Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 97
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2010
Jennifer Aniston var gestur í
sjónvarpsþættinum Regis &
Kelly í vikunni til að kynna nýja
kvikmynd sína, The Switch. Í við-
talinu varð leikkonunni á þegar
hún sagðist hafa gaman af því
að klæða sig í ýmis gervi eins og
misþroska einstaklingur.
Annar þáttastjórnandinn
spurði Aniston út í myndaþátt
þar sem leikkonan var klædd
í anda söngkonunnar Barbara
Streisand og var leikkonan helst
til of fljót að svara: „Já, ég hef
gaman af því að klæða mig í ýmis
gervi. Ég hef lifibrauð mitt af
því, eins og misþroska einstakl-
ingur.“ Leikkonan hefur sætt
mikilli gagnrýni fyrir orð sín og
hafa ýmis hagsmunasamtök kraf-
ist opinberrar afsökunarbeiðni
frá Aniston.
Illa valin orð
ÓHEPPILEGT ORÐLAG Leikkonan Jennifer
Aniston særði marga með óheppilegu
orðavali sínu. NORDICPHOTOS/GETTY
Rokkekkjan Courtney Love hefur
beðið dóttur sína og rokkarans
sáluga, Kurts Cobain, um að snúa
aftur heim til mömmu. Love var
í fyrra bannað að eiga samskipti
við Frances Bean Cobain eftir að
sú síðarnefnda krafðist nálgunar-
banns á móður sína.
Frances Bean varð átján ára á
miðvikudag og því gildir nálgun-
arbannið ekki lengur. Love vonast
til að dóttir hennar nái áttum og
snúi aftur heim til hennar í New
York. „Komdu heim. Það tók eitt
ár en núna á ég flottasta húsið
í The Village á fjórum hæðum.
Vonandi nærðu áttum og kemur
heim,“ skrifaði Love á Twitter-
síðu sína. „Til hamingju með átján
ára afmælið. Þetta var erfiður
dagur fyrir mig. Ég sakna þín.“
Love bað Frances Bean einnig
afsökunar á að hafa ekki vernd-
að sjóð sem faðir hennar arfleiddi
hana að. Love hefur verið sökuð
um að hafa
tekið peninga
úr sjóðnum
en hún segir
að ónefnd-
ir aðilar
hafi stolið
honum.
Vill fá dóttur
sína heim
MÆÐGUR
Courtney
Love og
dóttir
hennar
Frances
Bean Cobain
meðan allt lék
í lyndi.
MENNINGARVAKA
Á INGÓLFSTORGI Í KVÖLD KL. 20:00
Bylgjan, Chevrolet og Hljóðx kynna flottustu tónleika ársins
PRÓFESSORINN &
MEMFISMAFÍAN
KK
HJALTALÍN
MANNAKORN &
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR
HJÁLMAR
Fram koma
Góða skemmtun!
Menningarnótt
Bókabúð Máls og menningarLeikandi laugardagur í
15:45
SODZIUS KÓRINN FRÁ LETTLANDI
16:00
POLLAPÖNK
16:30
UNTAK KÓRINN FRÁ NOREGI
17:00
FUNKANANSIE
17:30
MOSES HIGHTOWER
18:00
HAUKUR GRÖNDAL OG HLJÓMSVEIT
19:00
FABÚLA
20:00
JÓHANN KRISTINSSON OG HLJÓMSVEIT
21:00
EMIL HJÖRVAR PETERSEN LES UPP
ÚR BÓK SINNI SAGA EFTIRLIFENDA
22:00
BEATUR OG ÞRJÁR RADDIR
Ása Margrét Ásgrímsdóttir höfundur bókarinnar
Matsveppir í náttúru Íslands eldar dásamlega
sveppasúpu. Komdu og smakkaðu milli kl. 16 og 18.