Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 72

Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 72
MENNING 8 Á síðasta vetri í Borgar-leikhúsinu var sett nýtt met í aðsókn, áskriftar-sölu og Grímutilnefn-ingum. Gestirnir voru tæplega 220 þúsund talsins, kort- in seldust í yfir tíu þúsund eintök- um og verk leikhússins fengu 38 tilnefningar til Grímunnar, sem er meira en nokkru sinni áður í íslensku leikhúsi. Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri, segir að hvergi verði slakað á klónni í vetur. „Við vitum að það eru miklar væntingar eftir meðbyrinn á síðasta ári. Við lítum á það sem hvatningu til að halda áfram og gera enn betur. Við kappkostum að vera einlæg í list- inni og segja sögur sem okkur finnst eiga erindi og taka þannig á brýnum málum,“ segir Magnús Geir, sem er að hefja sitt þriðja ár við stjórnvölinn. „Við erum afskaplega spennt fyrir nýju leik- ári, sem verður mjög fjölbreytt. Stefnan verður í megindráttum sú sama og verið hefur en með nýju kryddi. Þetta verður blanda af verkum sem ættu að kæta og gleðja en líka verða áleitin og kraftmikil verk sem eiga brýnt erindi við samtímann.“ Tuttugu verk verða á boðstól- um. Á stóra sviðinu verður í sept- ember frumsýnt verkið Enron, eitt umtalaðasta leikrit heims síð- asta árið, og jólasýningin í ár er eitt höfuðverk leikbókmenntanna, Ofviðrið, í leikstjórn hins kunna Oskaras Korsunovas. Eftir ára- mótin kemur á svið gamanleik- urinn Nei, ráðherra! eftir Ray Cooney. Á Nýja sviðinu í október verður síðan frumsýnd ný leik- gerð af verðlaunasögu Auðar Jónsdóttur, Fólkið í kjallaranum. Ögrandi nútímaverk hafa verið áberandi á nýja sviðinu og í þeim flokki er Elsku barn, frumsýnt rétt eftir jól. Í apríl ræður Hús- móðirin, glænýr gleðileikur með Vestuportshópnum, ríkjum á nýja sviðinu. Sigurður Sigurjóns- son leikur í einleiknum Afinn á litla sviðinu sem mun einnig hýsa ruslóperuna, Strýhærða Pétur. Benedikt Erlingsson mun jafn- framt stýra Sóleyjarkvæðum eftir Jóhannes úr Kötlum eftir áramót. Sýningin Gauragangur sem heillaði leikhúsgesti í fyrra snýr aftur og Skoppa og Skrítla koma líka aftur á svið. Barnasýningin Horn á höfði heldur áfram og þá mun Gói opna heim ævintýranna með Eldfærunum. Eftir áramót hefst undirbúningur fyrir einn vinsælasta fjölskyldusöngleik allra tíma, Galdrakarlinn í Oz, en þá býður Borgarleikhúsið hæfi- leikaríkum börnum í áheyrnar- prufur. Sýningarnar Jesús litli, Fjölskyldan og Harry og Heimir halda einnig áfram í takmarkað- an tíma. TUTTUGU FJÖLBREYTT VERK Á BOÐSTÓLUM Mikil aðsókn var í Borgarleikhúsið síðasta vetur. Magnús Geir Þórðarson leikhús- stjóri vill nýta sér meðbyrinn og gera enn betur í ár. Tvær bækur eftir franska spennu- sagnahöfundinn Fred Vargas eru komnar út í kilju hjá Bjarti og ein til viðbótar er væntanleg. Bækurn- ar sem eru komnar út heita Var- úlfurinn og Kallarinn. Sú sem er væntanleg nefnist Þríforkurinn. Fred Vargas er dulnefni franska sagn- og fornleifafræðingsins Fréderique Audoin-Rouzeau sem fæddist í París árið 1957. Hún hefur þrívegis hlotið glæpasagna- verðlaunin Gullna rýtinginn á undanförnum árum og er Vargas fyrsti rithöfundurinn sem hlýtur þau fyrir þrjár bækur í röð, eða árin 2006, 2008 og 2009. Vargas starfaði sem mikils met- inn vísindamaður í Frakklandi og rannsakaði meðal annars hættu- legar farsóttir á borð við svarta dauða, áður en hún ákvað að reyna fyrir sér sem rithöfundur. Bækur hennar gerast í París og snúast um lögreglufulltrúann Adamsberg og aðstoðarmenn hans. Áhugi Vargas á miðöldum endurspeglast í mörg- um skáldsögum hennar, sérstak- lega í gegnum persónuna Marc Vandoosler, sem er ungur sérfræð- ingur í þessu tímabili mannkyns- sögunnar. Þrír Gullnir rýtingar Öflugur leikhópur Borgarleikhússins mun skemmta áhorfendum í vetur. Magnús Geir Þórðarson segir að nýja leikárið verði bæði fjölbreytt og skemmtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞRJÚ STÓR VERK: Ofviðrið - William Shakespeare Enron - Lucy Prebble Nei, ráðherra - Ray Cooney Tvær bækur eftir franska spennusagna- höfundinn Fred Vargas eru komnar út í kilju. Tónlistarhátíðin Berjadagar hófst á Ólafsfirði í gær og lýkur á morgun, sunnudag. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er hald- in. Á Berjadögum verða þrennir tónleikar og einnig verður sung- ið og leikið á sauðagarnir, hald- in sögustund og myndlistarnám- skeið verða í boði fyrir börn. Forn hljóðfæri og handrit verða sýnd að ógleymdu markaðstorgi Berjadaga. Gestir geta fleygt sér í berja- mó, bragðað á berjaafurðum, hlýtt á söguna um Ásu sem týnd- ist í eldgosinu, skoðað myndir barnanna í Fjallabyggð og þess á milli leyft tónlist að endurnæra andann og sálina. Listamenn Berjadaga 2010 verða Herdís Egilsdóttir, kennari og listakona, Guðný Einarsdóttir organisti, Frederique Friess sópr- ansöngkona, Ólöf Sigursveinsdótt- ir sellóleikari, Hrönn Þráinsdótt- ir píanóleikari, Sönghópurinn Kordía, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari og Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari og listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um hátíð- ina má finna á síðunni Fjalla- byggd.is/berjadagar. Berjadagar hafnir Barokksveit Barokksveit Berjadaga undirbýr sig fyrir tónleika á hátíðinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.