Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 22
22 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR Íslendingar eru sjálfstæð og full-valda þjóð með eigin örlög í sínum höndum. Þannig viljum við hafa það og það er stefna Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs. En maðurinn er aldrei einn og eins er það með þjóðirnar. Stjórnmála- og viðskiptasambönd, þátttaka í margskonar tvíhliða og marghliða samstarfi, aðild að alþjóðastofnun- um og sáttmálum eru óaðskiljanleg- ur hluti þess að vera til og þróast sem sjálfstætt ríki meðal ríkja, sem þjóð meðal þjóða. Við úrlausn mála eftir efnahagshrun er sjálfstæðið áfram mikilvægur útgangspunkt- ur allrar okkar vinnu. Við ætlum sem sjálfstæð þjóð, ekki síst efna- hagslega sjálfstæð, að endurreisa hér það sem hrundi og sanna okkur á ný sem ráðvant og ábyrg fólkt. Þar höfum við verk að vinna því orðspor okkar er laskað. Svo grip- ið sé til sögulegrar líkingar þá má segja að ótrúlega fáir hafi valdið ótrúlega mörgum, þ.e. heilli þjóð, ótrúlega miklum skaða. Í reynd heyjum við sjálfstæðisbaráttu sem nú og sennilega nokkur næstu árin mun fyrst og fremst miða að því að tryggja fullt efnahagslegt sjálf- stæði landsins. Án þess að endur- reisa hér traustan efnahag, tryggja góð lífskjör og fulla atvinnu verð- um við ekki sjálfstæð í reynd eða að minnta kosti ekki á þann hátt sem við viljum. Ísland og Evrópusambandið Mörgum kann að virðast það sem hér að ofan er sagt í mótsögn við þá staðreynd að meirihluti alþing- ismanna og undirritaður þar með talinn stóð að því að lögð var inn umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu fyrir ári síðan. Það var erfið ákvörðun að taka en rökin voru þau – fyrir utan stjórnmála- legar ástæður þ.e. málamiðlun milli samstarfsflokka í ríkisstjórn, – að fá botn í það hvað er í boði og fá einhverja niðurstöðu í áratuga langa umræðu um hvernig framtíð- artengslum Íslands við Evrópusam- bandið skuli háttað. Um leið skýrist hvert verður framtíðarumhverfið í gjaldmiðilsmálum okkar og við getum hagað efnahagsuppbygging- unni í samræmi við það. Fari svo að samningsniðurstaða náist sem þykir á borð leggjandi verður það þjóðin sjálf sem ræður úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hin lýðræðislega nálgun í þessu stór- máli, og sem á að viðhafa í öðrum slíkum, að okkar mati í VG. Til að taka af öll tvímæli hefur ekki orðið nein breyting á afstöðu Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Evrópumálum. Við erum andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en við óttumst ekki opna lýðræðis- lega umræðu og þá niðurstöðu sem slík umræða skilar. Icesave hluti af mjög stórri heild Enn er ófrágengið hvernig upp- gjöri milli Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda og fjárfesta á Íslandi og breskra og hollenskra gagnaðila verður háttað. Icesave-málið hefur sannarlega reynt á þolrifin í okkur öllum en við hljótum samt að vera sammála um að nálgast málið eins og sjálfstæðri þjóð sæmir. Hluti af sjálfstæðinu er að leysa á ábyrgan hátt úr deilumálum við aðrar þjóð- ir. Jafnframt fylgir sjálfstæðinu bæði réttindi og skyldur. Rétt eins og sigrarnir eru okkar þegar þeir vinnast eru ósigrarnir og mistök- in það líka. Við getum ekki eignað okkur annað en afneitað hinu. Undirritaður er enn jafn ein- dregið þeirrar skoðunar og hann var á útmánuðum 2009, eftir að hafa kafað ofaní saumana á mál- inu, að samningaleiðin sé farsæl- ust og áhættuminnst fyrir Ísland. Málið hefur valdið og mun, óleyst, valda okkur áfram margvíslegum erfiðleikum. Þeir sem nú tala digur- barkalega um að okkur hafi þó ekki gengið verr en raun ber vitni þrátt fyrir óleyst Icesave-mál vita minnst um þá baráttu sem það hefur kost- að bak við tjöldin að halda hlutum í horfinu, t.d. knýja fram aðra endur- skoðun samstarfsins við AGS þrátt fyrir stöðu Icesave-málsins. Eitt af verkefnum núverandi ríkisstjórnar hefur verið að endurreisa trúverð- ugleika Íslands út á við og sýna fram á að hér starfi ábyrg stjórn- völd. Rannsóknarskýrsla Alþingis sýnir með ótvíræðum hætti að orð- spor Íslands erlendis hrundi meðal annars vegna þess að þáverandi ríkisstjórn landsins hlustaði ekki á vinaþjóðir og var algjörlega ótrú- verðug í sínum aðgerðum. Lausn Icesave-málsins, auðvitað eins hagstæð og aðstæður frekast bjóða hverju sinni, er nauðsynleg