Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 12
12 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR Fjölbreytt úrval af rafskutlum Bjóðum upp á margar gerðir af rafskutlum. Hafðu samband og við Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Kirkjuráð biður fórnar- lömb fyrirgefningar fyr- ir hönd þjóðkirkjunnar. Beinir til kirkjuþings að stofna rannsóknarnefnd til að skoða starfshætti og viðbrögð kirkjunnar í kjölfar ásakana á hend- ur Ólafi Skúlasyni. Kirkjuráð ákvað á fundi sínum í gær að beina því til forsætisnefndar kirkjuþings að undirbúa tillögur að rannsóknarnefnd til þess að rann- saka alla starfshætti og viðbrögð kirkjunnar vegna ásakana á hend- ur Ólafi Skúlasyni biskupi um kyn- ferðisbrot. Tillögurnar verða lagð- ar fyrir kirkjuþing 13. nóvember. Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, segir starfsfólk innan nefndarinn- ar algjörlega óháð öllum stofnunum kirkjunnar og ráðuneytum ríkisins. „Tillögur um einstaklinga og starfs- reglur um verksvið og valdheimild- ir nefndarinnar verða lagðar fyrir þingið í nóvember og mun það taka þessa ákvörðun,“ segir Pétur. Hann segir stefnt að því að niðurstöðum verði skilað ekki síðar en á kirkju- þingi að ári, helst fyrr. Það færi þó eftir umfangi starfs nefndarinn- ar. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu fjölmenn rannsóknarnefnd- in verður. Karl Sigurbjörnsson biskup átti fund með Geir Waage í gærmorgun og segir í yfirlýsingu frá biskupi að Geir muni hér eftir sem hingað til hlýða þeirri tilkynningaskyldu og samsvarandi ákvæðum sem kveð- ið er á um í siðareglum þjóðkirkj- unnar. Biskup áréttar í tilkynning- unni að allir prestar og starfsmenn kirkjunnar séu skuldbundnir þeim reglum. Fundurinn átti sér stað vegna ummæla Geirs í Morgun- blaðinu um að þagnarskylda presta væri alger. Kirkjuráð fundaði síðar í gær og sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem Sigrún Pálína Ingvars- dóttir og Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir eru beðnar fyrirgefningar fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Ráðið kveðst harma þjáningu og sársauka sem þær og aðrir þolendur kynferðis- brota hafi liðið og segir frásögnum þeirra trúað. Kirkjuráð ítrekar í til- kynningunni að kynferðisbrot séu ekki liðin innan kirkjunnar. Karl Sigurbjörnsson biskup vildi ekki tjá sig um málið við Frétta- blaðið. Biðst fyrirgefningar og leggur til nefnd Ólafur Skúlason biskup fór fram á að hefja skyldi opinbera rannsókn af hálfu ríkissaksóknara á máli þeirra kvenna sem ásökuðu hann um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar. Hallvarður Einvarðsson, þáverandi ríkissaksóknari, ákvað að taka mál biskups fyrir á grundvelli greinargerðar og annarra fylgiskjala sem biskup hafði sent ríkissaksókn- ara. Biskup ritaði ríkissaksóknara erindi 11. mars 1996 og bar þar fram kröfu um opinbera rannsókn á hendur kon- unum á grundvelli rangs sakarburðar og ærumeiðandi aðdróttana í sinn garð. Greinargerðin virðist hafa verið í ítarlegu máli ásamt fylgiskjölum. Biskup hafði áður farið fram á opinbera rannsókn í málinu, í febrúar 1996, en taldi embættið þá ekki tilefni til þess. