Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 110

Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 110
70 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GOTT Á GRILLIÐ LÁRÉTT 2. héldu brott, 6. tveir eins, 8. prjónavarningur, 9. svipuð, 11. þys, 12. ríki í Evrópu, 14. þíða, 16. tímabil, 17. hár, 18. hækkar, 20. tvíhljóði, 21. tísku. LÓÐRÉTT 1. samtals, 3. fæddi, 4. upplifun, 5. suss, 7. bergtegund, 10. þukl, 13. tala, 15. bor, 16. tíma- bils, 19. sjó. LAUSN LÁRÉTT: 2. fóru, 6. ll, 8. les, 9. lík, 11. ys, 12. spánn, 14. afísa, 16. ár, 17. ull, 18. rís, 20. au, 21. stæl. LÓÐRÉTT: 1. alls, 3. ól, 4. reynsla, 5. uss, 7. líparít, 10. káf, 13. níu, 15. alur, 16. árs, 19. sæ. „Nú erum við bara á fullu að æfa nýju lögin og und- irbúa okkur,“ segir Alma Guðmundsdóttir sem myndar stúlknasveitina The Charlies ásamt Klöru Elíasdóttur og Steinunni Kamillu. Stúlkurnar þrjár voru valdar af útgáfufyrirtæki sínu, Hollywood Records, til að taka þátt í miklu kynningarkvöldi fyrir nýja listamenn þar sem mættir verða allir helstu stórlaxarnir í bransanum ásamt auglýsend- um. Viðburðurinn nefnist LA Roadshow, og er eftir því sótt að koma þar fram af upprennandi tónlista- mönnum. „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir okkur til að sýna hvað við getum,“ segir Alma og bætir við að þær séu líka mjög stoltar yfir að hafa verið vald- ar af plötufyrirtæki sínu til að koma fram en hvert útgáfufyrirtæki fær aðeins að senda einn fulltrúa. „Við verðum með 20 mínútna prógramm með öllum nýjustu lögunum okkar eða þeim sem við erum búnar að vera að æfa hér síðan við komum út. Svo ætlum við að gera órafmagnaða útgáfu af lagi sem ég samdi með strákunum í Stop Wait Go og heitir Game Over,“ segir Alma en það lag söng sveitin einmitt þegar þær fengu samningin við Hollywood Records. LA Roadshow fer fram þann 13. september næst- komandi og er kvöldið eins konar kynning á því sem væntanlegt er innan skemmtanabransans á næstu tveimur árum. Útsendarar frá fyrirtækjum á borð við Universal Studios, Paramount, Sony Pictures, 20th Century Fox, Walt Disney og Play Station svo fátt eitt sé nefnt. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu voru stúlkurnar að landa breiðskífu- samningi hjá Hollywood Records og verður for- vitnilegt að sjá hvernig bransinn í Hollywood tekur íslensku stúlkunum í The Charlies. - áp The Charlies syngja fyrir útvalda KOMA FRAM Í FYRSTA SINN Stúlkurnar í The Charlies hafa nóg að gera í Hollywood og koma í fyrsta sinn fram 13. september. „Það hvílir mikil leynd yfir hlut- verkinu en ég get sagt að ég verð ekki Steindi heldur önnur per- sóna,“ segir Steindi jr., grínistinn góðkunni. Steindi sló eftirminni- lega í gegn á síðasta vetri í þátt- unum Steindinn okkar en frægð- arsólin virðist hvergi nærri hætt að rísa. Því nú hefur Steindi land- að hlutverki í kvikmyndinni Okkar eigin Osló sem leikstýrt er af Reyni Lyngdal eftir handriti Þor- steins Guðmundssonar. Steindi segist vera ákaflega spenntur fyrir þessum nýja starfs- vettvangi en meðal mótleikara hans eru áðurnefndur Þorsteinn, Brynhildur Guðjónsdótt- ir, Hilmir Snær Guðnason og Laddi. Tökur hefjast á þriðjudaginn í næstu viku á Þingvöllum en svo heldur tökuliðið til Oslóar í lok sept- ember. Mynd- in er kolsvört gamanmynd um fjölskyldu sem er ekki stödd á sínum besta stað í lífinu. Steindi sjá lfur er ákaflega upptekinn um þessar mundir því hópurinn á bak við Steindann okkar situr nú við skriftir fyrir aðra þáttaröðina. Þeir fengu góðan liðsstyrk fyrr á þessu ári þegar Magnús Leifs- son varð þriðji maðurinn í hópn- um. „Við byrjuðum í síðustu viku og ég hlakka alveg rosalega til. Okkur gengur vel og erum strax komnir með mikið af efni,“ útskýrir Steindi en tökur á þættinum eiga að hefjast í október. Steindi segir ekki koma til greina að breyta verklaginu í kringum þætt- ina þótt hann og Ágúst Bent geri þá nánast bara tveir einir. „Nei, við treystum engum öðrum fyrir þessu.“ - fgg Steindi jr. í sinni fyrstu kvikmynd „Mér finnst gott að grilla grillpinna með kjúklingabitum, papriku, lauk og tómötum og svo vitanlega humar og skötusel. Allt þetta þarf svo að vera mak- að upp úr góðri BBQ-sósu.