Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 6
6 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR Lokað Vegna útfarar Hannesar Þórs Helgasonar verður lokað fimmtudaginn 26. ágúst hjá Sælgætisgerðinni Góu-Lindu og á skrifstofum og veitingastöðum KFC og Taco Bell. ® HJÓL FYR IR ALLA F JÖLSKYLD UNA 20-40% a fsláttur af hjólum ÖLL NOTU Ð BARNAHJÓ L Á KR. 5.000. - -20% -30% HEILBRIGÐISMÁL Auknar líkur eru á því að fólk með ákveðna tegund mígrenihöfuðverkja deyi af völd- um hjarta- og æðasjúkdóma. Í nið- urstöðum íslenskrar rannsókn- ar sem birt var í gær í vefútgáfu British Medical Journal (BMJ) kemur fram að fólk sem þjáist af mígreni með áru, en þá fylgja höf- uðverknum sjón- eða skyntruflan- ir, sé í þessum áhættuhópi. Fólk með mígreni án áru er ekki í auk- inni hættu. Lárus Steinþór Guðmundsson, faraldsfræðingur og doktorsnemi við Háskóla Íslands, sem leiddi rannsóknina, segir að í eldri rann- sóknum hafi verið að finna vísbend- ingar um tengslin, en í þessari hafi í fyrsta sinn verið hægt að greina á milli mígrenis með og án áru. Rannsóknin marki því tímamót. Næsta skref segir Lárus að svara spurningunni um hvað valdi teng- ingunni. „Við eigum eftir að svara spurningunni um hvort lyfjameð- ferð sem fækkar köstum mígren- is með áru dragi einnig úr líkum á hjartaáfalli og hjartasjúkdómum.“ Rannsóknin var á vegum Hjarta- verndar og unnin í samvinnu við Háskóla Íslands, National Institute of Aging og Uniformed Services University of the Health Scienc- es í Bandaríkjunum. Í tilkynningu Hjartaverndar kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem niðurstöður hóprannsóknar með langtíma eft- irfylgni sýni fram á þessi tengsl mígrenis með áru við hættuna á því að deyja úr hjarta- og æðasjúk- dómum. Lárus segir þó mikilvægt að niðurstöðurnar valdi ekki ótta að óþörfu því áhættan sem sýnt hafi verið fram á sé í raun lítil miðað við hefðbundna áhættuþætti. „Þarna er hins vegar komin enn ein ástæðan fyrir fólk að fylgjast með þessum lífsstílsáhættuþáttum,“ segir hann og vísar meðal annars til reykinga og kólesterólsöfnunar. Forsendu rannsóknarinnar segir Lárus vera hversu vel hafi verið staðið að rannsókn Hjartaverndar, en þar var mígreni með og án áru greint með spurningalista sem þátt- takendur svöruðu á árunum 1967 til 1991. Þátttakendur voru 18.725 karlar og konur sem fædd voru á árunum 1907 til 1935. Meðaleftir- fylgni var 26 ár, en Lárus segir að í rannsókn sem þessari sé 15 ára eftirfylgni lágmark. Í tilkynningu Hjartaverndar segir að tímalengdin þýði að rann- sóknin sé meðal umfangsmestu rannsókna sem gerðar hafi verið. Hún vakti enda strax heimsathygli við birtingu í gær. Um miðjan dag var Lárus þegar búinn að vera í við- tali við CBS News Radio, auk þess sem ýmsir fréttamiðlar á netinu höfðu sett sig í samband við hann. olikr@frettabladid.is LÁRUS STEINÞÓR GUÐMUNDSSON Lárus, faraldsfræðingur og doktorsnemi við Háskóla Íslands, og prófessor Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar, leiddu tímamótarannsókn Hjartaverndar sem birt var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mígreni tengt meiri líkum á hjartaáfalli Íslensk rannsókn um tengsl milli mígrenis með áru og líkinda á því að deyja úr hjartasjúkdómum vekur heimsathygli. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í gær í British Medical Journal. Byggt er á gögnum Hjartaverndar. RÁÐSTEFNUR Bílahönnuðurinn, Chris Bangle, verður aðalfyrirlesari á ráðstefnunni Driving Sustainability sem haldin verður í Reykjavík dagana 16. til 18. sept- ember næstkomandi. Chris stýrði hönnunardeild BMW frá 1992 til 2009 og er talinn einn áhrifamesti bílahönnuður sögunn- ar. Á ráðstefnunni kynnir hann sýn sína á samgöng- ur árið 2050. Fram kemur í tilkynningu að ráðstefnan sé nú hald- in hér á landi fjórða árið í röð. „Á ráðstefnunni gefst stjórnendum, áhrifafólki, frumkvöðlum og áhugamönnum um samgöngur, orkumál og umhverfismál tækifæri til að tengjast verkefnum, kynnast nýjungum og hlýða á heimsþekkta fyrir- lesara spá í samtímann og framtíðina. Á síð- ustu þremur árum hafa fyrirlesarar og gestir frá meira en 25 þjóðlöndum sótt ráðstefnuna í Reykja- vík,“ segir þar. Meðal ræðumanna að þessu sinni eru stjórnendur frá Tokyo Electric Power Company, Toyota Motors og einnig frá Tesla Motors. „Landsvirkjun, CHAd- eMO-samtökin og Mitsubishi Heavy Industries munu taka þátt í umræðum um orkumál og hlutverk orku í umbreytingu samgangna.“ Ráðstefnan hefst með opnunarávarpi Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, fimmtudaginn 16. september, en fyrsta ráðstefnudaginn verður fjallað um þróun borgarsamgangna næstu áratugi. Á öðrum degi ráðstefnunnar verður fjall- að um orkuskipti í samgöng- um og þann síðasta verður fjallað um fjármögnun nýsköpunarverkefna sem tengjast umbreyt- ingu í samgöngum. - óká BMW Chris Bangle, sem heldur fyrirlestur hér á landi, hannaði meðal ann- ars þennan BMW. Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærar samgöngur haldin hér á landi í september: Þekktur bílahönnuður spáir í framtíðina SVÍÞJÓÐ, AP Julian Assange, stofn- andi Wikileaks, á ekki lengur yfir höfði sér ákærur fyrir nein kynferðisbrot í Svíþjóð. Karin Rosande, talsmaður sak- sóknaraembættisins í Svíþjóð, segir Assange þó enn grunaðan um að hafa áreitt konu, en tekur fram að áreitni telst ekki til kynferðis- glæpa samkvæmt sænskum lögum. Undir áreitni getur hins vegar fall- ið margvísleg hegðun, svo sem óviðeigandi snerting af einhverju tagi eða yfirgangur og almennur ruddaskapur. Verði hann fundinn sekur af þeirri ákæru gæti hann átt yfir höfði sér allt að eins árs fangelsisdóm. Eva Finne aðalsaksóknari sagði hins vegar að engin ákæra yrði lögð fram í máli annarrar konu, sem sakaði Assange um kynferðis- glæp. Á föstudag kvað Finne upp þann úrskurð að engin ákæra yrði lögð fram vegna nauðgunar, en í gær kvað hún upp þann úrskurð að engin ákæra yrði heldur lögð fram á hendur honum fyrir kynferðisbrot af öðru tagi gagnvart þeirri konu. Claes Borgstrom, lögmaður beggja kvennanna, segir ekk- ert hæft í ásökunum um að kærur þeirra séu lagðar fram að undirlagi bandarískra stjórnvalda, sem eru ósátt við birtingu viðkvæmra leynd- armála á vefsíðunni Wikileaks. - gb Stofnandi Wikileaks á ekki yfir höfði sér ákæru fyrir kynferðisbrot: Ákæra um áreitni rannsökuð JULIAN ASSANGE Hefur birt fjölmörg viðkvæm ríkisleyndarmál á vefsíðunni Wikileaks. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁTTÚRA Ormurinn birkifeti hefur valdið tjóni á berjalyngi á nokkr- um stöðum á landinu í sumar, að því er fram kemur á Skessuhorni. Töluverðar skemmdir eru af völdum birkifeta vestur í Dölum. Skemmdirnar lýsa sér þannig að heilu lynghlíðarnar verða rauðar eða rauðbrúnar að lit. Skordýrasérfræðingar rekja atferli birkifeta til hlýnandi loft- lags, en hann hefur látið á sér kræla hér á landi síðustu sumur, að því er segir á Skessuhorni. - kh Nýjar skordýrategundir: Birkifeti veldur tjóni í Dölum Kvíðir þú sumarlokum? JÁ 33,7% NEI 66,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú sagt þig úr Þjóðkirkj- unni? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.