forsenda fyrir áframhaldandi end- urreisn efnahagslífsins og liður í að koma á eðlilegu ástandi í sam- skiptum okkar við umheiminn, opna aðgang að erlendum fjármálamörk- uðum og endurreisa orðspor okkar. Icesave-málið er því ekki einangr- að vandamál heldur hluti af mjög stórri heild, því að koma Íslandi áfram. AGS Ísland hefur verið aðili að Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum frá því sjóðnum var komið á laggirnar 1946. Sá sjóð- ur á sér misjafna sögu víðs vegar um heim. Samstarf Íslands við AGS hefur verið vandræðalaust ef frá eru taldar tafir vegna óskyldra mála sem við vorum að sjálfsögðu ekki sátt við. Sjóðurinn er sér með- vitaður um að í tilviki Íslands er hann í samstarfi við norrænt vel- ferðarríki og að hann á sjálfur, ekki síður en við, mikið undir í því að vel til takist. Tillögur hans í skatta- málum eru til marks um þetta. Þær miðast við að hér sé hægt að halda uppi samneyslu í norrænum anda og ná fram jöfnuði í þjóðfélaginu. Samstarf okkar við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn hefur til þessa verið málefnalegt og það hefur reynst mögulegt að aðlaga ýmislegt í upp- haflegri áætlun að okkar aðstæð- um. Ef allt fer að óskum þá lýkur samstarfsáætluninni að ári og að sjálfsögðu munum við fagna þeim tímamótum. Framtíðin er umhverfismál Vinstrihreyfingin - grænt framboð er eins og nafnið bendir til grænn flokkur, umhverfisflokkur. Við leggjum ekki áherslu á umhverf- ismál bara vegna okkar eigin hug- sjóna eða hagsmuna sem þjóð- ar. Umhverfismálin og framvinda sjálfbærrar þróunar eru mikilvæg- ustu alþjóðamál okkar tíma. Átök framtíðarinnar í heiminum verða um auðlindir á borð við vatn. Átökin verða hörðust þar sem umhverfis- málin hafa verið vanrækt. Umhverf- ismálin snúast því um örlög mann- kynsins. Það er mikilvægt fyrir Ísland, bæði fyrir landið sjálft og sem hluta af heiminum, að málstað umhverfisins og sjálfbærrar þróun- ar sé haldið til haga af myndugleik í ríkisstjórn og á Alþingi. Vænlegasti kosturinn til þess er Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð og áfram- haldandi samstarf innan núver- andi ríkisstjórnar sem gert hefur umhverfismálum hærra undir höfði í áherslum sínum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi. Hornsteinar utanríkisstefnunar Hornsteinar utanríkisstefnu okkar eru þessir; Sjálfstæði þjóðarinnar í samvinnu innan Sameinuðu þjóð- anna, í vestnorrænu, norrænu og evrópsku samstarfi og með heiminn allan undir á tímum hnattræns sam- runa. Svæðissamvinna við Norður- Atlantshaf og Norðurslóðasamstarf eru mikilvæg verkefni næstu ára- tuga. Það samstarf þarf að byggja á framsýnni umhverfisstefnu, virðingu fyrir sjálfstæði einstakra þjóða, friðarviðleitni í þágu alls mannkyns og jafnari skiptingu lífs- ins gæða. Öðruvísi komumst við og mannkynið allt ekki af. Landið tekur að rísa! Ísland og umheimurinn Grein 5 Þjóðmál Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Þeirra eigin orð II Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mund- ir. Hún hefur kallað á skoð- un heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálít- ið á milli þess, sem fram kom í „Tengsl Íslands og Evrópu- sambandsins“, skýrslu Evrópu- nefndarinnar frá 2007, og mál- flutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar. Björn Bjarnason skrifaði þetta á „Evrópuvaktina“ 28. júní sl.: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér for- ræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbúnaði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi.“ Hann og fleiri hafa ham- ast á þessum hræðsluáróðri í greinum sínum þar og víðar. Við sem aðhyllumst samn- ingaleiðina, höfum undrast skrif þeirra og aðeins hefur verið ýjað að því, að þeir hafi gerst málsvarar sérhags- muna. Svo vel vill til, að Björn Bjarnason hefur ekki ætíð talað svona, jafnvel mótmælt skrif- um Morgunblaðsins í þessa veru. Það gerði hann í grein 10. mars 1992. Síðan hefur það eitt breyst í sjávarútvegsstefnu ESB, þá EB, að hún hefur held- ur færst nær stefnu okkar. Umrædd grein Björns er rit- dómur hans um bókina „Hin sameiginlega sjávarútvegs- stefna Evrópubandalagsins“ eftir Ketil Sigurjónsson, útg. 1991, og er byggð á lokarit- gerð hans fyrir embættispróf í lögfræði. Björn skrifar m.a.: „Þegar rætt er um Ísland og Evrópubandalagið (EB) er því gjarnan