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein þeirra þriggja kvenna sem ákærð var af biskupi, segir að hún hafi verið bæði útkeyrð og hrædd í kjölfar kærunnar. Hún var boðuð í yfir- heyrslu til ríkissaksóknara 21. mars 1996, klukkan tíu. Sigrún var yfirheyrð sem sakborn- ingur af Arnari Jenssyni rannsóknar- lögreglumanni sem hún segir hafa komið vel fram. „Ég varð samt svo hrædd í yfir- heyrslunni að það þurfti margsinnis að taka hlé. Ég grét svo mikið,“ segir Sigrún Pálína. Hún var yfirheyrð í sex klukkustundir. Ríkissaksóknari mæltist svo til þess við biskup að hann léti málið niður falla í kjölfar yfirheyrslna á konunum þremur. Ólafur lét falla frá kærunni 20. maí 1996. Ríkissaksóknari sendi frá sér yfirlýsingu 22. maí sem í stóð: „Með bréfi biskups, dagsettu þann 20. [maí], greindi biskup ríkissaksóknara frá því, að hann hefði ákveðið að draga til baka þá kröfu, sem hann bar fram 11. mars s.l., og bar jafnframt fram þá ósk, að ekki yrði frekar aðhafst í máli þessu eða gagnvart þeim einstaklingum sem við sögu koma í kærubréfi sínu.“ Ólafur Skúlason fer fram á rannsókn: 12. mars 1996 Beiðni dregin til baka: 20. maí 1996 FRAMVINDA MÁLSINS Yfirlýsingin: „Af minni hálfu er máli þessu lokið og harma ég þá opinberu umfjöll- un sem það hefur hlotið og hvorki hefur það verið af mínum völdum né vilja. Ég hef náð þeim tilgangi mínum að sættast við kirkjuna og hvet einnig aðra til að yfirgefa ekki þjóðkirkjuna vegna þessa máls. Vænti ég þess að þjóðkirkjunni auðnist að móta þær starfsaðferðir þannig að framvegis verði unnið úr slíkum málum af virðingu og trúnaði. Í ljósi þess óska ég eftir því að umfjöllun um mál mitt sé lokið innan stofnunar kirkjunnar.“ „Svona leit hún út þegar Karl var búinn að fara upp og semja hana, eða skrifa hana upp,“ segir Sigrún Pálína. „Það vantar hins vegar það atriði að ég dragi umfjöllun mína og málið til baka í fjölmiðlum, en ég sé að segja sannleikann og ég dragi sannleikann ekki til baka. Það vantar. Þess vegna skrifaði ég aldrei undir hana. Hann fór og falsaði þessa yfirlýsingu í þeirri von að ég væri orðin svo útkeyrð að ég tæki ekki eftir þessu. Ég hefði aldrei skrifað undir þessa yfirlýs- ingu. Alveg sama hversu útkeyrð og hrædd ég var.“ Alfred Wolfgang Gunnarsson, eigin- maður Sigrúnar Pálínu, segir Karl hafa gjörbreytt meiningu yfirlýsing- arinnar með því að taka út þessa einu setningu. „Hann breytir þessu þannig að Pála virkar ósannsögul og pappír- inn verður ekki þess virði að skrifa undir hann. Pála sagði við hann að þetta gæti hún aldrei skrifað undir og við löbbuðum út,“ segir Alfred. „Þá spyr Karl Pálu í anddyri Hall- grímskirkju hvort hún geti ekki hætt þessu vegna barnanna hennar. Hún segir við hann á móti að börnin hennar vilji að hún segi sannleik- ann, svo hún hætti þessu ekki. Þá spyr Karl hvort hún geti ekki hætt þessu vegna móður hennar sem er svo sjúk. Þá förum við.“ Alfred segir sér hafa orðið flökurt við það að horfa á Kastljósþætti síðustu daga. „Ég get ekki lýst því hvernig mér leið. Það var ömurlegt. Að horfa á þetta og upplifa þetta aftur. Það er alveg með ólíkindum,“ segir hann. „Karl segir líka í Kast- ljósinu að frásögn Sigrúnar væri orð gegn orði. Þar er hann greinilega búinn að gleyma að ég var þarna líka þannig að það eru okkar tvö orð gegn hans eina.