Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 65
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2010 7
„Það verður afslappað og skemmti-
legt hjá okkur í Kramhúsinu á Skóla-
vörðustíg í dag. Hér verða bæði
danssýningar og danskennsla fyrir
börn og fullorðna á efri hæðinni,“
segir Þórunn Ásdís Óskarsdóttir í
Kramhúsinu sem verður með opið
hús frá klukkan 14.30 til 17.30.
„Fyrst verður létt Bollywood-
danskennsla klukkan 14.45 með
Margréti Erlu Maack,“ segir Þór-
unn og lýsir dansinum nánar fyrir
fáfróðum blaðamanninum. „Þetta er
indverskur gleðidans, svolítið líkur
magadansi.“ Hún segir Bollywood-
dans njóta mikilla vinsælda en þarf
ekki helst að mæta í indverskum
sari til að falla inn í steminguna?
„Nei, nei,“ flýtir Þórunn Ásdís sér
að svara. „Stelpurnar sem dansa
hann hér reglulega eru oft í muss-
um og pilsum en í dag kemur fólk
inn af götunni til að prófa og er að
sjálfsögðu bara í sínum venjulegu
fötum,“ tekur hún fram.
Breikdanshetjan Natasha tekur
góða breikdansæfingu klukkan 15.45
og í framhaldinu sýnir kennarinn
Ragna Þyri nútímalega götudansa.
Um hálf fimm birtist á gólfinu dans-
parið Bryndís og Hany og kynna
hinn seiðandi tangó. „Svo verður
líf fjör á gólfinu í Balkandönsum
með Vesku, kennaranum okkar frá
Búlgaríu, klukkan 17,“ segir Þór-
unn Ásdís. „Þá eru allir velkomnir
á gólfið. Balkan er svona sígauna-
dansar, alls konar hringdansar sem
dansaðir eru við austur-evrópska
tónlist.“
Þetta hljómar allt vel og ekki spill-
ir að í kjallara Kramhússins verða
Leynifélagsfundir með þeim Bryn-
hildi Björnsdóttur og Kristínu Evu
Þórhallsdóttur á hálftíma fresti frá
14.30. Þær segja frá og leyfa gestum
að heyra fáheyrð íslensk barnalög
við undirleik Vignis Stefánssonar.
Stundin varir í fimmtán mínútur og
er ætluð leynifélögum á öllum aldri.
gun@frettabladid.is
Dunandi tónlist og dans
Kramhúsið mun óma af tónlist og dansi úr öllum heimshornum stafna á milli og út á strætin í kring í dag
milli klukkan hálf þrjú og hálf sex. Fólk er hvatt til að taka þátt í Bollywood- og Balkandönsum.
M
YN
D
/K
R
A
M
H
Ú
SI
Ð
Bollywood-dansinn
er ástar- og gleði-
dans sem ættaður
er frá Indlandi.
TAI CHI
fyrir byrjendur
KUNG FU fyrir allan aldur