Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 8
8 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
VIÐSKIPTI Landsbankinn skoðaði
ýmsa möguleika á því að selja
Icelandic Group að hluta eða öllu
leyti og önnur félög sem bankinn
hafði tekið yfir og sett inn í eignar-
haldsfélagið Vestia áður en ákveð-
ið var að selja þau til Framtaks-
sjóðs Íslands. Eftir því sem næst
verður komist taldist sala á fyrir-
tækjunum til annarra en verulega
fjársterkra aðila á borð við lífeyr-
issjóðina þrautin þyngri.
Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, játar að innan
bankans hafi verið í skoðun að
selja Icelandic Group og einstök
félög en verið horfið frá því. Sú
hugmynd að Framtakssjóðurinn
keypti þau hafi komið upp í sam-
ræðum hans við Finnboga Jóns-
son, framkvæmdastjóra sjóðsins.
Sextán lífeyrissjóðir mynda Fram-
takssjóðinn.
Steinþór skrifaði fyrir hönd
Landsbankans í gær undir samn-
ing um sölu á Vestia til Framtaks-
sjóðsins. Kaupverð nemur 19,5
milljörðum króna.
Með Vestia fylgja fimm fyrir-
tæki. Auk Icelandic Group eru í
Vestia Húsasmiðjan, Plastprent og
Teymi. Innan Teymis eru fjögur
fyrirtæki, þar á meðal fjarskipta-
fyrirtækið Vodafone. Nokkur félög
úr Vestia verða skilin eftir hjá
Landsbankanum. Það eru bílaum-
boðið Askja, rúmlega fjörutíu pró-
senta hlutur í danska fyrirtækinu
Cimbric Fiskekonserves, og sextán
prósenta hlutur í Stoðum (áður FL
Group). Þau félög sem ekki fylgja
með eru í söluferli.
Gert er ráð fyrir að Framtaks-
sjóðurinn greiði áttatíu prósent af
kaupverðinu að lokinni áreiðan-
leikakönnun í október. Afganginn
á að greiða að ári.
„Það er engin launung að eign-
arhald bankans á félögunum hefur
truflað rekstur þeirra. Þótt bank-
inn standi vel er hann með laskaða
ímynd,“ segir Steinþór og bætir við
að með sölunni skýrist eignarhald
fyrirtækjanna til frambúðar auk
þess sem eiginfjárstaða Lands-
bankans batnar verulega. Það komi
sér vel í þeirri óvissu sem komið
hafi upp eftir niðurstöðu Hæsta-
réttar í júní, sem dæmdi gengis-
tryggð krónulán ólögmæt, að hans
sögn. jonab@frettabladid.is
SAMNINGAR HANDSALAÐIR Finnbogi Jónsson og Steinþór Pálsson takast í hend-
ur eftir undirritun sölunnar á Vestia. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lífeyrissjóðir kaupa
eignir Landsbanka
Eignarhald Landsbankans truflaði rekstur fyrirtækja sem hann hafði tekið yfir.
Ætlunin var að selja stök fyrirtæki en fáir réðu við kaupin. Bankinn sleppir
ekki hendi af fyrirtækjunum og kaupir þrjátíu prósent í Framtakssjóðnum.
Samhliða sölu Landsbankans á Vestia til Framtakssjóðsins skuldbatt bank-
inn sig til að kaupa þrjátíu prósenta hlut í sjóðnum. Kaupverðið nemur átján
milljörðum króna og greiðist á næstu þremur árum. Framtakssjóðurinn er
svipaður öðrum fjárfestingarsjóðum að því leyti að hann er lokaður og kallar
eftir nýju hlutafé þegar hann kaupir eignir. Við sölu eigna greiðir hann þeim
jafnharðan söluandvirðið til baka sem lögðu honum til fé.
Framtakssjóðurinn var stofnaður í desember í fyrra og er eina eign hans,
að Vestia frátöldu, 32 prósenta hlutur í Icelandair Group.
Stefnt er að því að skrá fyrirtæki í eigu Framtakssjóðsins á hlutabréfa-
markað að hluta þegar rekstur þeirra er kominn á réttan kjöl og þau hæf til
að greiða hluthöfum arð, segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðs-
ins. Hann telur líklegt að af því geti orðið innan fjögurra ára.