“ Segir Karl Sigurbjörnsson hafa breytt yfirlýsingu Sigrúnar FRÉTTASKÝRING: Hvernig brást kirkjan við ásökunum á hendur Ólafi Skúlasyni? Sigrún Pálína Ingvarsdóttir og Alfred Wolfgang Gunnarsson, eiginmaður hennar, hittu séra Karl Sigurbjörnsson í Hallgrímskirkju til þess að leita sátta við þjóðkirkjuna. Eins og fram hefur komið hafði Karl leitað til Ólafs Skúlasonar biskups og borið upp þá bón Sigrúnar að hann bæðist afsökunar opinberlega og viðurkenndi brot sín. Ólafur neitaði því og leituðu því Sigrún og Alfred til Karls, sem þá var sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Sigrún, Alfred og Karl sömdu yfirlýsingu í sameinginu sem skrifuð var með penna. Að sögn hjónanna fór Karl með blaðið inn á skrifstofu til að skrifa yfirlýsinguna inn í tölvu og prenta út. Hann kom síðan með yfirlýsinguna útprent- aða til Sigrúnar til að fá hennar undirskrift. Sigrún neitaði að skrifa undir. Séra Ólafur Skúlason tekur við embætti biskups. 15.2. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir kærir mál biskups fyrst fyrir siðanefnd. 22.2. Hr. Ólafur Skúlason biskup fer fram á opinbera rannsókn hjá ríkissaksóknara. 26.2. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum staðfestir að þrjár konur hafi leitað til Stígamóta vegna áreitni biskups. 27.2. Hr. Ólafur Skúlason biskup kemur fram í Dagsljósi Ríkissjón- varps. 28.2. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari segir að ekki sé grundvöllur til rannsóknar. 5.3. Kona fellur frá ásökunum með yfirlýsingu. 7.3. Séra Karl Sigurbjörnsson, Sigrún Pálína og Alfred Wolfgang Gunnarsson hittast í Hallgrímskirkju til að leita sátta og semja yfirlýsingu. 12.3. Hr. Ólafur Skúlason biskup fer á ný fram á opinbera rannsókn hjá ríkissaksóknara. 14.3. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari fellst á opinbera rannsókn. 14.3. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fer á fund siðanefndar. 20.5. Hr. Ólafur Skúlason biskup dregur kröfuna um rannsókn til baka. 25.6. Hr. Ólafur Skúlason biskup tilkynnir afsögn sína. 31.12. Hr. Ólafur Skúlason lætur af embætti biskups. 2.1. Hr. Karl Sigurbjörnsson tekur við embætti biskups. Vorið Guðrún Ebba Ólafsdóttir sendir bréf til Hr. Karls Sigur- björnssonar biskups. 27.5. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sendir bréf til kirkjuráðs. 17.8. Guðrún Ebba Ólafsdóttir fær áheyrn kirkjuráðs. 21.8. Sr. Geir Waage ritar ummæli í Morgunblaðið varðandi þagnarskyldu presta. 25.8. Karl Sigurbjörnsson biskup og Geir Waage funda. 25.8. Kirkjuráð ákveður að koma á fót sannleiksnefnd til að rannsaka alla starfshætti og viðbrögð kirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni um kynferðisbrot. 25.8 Kirkjuráð biður fórnarlömb Ólafs fyrirgefningar. 1989 1996 febrúar mars maí júní 1997 desember 1998 janúar 2009 2010 maí ágúst Eftir fundinn í gærmorgun segjast Karl Sigurbjörnsson biskup og Geir Waage, í samtali við Ríkisútvarpið, sammála um að orð og ummæli Geirs um þagnar- skyldu hafi verið slitin úr samhengi. „Ég hef alla tíð farið eftir landslögum og held því áfram hér eftir sem hingað til. Ég hef verið talsmaður þess að menn héldu sig við lög og rétt og það er eng- inn ágreiningur með okkur biskupi um það. Vitaskuld fara allir prestar eins og aðrir embættismenn og allir landsmenn eftir lögum landsins,“ segir Geir í samtali við RÚV eftir fundinn í gærmorgun. Í hádegisfréttum RÚV á laugardag segir Geir: „[Þagnarskylda presta] er hafin yfir landslög og hefur alla tíð verið það og fyrir því eru dómafordæmi.“ Fréttamaður spyr þá hvort þagnarskylda presta gildi einnig ef einstaklingur viðurkenni kynferðislega misnotkun á dætrum sínum. „Hún gildir algjörlega. Annaðhvort er hún algjör eða engin,“ svarar Geir. Geir Waage við RÚV: Slitið úr samhengi Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.