Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 53
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2010 5
Það er
Hugbúnaðarþróun og rekstur
Við viljum efla hópinn
Hugbúnaðarþróun og rekstur leitar að öflugum sérfræðingum til að takast á við ögrandi framtíðarverkefni.
Hugbúnaðarþróun og rekstur er deild innan Símans sem vinnur skv. Agile aðferðafræðinni og notar Scrum
og Kanban í verkefnum sínum. Verkefni deildarinnar eru afar fjölbreytt, bæði á sviði innri og ytri starfsemi,
og tengjast grunnkerfum (símstöðvar, sjónvarpskerfi, viðskiptakerfi) eða vörum og þjónustum Símans.
800 7000 – siminn.is
UNIX-Kerfisstjóri
Starfslýsing:
Starfið felst í rekstri á ýmsum upplýsingatæknikerfum Símans.
Unnið er með fjölmörgum deildum innan Símans sem sinna
meðal annars hugbúnaðarþróun og framsetningu fyrir notendur.
Leitað er að aðila með reynslu af rekstri á svipuðum kerfum.
Hæfniskröfur:
· Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða öðrum
raungreinum eða önnur sambærileg menntun.
· Mjög góð þekking á Linux ásamt reynslu af rekstri
upplýsingatæknikerfa.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.
· Góð þekking á Internetstöðlum og þjónustum.
· Frumkvæði ásamt öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Æskileg reynsla:
· Þekking og reynsla af HP-UX, AIX, Solaris.
· Þekking af Open Source hugbúnaði, svo sem Bind, Apache
vefþjónum og Tomcat.
· Reynsla af hýsingu netþjóna í vélasölum.
· Þekking á ITIL og nýlegum stöðlum er kostur.
Samþætting kerfa
Starfslýsing:
Starfið felst m.a. í að samþætta hin ýmsu upplýsingakerfi
Símans til að auðvelda flæði upplýsinga og efla
sjálfsafgreiðslu.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tölvunar-, verk- eða kerfisfræði.
• Reynsla á sviði samþættingar upplýsingakerfa, þar sem notuð eru
ferlatól á borð við Tibco Business Works og Webmethods.
Scrum master
Starfslýsing:
Starfið felst í stýringu Scrum hópa, greiningu verkefna og
mótun vinnuferla.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun.
• Reynsla af stýringu hugbúnaðarverkefna.
Viðmótsforritun
Starfslýsing:
Starfið felst m.a. í að forrita virkni fyrir ytri og innri vefi
Símans með tengingum við vefþjónustur eða gagnagrunna.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tölvunar-, verk- eða kerfisfræði
• Reynsla af viðmótsforritun (html, CSS, Javascript, Spring), Java og
vefþjónustum.
Almennar hæfniskröfur til umsækjenda eru sjálfstæð
vinnubrögð, metnaður og hæfni til mannlegra samskipta
Hjá Símanum er lögð mikil áhersla á góðan starfsanda, velferð
starfsmanna og hvetjandi, skemmtilegt og fjölskylduvænt
starfsumhverfi. Í boði er sveigjanleiki í vinnutíma og tækifæri
til að vaxa með þjálfun og símenntun.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2010
Upplýsingar í síma 550 7764 frá kl. 14.00-16.00 alla virka daga.
Í umsókn skal koma fram lýsing á náms- og starfsferli sem og nöfn og
símanúmer meðmælenda. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar
umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Umsóknir skulu
berast á rafrænu formi í gegnum heimasíðu Símans, www.siminn.is.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
2
3
0