slegið fram, að umræður um aðild að EB muni óhjákvæmilega stranda á sjáv- arútvegsstefnu Evrópubanda- lagsins. Hún sé þess eðlis, að við Íslendingar getum aldrei sætt okkur við hana. Má segja, að þetta sé orðið að viðtekinni skoðun hér og með því að halda henni á lofti sé talið auðvelt að slá vopnin úr höndum þeirra, sem mæla með umræðum um aðild Íslands að bandalaginu, svo að ekki sé minnst á þá, sem gerðust svo djarfir að hvetja til slíkrar aðildar. Til að staðfesta réttmæti þessara fullyrðinga nægir að vitna til Reykjavíkur- bréfs Morgunblaðsins, sem birtist 8. mars sl., en þar segir meðal annars: „Þeir Íslending- ar, sem kunna að telja tímabært að taka upp viðræður um beina aðild að EB vegna afstöðu ann- arra Norðurlandaþjóða verða að svara því, hvernig þeir ætla að komast í kringum sjávarút- vegsstefnu Evrópubandalags- ins, sem er eins andstæð hags- munum okkar Íslendinga og hugsast getur.““ Þarna er talað eins og Nei- mennirnir gera í dag, en svo er það Björn Bjarnason, sem segir: „Ef marka má niðurstöð- ur rannsókna innan Háskóla Íslands er sjávarútvegsstefna EB ekki eins andstæð íslensk- um hagsmunum og margir hafa ætlað. Þeir, sem vilja kynnast þessari stefnu EB og átta sig á því, hvernig framkvæmd henn- ar hefur verið háttað, geta auð- veldlega glöggvað sig á því í þessu riti, sem eðli málsins samkvæmt er ritað frá lög- fræðilegum sjónarhóli. Sjávarútvegsstefna EB byggist að sjálfsögðu á Róm- arsáttmálanum, stjórnarskrá bandalagsins, eins og aðrir sameiginlegir réttargjörning- ar bandalagsþjóðanna. Sjáv- arútvegsstefnan er hins vegar ekki njörvuð niður með sama hætti og aðrar mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðan- ir um atvinnuvegi bandalags- þjóðanna. Á það ekki síst rætur að rekja til þess, að upphaflega voru það meginlandsþjóðir Evr- ópu, sem stofnuðu EB, og þær voru ekkert sérstaklega með hugann við sjávarútveg. Þetta breyttist þegar áhugi vakn- aði í Danmörku og Bretlandi á aðild að EB og til undirbúnings henni var hafist handa við að móta hina sameiginlegu sjávar- útvegsstefnu á árinu 1970. Varð stefnan ekki til í þeirri mynd, sem við þekkjum hana, fyrr en 1983.“ Björn bendir enn fremur á, að undir lok bókar sinnar lítur Ketill Sigurjónsson á sjávarút- vegsstefnu EB frá sjónarhóli Íslendings og veltir því fyrir sér, hvernig staðan væri, ef Ísland ætti aðild að EB. Ket- ill nefnir þar t.d., að fiskveiði- stjórnun hafi tekist betur á Íslandsmiðum en innan EB-lög- sögunnar. Innan EB sé nú for- gangsverkefni að bæta eftirlit með fiskveiðum og auka hag- kvæmni í útgerð. Loks fengi Ísland verulega fjárstyrki til eftirlits á Íslandsmiðum og væntanlega einnig til að byggja upp atvinnuvegi samkvæmt byggðastefnu EB. Að lokum segir Björn: „Ástæða er til að minna á þá staðreynd, að við útfærslu landhelginnar hafa Íslending- ar ætíð byggt á vísindaleg- um rökum og skírskotun til alþjóðaréttar. Að baki stefnu- mörkunar á þeim vettvangi lá fræðilegt álit til styrktar hinum pólitísku ákvörðunum. Sé ætlunin að hefja frekari við- ræður við EB-ríki um íslenska sjávarútvegshagsmuni verður málstaður Íslands að byggjast á fræðilegum grunni og víð- tækri þekkingu á EB-rétti og framkvæmd hans. Hann klykk- ir svo út með því að segja: „Í ritgerð Ketils Sigurjónssonar er að finna svör við því, hvern- ig Íslendingar kynnu að geta gætt mikilvægustu hagsmuna sinna í aðildarviðræðum við Evrópubandalagið.“ Ég er svo innilega sammála Birni, í þessum ritdómi hans. En jafnframt undrast ég mjög hans eigin orð í dag, þau sem ég vitnaði til hér að upphafi: „Aðild Íslands að ESB þýðir, að Íslendingar afsala sér for- ræði á sjávarauðlindinni og gera atlögu að eigin landbún- aði. Fleiri náttúruauðlindir eru í húfi.“ Og ég spyr enn: Af hverju má ekki reyna samn- inga? Evrópumál Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur Svo vel vill til, að Björn Bjarnason hefur ekki ætíð talað svona, jafnvel mótmælt skrifum Morgunblaðsins í þessa veru. Það gerði hann í grein 10. mars 1992. Til að taka af öll tvímæli hefur ekki orðið nein breyting á afstöðu Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Evrópumálum. Við erum andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en við óttumst ekki opna lýðræðislega umræðu og þá niðurstöðu sem slík umræða skilar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.