“ Jónas Sigurðsson tónlistarmaður FYRSTA KVIKMYNDAHLUT- VERKIÐ Steindi jr. er kominn með hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd eftir handriti Þorsteins Guð- mundsson- ar. Reynir Lyngdal leik- stýrir. „Auðvitað hefur þetta heilmikið að segja fyrir okkur enda við í sjálf- stæða geiranum en Karlar sem hata konur ógnarstór „metsölu- mynd“,“ segir Eva María Dani- els, framleiðandi í Bandaríkjun- um, en leikkonan Rooney Mara fer með hlutverk í mynd henn- ar Goats. Mara datt í lukkupott- inn þegar hún landaði einu bita- stæðasta kvenhlutverki seinni tíma, sjálfri Lisbeth Salander úr bókum Stiegs Larsson sem farið hafa sigurför um heiminn. Talið er að Mara verði heimsfræg þegar Karlar sem hata konur í leikstjórn Davids Fincher verður frumsýnd á næsta ári. „Hún er búin að skrifa undir samning við okkur og ég hef ekk- ert heyrt um að það breytist … enn sem komið er,“ segir Eva María en bætir þó við að hún sé varkár því hlutirnir geti breyst hratt í Holly- wood. Hún vonar að Rooney Mara standi við sinn hluta samningsins þó að tökur á myndunum tveim byrji í sama mánuði. „Við förum í tökur í október eins og Karlar sem hata konur en það þarf ekki endi- lega að vera vandamál því Mara er bara í tvær vikur hjá okkur,“ segir Eva María. Hún viðurkennir að frægð Mara í kringum Salander- hlutverkið hjálpi myndinni sinni. „Ég hef aldrei hitt Mara en hún hefur verið að fikra sig upp met- orðastigann í Hollywood á síðustu árum og er núna að verða stór.“ Áætlað er að Goats verði frum- sýnd á næsta ári og samhliða Roon- ey Mara fara leikararnir Jason Schwartzman og Kevin Kline með stór hlutverk í myndinni. „Við vorum komin með David Duchovny og Robin Wright á blað en það gekk því miður ekki eftir. Þá ákvað ég að vera varkár í að koma með yfirlýsingar og ekki treysta neinu fyrr en myndin væri komin á hvíta tjaldið,“ segir Eva María en til gamans má geta að Robin Wright fer einmitt með hlutverk ritstjórans Eriku Berger í Karlar sem hata konur. Eva María er með margt í bígerð og er þessa dagana í samstarfi við framleiðandann Michael Lond- on, sem hefur gert kvikmyndir á borð við Sideways, Milk og Smart People. „Ég er að þróa hugmynd að bíómynd frá upphafi í fyrsta sinn og það var frábært að fá London til liðs við sig enda er ég enn þá lítill fiskur í stórum sjó.“ alfrun@frettabladid.is EVA MARÍA DANÍELS: GERIR MIKIÐ FYRIR MÍNA MYND Lisbeth Salander í kvik- mynd Evu Maríu Daniels Lítið hefur heyrst til Stefáns Karls Stefánssonar eftir að hann klæddi sig úr búningi Trölla og hætti að hræða líftóruna úr amer- ískum börnum í Los Angeles. Stef- án situr þó ekki auðum höndum því hann landaði nýlega gestahlutverki í gamanþátt- unum Jackson VP sem sýndir eru á Nickeldon-sjónvarpsstöðinni. Hægt er að sjá myndir frá upptökunum á svæði Stefáns hjá imdb.com en þátturinn var sýndur í lok maí. Tökum á Djúpi Baltasars Kormáks í Vestmannaeyjum lýkur um helg- ina. Eyjaskeggjar hafa fylgst grannt með gangi mála en kvikmyndin er innblásin af ótrúlegu björgun- arafreki Guðlaugs Friðþórssonar. Guðlaugar var ekki par hrifinn af kvikmyndagerðinni eins og fram kom í Fréttablaðinu og óttaðist kvikmyndagerðar- fólkið að allar dyr myndu lokast úti í Eyjum. En það var öðru nær því Eyjamenn hafa, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins, sýnt borgarbörn- unum ótrúlega gestrisni. Gestir Sporthússins ráku upp stór augu þegar þeir urðu vitni að því þegar einn frægasti knattspyrnu- maður landsins, Eiður Smári Guðjohnsen, fékk brjálæðiskast í skvasssalnum. Hann mun hafa barið spaðanum ítrekað í veggina eða þar til spaðinn brotnaði í spað. Forsaga málins ku hins vegar vera sú að Eiður Smári var að keppa við góðvin sinn Auðun Blöndal sem vann leikinn og braust þá keppnisskap fótboltamannsins út með fyrrgreind- um hætti. - fgg, áp FRÉTTIR AF FÓLKI RÍSANDI STJARNA Leikkonan Rooney Mara sem landaði hlutverki Lisbeth Salander fer einnig með hlutverk í mynd Evu Maríu Daniels, Goats. Ef allt gengur upp mun nærvera Mara hafa mikil áhrif enda reiknað með því að Karlar sem hata konur verði sannkölluð metsölumynd. NORDIC PHOTOS/GETTY Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Menningarnótt í IÐU Af því tilefni bjóðum afslátt af eldri diskum Ellenar nú um helgina. tilboð 1.495,- pr. st. fullt verð 1.995,- kl 21.00 Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Opið í Borgarnesi alla daga frá 10:00 til 22:00 L E I K S Ý N I N G á sunnudaginn kl 14:00
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.