Stefnt að skráningu í Kauphöll
VIÐSKIPTI Róbert Wessmann, fyrr-
verandi forstjóri Actavis, svarar
Björgólfi Thor Björgólfssyni full-
um hálsi í yfirlýsingu til fjölmiðla
en Björgólfur fullyrðir á heimasíðu
sinni, btb.is, að Róbert hafi verið
vikið úr starfi árið 2008. Róbert
segist hafa hætt störfum hjá Act-
avis til að snúa sér að eigin fjárfest-
ingum. Aðra ástæðu fráhvarfs hans
frá fyrirtækinu segir Róbert vera
að hann hafi ekki haft áhuga á því
að starfa frekar með Björgólfi.
Á heimasíðu sinni segir Björg ólf-
ur að við afskráningu á Actavis í
Kauphöll hafi orðið ljóst að rekstr-
aráætlanir stjórnenda stóðust
engan veginn og víðtæk gæða-
vandamál í verksmiðju félagsins í
Bandaríkjunum hafi komið upp. Við
úrlausn þessara vandamála hafi
Róbert verið vikið úr starfi.
Í yfirlýsingunni segir Róbert að
störf hans hjá Actavis verði helst
dæmd út frá því að á stuttum tíma
hafi lítið íslenskt fyrirtæki orðið
eitt af fimm stærstu í heimi á sínu
sviði. Róbert segir það reyndar
ekkert nýtt að Björgólfur fari með
fleipur og varar við efni síðunnar
sem sé vettvangur fyrir fjölmiðla-
og áróðursmeistara Björgólfs til að
hreinsa skaðað orðspor hans með
því að finna blóraböggla fyrir því
sem hefur farið miður í fjárfesting-
um hans. - shá
Róbert Wessmann segir Björgólf Thor Björgólfsson fara með ósannindi:
Lýgur til að hreinsa sjálfan sig
RÓBERT
WESSMANN
BJÖRGÓLFUR THOR
BJÖRGÓLFSSON
FRÍTT Í STRÆTÓ Á
MENNINGARNÓTT
Maður tekur strætó 21. ágúst.
Nánari upplýsingar á strætó.is
Reykjavíkurborg býður
strætó.is
Hópþjálfun
Gigtarfélags Íslands
byrjar 1. september
Skráning hefst
mánudaginn 23. ágúst
Sjúkraþjálfarar og hjúkrunar-
fræðingur sjá um þjálfun.
Fagfólk með áralanga reynslu.
Þægilegt og rólegt umhverfi
STOTT–PILATES: Góð aðferð til að styrkja og auka stöðugleika liða og
bæta líkamsstöðu. Vinsælir tímar. Byrjenda-og framhaldshópar, einnig
einstaklingstímar.
Jóga: Aðlagað einstaklingum með gigt og þeim sem þurfa að fara
varlega í þjálfu.
Alhliða leikfi mi: Tímar sem henta vel fyrir þá sem eru að hefja þjálfun
eða þurfa góða leiðsögn. Frábærir tímar fyrir gigtarfólk sem og aðra
einstaklinga með stoðkerfi sverki
Leikfi mi fyrir karlmenn: Hressileg liðkandi og styrkjandi þjálfun.
Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum
Vatnsleikfi mi: Góð alhliða þjálfun í vatni. Þyngdarleysi í vatninu gerir
það að verkum að auðveldara er að gera æfi ngar þar heldur en á
þurru landi.
Þjóðdansahópur: Kenndir verða Þjóðdansar frá ýmsum löndum svo
sem Tyrklandi, Rúmeníu, Búlgaríu, og Skotlandi. Dansarnir eru mjög
fjölbreytir og allir geta dansað þá þó þeir hafi aldrei stundað dans áður.
Langfl estir eru hópdansar eða hringdansar og því er ekki nauðsynlegt
að koma með dansfélaga.
Nánari upplýsingar undir hópþjálfun á heimasíðunni www.gigt.is
Upplýsingar og skráning á skrifstofu G.Í.
Ármúla 5, sími 5303600
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
Allt sem þú þarft…