur augum sínum að
svokölluðum Nígeríusvindlum en
það hugtak er orðið velþekkt hér-
lendis og vísar til ýmiss konar
fjárplógsstarfsemi sem fer fram
á Netinu.
Fjórar leiksýningar sem nutu
vinsælda á síðasta leikári halda
áfram í vetur, eða Íslandsklukkan,
Gerpla, Hænuungarnir og Fíasól.
Einnig verður sýningin Hamskipt-
in sem var sett upp í Þjóðleikhús-
inu í samvinnu við Vesturport og
valin sýning ársins 2008, sýnd
í takmarkaðan tíma snemma í
haust.
Í tilefni þess að sextíu ár eru liðin
frá opnun Þjóðleikhússins verður
opið hús sunnudaginn 5. septem-
ber. „Við opnum leikhúsið almenn-
ingi og bjóðum til veislu. Á stóra
sviðinu verður samsett dagskrá
með söngatriðum úr ýmsum bráð-
skemmtilegum barnaleikritum, á
göngunum verður fjör og svo verð-
ur bökuð risastór afmæliskaka,“
segir Tinna um veisluna.
Tinna Gunnlaugsdóttir segir að leikárið verði fjölbreytt, ögrandi og skemmtilegt.
Leikárið
verður
fjölbreytt,
ögrandi og
skemmti-
legt að
mati Tinnu
Gunnlaugs -
dóttur
þjóðleik-
hússtjóra.
Opið hús
verður 5.
september.
LEIKLIST
FREYR
BJARNASON
ÞRJÚ STÓR VERK:
Lér konungur William Shakespeare
Hedda Gabler Henrik Ibsen
Allir synir mínir Arthur Miller
Arnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í Lé kon-
ungi eftir William Shakespeare.
SKEMMTILEGT LEIKÁR
Fjölbreytt og
Frumkraftar jarðar – funandi
ljós nefnist sýning sem verður
opnuð á Jótlandi á mánudaginn.
Á dönsku heitir hún Jordens
kræfter – Jordens lys. Sýningin
verður sett upp í gömlu pakk-
húsi sem gert hefur verið að
menningarhúsi, Gøgsigs Pakhus
í Sindal á Jótlandi. Þar má sjá
listaverk fimm íslenskra og
danskra listamanna. Þarna
eru þæfðar ullarvörur Kömmu
Nielsdóttur Dalsgaard og
keramik eftir Ullu Holm Niel-
sen og Önnu Jóhannsdóttur. Sú
síðarnefnda sýnir einnig myndir
og slíkt hið sama gera Gitte Lis
Thomsen og Rúna Kömmudóttir
Tetzschner.
Á sýningunni eru náttúruöflin
og ljósið í þungamiðju og unnið
er með efni jarðar. Þrír lista-
mannanna tengjast bæði Íslandi
og Danmörku sérstaklega. Anna
er fædd og uppalin á Íslandi
en býr í Danmörku, Kamma er
fædd og uppalin í Danmörku
en býr á Íslandi og Rúna, sem
er af dönskum ættum en fædd
og uppalin á Íslandi, á sér nú
heimili í báðum löndum.
Frumkraftar jarðar
Eldfjallafiðrildi Verkið Eldfjallafiðrildi
eftir Rúnu Kömmudóttur Tetzschner.