Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2010 37 Leikkonan Jennifer Aniston og söngvarinn John Mayer sáust saman á stefnumóti í New York á dögun- um. Mayer á að hafa átt frumkvæð- ið að stefnumótinu þegar hann bauð Aniston frá New York til Los Angel- es til að koma á tónleikana sína og fór parið saman út að borða eftir á. Parið á sér langa sögu en þau byrj- uðu fyrst saman í byrjun árs 2008 og hættu svo saman um sumarið. Mayer og Aniston tóku svo aftur saman í mars 2009 en leiðir skildi á ný í október sama ár. Í bæði skiptin á það að hafa verið Mayer sem sagði Aniston upp en hann lýsti því yfir í viðtali við Rolling Stone í byrjun ársins að sambandsslitin við leik- konuna góðkunnu hefðu verið það versta sem hann hafi gengið í gegn- um og að hann elskaði hana ennþá. Saman í þriðja sinn ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER Jennifer Aniston og John Mayer sáust saman á stefnumóti í New York en þau hafa byrjað og hætt saman tvisvar áður. X TV er ný sjónvarpsstöð sem ætluð er ungu fólki og verður hún send frítt út bæði í sjónvarpi og á netinu. Markmið stöðvarinnar er að koma ungu og efnilegu fólki á framfæri og leitar Grétar Jónsson, stofnandi hennar, nú að fólki með skemmtileg- ar hugmyndir að sjónvarpefni. „Við erum bæði að leita að fjár- magni og fólki sem vill taka þátt í þessu verkefni. Markhópur stöðv- arinnar er ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára, en þeir sem koma að dag- skrárgerðinni þurfa bara að vera orðnir 18 ára gamlir. Við óskum eftir leikstjórum, tökufólki, hand- ritshöfundum og öðru fagfólki eða áhugamönnum um þáttagerð því auk þess að vera sjónvarpsstöð verðum við líka í hlutverki tengiliðs fyrir fólk innan bransans,“ útskýr- ir Grétar. Hann segir hugmynd- ina að sjónvarpsstöðinni fyrst hafa kviknað árið 2004 og að hún hafi blundað í honum þar til nú. Sjálfur lærði Grétar við Kvikmyndaskóla Íslands og vann meðal annars við gerð kvikmyndanna Kóngavegar 7 og Borgríkis. Enn er ekki komin nákvæm dag- setning á það hvenær sjónvarpsstöð- in fer í loftið en Grétar vonar að það verði fyrr en síðar. „Ég er að taka á móti hugmyndum núna, það er eng- inn umsóknarfrestur því stöðin á að byggjast upp á því í framtíðinni að við fáum alltaf inn nýjar og ferskar hugmyndir.“ Áhugasamir geta haft samband með því að senda póst á netfangið xtv@xtv.is. - sm Ný sjónvarpsstöð NÝR SJÓNVARPSSTJÓRI Grétar Jónsson setur á laggirnar nýja sjónvarpsstöð sem hlotið hefur nafnið X TV. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Billy Joel er nýjasta stjarnan sem fær sérstakan Glee-þátt. Þættirnir hafa slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins og hafa stjörnur á borð við Lady Gaga, Madonnu og Britney Spears gefið leyfi til að nota tón- list sína í þáttunum. Billy Joel sagðist sjálfur hafa verið í kór í framhaldsskóla og því væri gráupplagt fyrir fram- leiðendur þáttanna að notast við tónlistina hans. Til gamans má geta að gestaleikarinn Neil Patr- ick Harris fékk einmitt Emmy- verðlaunin þegar hann flutti áðurnefnt lag í síðustu þáttaröð. Billy Joel fær Glee-þátt FÆR GLEE Billy Joel er nýjasta stjarnan til að fá sérstakan Glee-þátt. Sambandi leikkonunnar ungu Emmu Watson og George Craig úr hljómsveitinni One Night Only er lokið að sögn rokkarans. Segir hann þau bæði vera of upptekin fyrir samband núna en parið kynntist við tökur á Burberry auglýsingaherferð fyrr í sumar. Craig segist gjarna hafa viljað að meira yrði úr sambandinu og að Watson sé yndisleg manneskja. „Ég sætti mig bara við að vera vinur hennar í bili en við erum bæði með svo mikið í gangi að við höfum ekki tíma fyrir hvort annað.“ Emma Watson er þessa stund- ina í fullu námi við Brown háskóla í Bandaríkjunum en hún er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Hermoine í Harry Pott- er-myndunum. Of upptekin fyrir ástina BÚIÐ Í BILI Emma Watson og George Craig ætla að láta sér nægja vinasam- band í bili. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.