Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 44
 21. ágúst 2010 2 KAFFI Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra kaffivélar Alsjálfvirkar HÁGÆÐA kaffivélar. Ný sending komin. Verð frá aðeins kr. 69.990 Kaffitréð er upprunnið í Norðaustur-Afríku og barst þaðan til Arabíu, þar sem fyrsta kaffihús heims var opnað í Mekka um 1511. Þjóðsagan segir að geitahirðir hafi ristað fræin úr rauðum berjum plöntunnar á pönnu, soðið og marið þegar hann tók eftir því að geitur hans voru svefnlitlar eftir að hafa étið berin. Botninn 200 g hveiti 50 g mjúkt smjör 1 msk. flórsykur 6 msk. kalt vatn Blandið saman hveiti, flórsykri og smjöri. Bætið smátt og smátt vatni saman við þar til hægt er að hnoða deigið, fletja það út og setja í eldfast mót. Stingið göt á botninn með gaffli. Stingið forminu í 170 gráðu heitan ofninn og bakið þar til deigið verður gullið. Fylling 500 g fersk eða frosin epli niðurskorin 1 tsk. kanill Safi úr einni sítrónu 5 msk. sykur 5 msk. haframjöl 50 g möndluflögur Meðan botninn bakast, blandið saman niður- skornum eplum, kanil, möndluflögum og sítrónu- safa og leyfið því að standa smá stund. Hitið þurra pönnu og ristið sykur og haframjöl. Hrærið stöðugt í á meðan þar til sykurinn hefur karamellast og haframjöl- ið brúnast. Blandið þessu við eplin. Takið út formið, setjið fyllinguna í og bakið í 20 mínútur til viðbótar. Bragð- ast best heit með þeyttum rjóma. EPLABAKA AGNIESZKU fitu- og sykurskert „Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og mun betri en við þorð- um að vona,“ segir Agnieszka sem opnaði kaffihúsið C is for Cookie ásamt unnusta sínum Stanislaw á Týsgötu í lok maí. „Við höfum fengið mörg vinsamleg orð frá viðskiptavinum okkar,“ segir hún glaðlega og bætir við að flest- ir séu þeir nágrannar þeirra í miðbænum. Á C is for Cookie er boðið upp á kaffi, kökur og létta rétti í hádeg- inu. Innt eftir því hvaða leyndar- mál liggi að baki góðum kaffi- bolla svarar hún: „Það er í fyrsta lagi að vera með góða tegund og í öðru lagi að gefa svolítið af sjálf- um sér. Við teiknum til dæmis alltaf í mjólkina sem gerir hvern bolla sérstakan,“ segir Agnieszka sem hefur talsverða reynslu í að laga gott kaffi enda starfaði hún hjá Tíu dropum eftir að hún flutti til Íslands árið 2007 og einnig á Espressobarnum á Lækjartorgi. Helsta aðdráttarafl kaffihúss- ins er þó án efa heimabökuðu kökurnar hennar Agnieszku sem hún leggur í ást, alúð og ekki síst tíma. „En það er allt í lagi því bakstur er mitt áhugamál og mín ástríða,“ upplýsir hún með ákefð. En á hún sér uppáhaldsköku? „Já, það er ostakakan sem við selj- um hér,“ svarar hún en kakan er ættuð frá heimalandinu Póllandi. Uppskriftin að kökunni er þó leyndarmál líkt og uppskriftin að gulrótakökunni vinsælu sem hún notar í ýmis óvenjuleg krydd. Agnieszka ákvað að gefa les- endum Fréttablaðsins uppskrift að eplaböku sem hún segir sömu- leiðis eiga rætur að rekja til Pól- lands enda hafi uppskriftin fylgt fjölskyldunni í langan tíma. solveig@frettabladid.is Bakstur er mín ástríða Kökurnar á kaffihúsinu C is for Cookie á Týsgötu eru í uppáhaldi hjá mörgum enda allar heimabakaðar. Agnieszka Sokolowska, annar eigandi staðarins, á heiðurinn af þeim og gefur hér uppskrift að eplaböku. Agnieszka býður upp á heimabakaðar kökur í kaffihúsinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Matarást ESPRESSÓ er grunnurinn að mörgum öðrum kaffidrykkjum, svo sem sviss mokka, cappuccino og latte. Eitt lykilatriða bragðs- ins er froðan, sem samanstendur af olíum, sykrum og prótínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.