Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 20
20 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um var- anlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af ein- hverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB. Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni. Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum þar sem miklir þjóðhagsleg- ir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serd- ar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tíma- bundnar undanþágur og varanlegar sér- lausnir. Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra til að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusam- bandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. „Þetta er það sem við bjóðum upp á, take it or leave it!“ Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlög- unarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sér- ákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lífi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evr- ópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra til að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðar- hagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóð- arinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusamband- ið eður ei. Að sýna ekki öll spilin Evrópumál Andrés Pétursson formaður Evrópu- samtakanna Xerodent 28,6 mg/0,25 mg munnsogstöflur. Notkunarsvið og skömmtun: Hver tafla inniheldur eplasýru 28,6 mg og natríumflúoríð samsvarandi 0,25 mg af flúor. Xerodent er lyf til varnar tannskemmdum notað við meðhöndlun einkenna vegna munnþurrks og fyrirbyggjandi við tannskemmdum hjá sjúklingum með munnþurrk. Skammtastærðir fyrir fullorðna: 1 tafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag. Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 töflur á dag í takmarkaðan tíma. Töfluna á að láta bráðna hægt í munni. Dreifa skal skammtinum jafnt yfir daginn. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna ættu ekki að nota Xerodent. Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast að nota önnur lyf sem innihalda flúor. Xerodent má ekki nota á landsvæðum þar sem flúorinnihald drykkjarvatns er hátt. Vegna þess að Xerodent inniheldur xylitól getur það haft hægðalosandi verkun. Meðganga/brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta við notkun á meðgöngu. Natríumflúoríð skilst ekki út í brjóstamjólk. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. 29. nóvember 2007. Þreföld virkni Xerodents Eplasýra – örvar munnvatnsframleiðslu Flúor – ver tennurnar gegn skemmdum Xylitol – hemur bakteríuvöxt í munni Xerodent Við munnþurrki H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA / A C TA V IS 9 0 9 0 1 1 Myndin af Ólafi Hún hefur vakið verðskuldaða athygli, ljósmynd Gunnars V. Andréssonar af Karli Sigurbjörnssyni og Geir Waage, þar sem þeir standa hvor sínu megin við flennistórt málverk af Ólafi Skúlasyni sem hangir uppi á vegg á Biskupsstofu. Margir hafa orðið til að spyrja hvort eðlilegt sé að á skrifstofu stofnunar sem kennir sig við kærleik gefi að líta slíkan minnisvarða um mann sem meira að segja biskup sjálfur hefur nú eftir dúk og disk viðurkennt að hafi vafalaust gerst sekur um kynferðisbrot gegn minni máttar – eigin börnum og konum sem til hans leit- uðu eftir aðstoð. Holl áminning Við því er einungis til eitt svar: Auðvitað er það ekki eðlilegt. Og ef marka má sljó viðbrögð kirkjunnar síðustu vikur er ólíklegt að nokkrum hafi einu sinni komið til hugar að læsa myndina inni í myrkvaðri hirslu, úr því að of seint er orðið að fara þannig að með fyrirmyndina. Svo er hitt; að kannski hefur biskup bara gott af því að horfast í augu við forvera sinn á gangin- um á hverjum degi og minnast þess hvað miður fór. Nóg að gera Á örlagatímum sem þessum – þegar landinn býr við mikla óvissu um það hvort tugmilljóna króna húsnæðislán hans standast lög, fólk er borið út af heimilum sínum og svipt ökutækj- um og allra færa er sætt til að láta gengis-styrkingu krónunnar ekki skila sér í hagsbótum fyrir almenning, svo dæmi séu nefnd – er gott að til sé stofnun á borð við Neytendastofu. Verkefnin eru ærin og starfsmenn þar hafa líka nóg fyrir stafni. Nú síðast fóru þeir í heilmikinn leiðangur um borgina til að kanna hvort verðmerkingar á söfnum væru í lagi. Sem þær eru. Og þá vitum við það. G ífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða. Mikið hefur verið fjallað um hvernig fást á við vanda Orkuveitunnar. Það verður annars vegar gert með niður- skurði í rekstri fyrirtækisins – og virðist þar reyndar af nógu að taka – og hins vegar með miklum gjaldskrárhækkunum. Stjórnar- formaðurinn hefur boðað tveggja tölustafa hækkun og margir gera ráð fyrir að rafmagnið og vatnið hækki um u.þ.b. 20%. Minni gaumur hefur verið gefinn að því hvernig skuldirnar urðu til. Að hluta til er um það að ræða að Orkuveitan reyndi að gína yfir of miklu og missti sjónar á meginhlutverki sínu; að framleiða rafmagn, heitt og kalt vatn og selja það almenningi og fyrirtækjum. Einkum og sér í lagi í tíð Reykjavíkurlistans lét Orkuveitan sér fátt mannlegt óviðkomandi, allt frá risarækjueldi til fjarskiptarekstrar upp á milljarða króna. Allt kostaði það sitt. Orkuveitan stofnaði jafnframt til mikilla skulda vegna virkjana- framkvæmda, sem voru þó hluti af hefðbundnu hlutverki fyrir- tækisins. Það áttu að geta orðið arðbærar framkvæmdir. Fyrir þeim voru tekin erlend lán, enda verkefnin af þeirri stærðargráðu að þau urðu hvorki fjármögnuð eingöngu á innlendum fjármagns- markaði né á íslenzkum vöxtum, sem eru hærri en annars staðar vegna smæðar og áhættu gjaldmiðilsins. Hrun gjaldmiðilsins er svo einmitt stærsta orsök skuldavanda Orkuveitunnar. Skuldir fyrirtækisins tvöfölduðust um það bil; gengistapið á árinu 2008 reiknaðist 93 milljarðar. Þetta er að sjálfsögðu ekkert einsdæmi. Ótal fyrirtæki og heimili um allt land eru í sömu sporum, að skuldirnar tvöfölduðust vegna hruns gjaldmiðilsins. Afleiðingarnar eru hins vegar svo æpandi í tilfelli Orkuveitunnar vegna stærðar fyrirtækisins og áhrifa á daglegt líf og fjárhag meirihluta landsmanna. Enn sér ekki fyrir endann á vanda Orkuveitunnar, sem leiðir af því að Ísland býr við veikan og í raun ónýtan gjaldmiðil. Á næstu árum mun fyrirtækið þurfa að endurfjármagna talsvert af skuldum sínum á alþjóðlegum lánamörkuðum. Það mun reynast því erfitt nema tekin verði trúverðug skref í þá átt að koma hér á stöðugleika í gjaldmiðilsmálum, sem gerist tæplega nema tekin verði upp ný mynt. Þetta á að sjálfsögðu við um fleiri fyrirtæki en Orkuveituna. Hrun krónunnar hefur valdið hruni í lífskjörum almennings. Verðbólgan hefur aukizt, allur innflutningur er dýrari og kaup- mátturinn hefur rýrnað. Skuldabyrði allra hefur þyngzt vegna krónuhrunsins, hvort sem fólk er með verðtryggð lán eða gengis- tryggð. Nú bætast við hækkanir á rafmagns-, vatns- og húshitunar- kostnaði, allt í boði þeirra sem hafa talið og telja enn íslenzku krónuna vera frábæran gjaldmiðil. Hver er stærsta orsök skuldavanda Orkuveitu Reykjavíkur? Krónan hækkar heita vatnið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.