Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 45

Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 45
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2010 3 Alíslenskt teboð verður haldið í Vatnasafninu í Stykkishólmi í dag. Þar verður boðið upp á íslenskt te úr íslenskum bollum sem steyptir hafa verið úr íslenskum leir. „Bollarnir heita Aðalblár, Birk- ir, Hrútur og Fífill eftir jurtunum sem þeir eru unnir út frá,“ útskýr- ir Sigríður Erla Guðmundsdóttir, ein fjögurra keramikhönnuða sem unnu bollana. Sigríður framleiðir jafnframt bollana úr íslenskum leir á verkstæði sínu Leir 7 sem hún stofnaði fyrir tveimur árum í Stykkishólmi. „Markmið mitt með fyrirtæk- inu er að eiga samstarf við fag- fólk sem ég get tengt mig við. Til dæmis aðra hönnuði eða mat- reiðslumenn,“ útskýrir Sigríður en hún hefur meðal annars hann- að og framleitt borðbúnað fyrir bláskel í samvinnu við bláskelja- framleiðendur og leirpott til eld- unar í samvinnu við hönnarfyrir- tækið Borðið. „Við Elísabet Haraldsdóttir, Kristín Ísleifsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir unnum hugmynda- vinnuna að bollunum í samvinnu og unnum út frá fjórum íslenskum tejurtum: aðalbláberjalyngi, birki, hrútaberjum og fíflum. Þóra Þóris- dóttir hjá Urta Islandica hefur svo sett saman sérstakt te úr þessum jurtum, Fagradalste.“ Íslenskur leir er aðalhráefni Sigríðar en hann kemur úr Ytri- Fagradal á Skarðsströnd. Sigríður vinnur ein keramikhönnuða með íslenska leirinn og hefur gegn- um tilrauna- og þróunarvinnu náð tökum á honum. Íslenski leirinn þótti í gegnum tíðina erfiður að eiga við og eftir að innflutning- ur hófst um 1960 datt notkun hans alveg niður. „Ég tók hins vegar ákvörðun um að vinna eingöngu með hann og nú gengur vel að framleiða úr honum. Þetta er þó ekki mikil fjöldafram- leiðsla svo vörurnar eru ekki í sölu á mörgum stöðum. Leirpotturinn fæst í Kokku og svo koma bollarn- ir á markað fljótlega.“ Teboðið hefst klukkan 15 í dag í Vatnasafninu. Annað teboð verður svo haldið 28. ágúst í Brúðuheim- um í Borgarnesi. heida@frettabladid.is Bollar byggðir á jurtum Leirverkstæðið Leir 7 stendur fyrir teboði í Stykkishólmi í dag þar sem kynntir verða bollar úr íslenskum leir, byggðir á íslenskum jurtum. Í bollana fer sérblandað te úr sömu jurtum frá Urta Islandica Fjórir keramikhönnuðir hafa hannað bolla út frá íslenskum tejurtum, þeir heita Aðalblár, Birkir, Hrútur og Fífill. Bollarnir eru framleiddir úr íslenskum leir af Leir 7 í Stykkishólmi. MYND/SARA JÓHANNSDÓTTIR Sigríður Erla hellir leir í mót. Með til- raunum og þróunarvinnu hefur hún náð góðum tökum á íslenska leirnum. Erna Skúladóttir steypir litla bolla í postulín þar sem munstrið gefur upp hvað í bollanum er. „Ég tók mót af kaffibaunum og grænum telaufum og steypi svo bollana í postulín. Ég vildi að útlitið á þeim gæfi innihaldið til kynna,“ segir Erna Skúladóttir en hún framleiðir bollana sjálf. Erna segir hugmyndina að boll- unum hafa kviknað eftir margra áru vinnu sem kaffibarþjónn. Hún vildi tvinna saman þá vinnu við vinnu sína með leir og postulín en Erna lauk námi í mótun í Mynd- listaskóla Reykjavíkur í vor. Hún er á leið í framhaldsnám í lista- skóla í Bergen í haust. Áður hefur Erna sent frá sér skartgripalínu úr postulíni sem hún kallar Veðramen og fæst í versluninni Aurum. Bollarnir fást hjá Kaffitári í Þjóðminjasafninu og versluninni Mótífó á Selfossi. - rat Útlitið gefur inni- haldið til kynna Munstrið á bollunum endurspeglar innihaldið. Kaffibollar eftir Ernu Skúladóttur með kaffibaunamunstri. MYND/ERNA SKÚLADÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.