Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 52
36 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is „Ég gekk í gegnum helvíti á jörðu.“ Þetta er meðal þess sem tímaritið People hefur eftir Elinu Nordegren, fyrrum eiginkonu Tigers Woods, í viðtali sem það birti í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Elin tjáir sig á opinber- um vettvangi um hvað gerðist og hvernig henni hefur liðið meðan á fjölmiðlafárinu stóð í kringum ótrygga eiginmanninn. Skilnaður Tigers og Elinar tók formlega í gildi á mánudag en samkvæmt honum má Elin ekki ræða hjónabandið í smáatriðum. Í viðtalinu kemur fram að Elinu grun- aði aldrei að maðurinn hennar væri henni ótrúr. „Síðustu þrjú ár var ég mun meira heima, sinnti börnunum, var ólétt og í skóla. Ég hafði ekki hugmynd hvað gerð- ist og mér fannst ég vera heimskari og heimskari eftir því sem fleiri leyndarmál komu upp á yfirborðið,“ segir Elin í við- talinu. Hún tekur jafnframt fram að hún hafi aldrei ráðist á Tiger þegar hann lá slasaður í bíl sínum eftir að hafa keyrt á brunahana. Sænska fyrirsætan viðurkennir að það hafi tekið sinn tíma að taka ákvörðun um framhaldið. „Að endingu ákvað ég að sýna börnunum mínum að það væri betra að vera ein og hamingjusöm en í sambandi þar sem annar aðilinn treystir ekki hinum.“ Elin segir síðan að hún muni þurfa að fyrir- gefa og sætta sig við hvað gerðist því það sé eina leiðin fyrir hana að verða ham- ingjusama á ný. „Og ég veit að ég á eftir að ná á þann stað.“ Elin talar um hjónaskilnaðinn FYRSTA VIÐTALIÐ Elin Nordegren segist hafa gengið í gegnum helvíti á jörðu eftir að upp komst um framhjáhald eigin- manns hennar, Tigers Woods. Fresturinn til að sækja um að taka þátt í kvikmyndasmiðju Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, hefur verið framlengdur til 1. september. Í smiðjunni hittast verðandi leikstjórar frá mörgum lönd- um, ráða ráðum sínum, horfa á kvikmyndir og læra af reynslu- boltum úr bransanum. Smiðjan er hugsuð til stuðn- ings þeim sem eru að undir- búa fyrstu mynd sína í fullri lengd en einnig fólki sem vinn- ur í bransanum og hefur áhuga á að gera meira. Í smiðjunni í ár verður að vanda einvala lið fagfólks sem tekur þátt, þar á meðal Jim Jarmusch, Peter Wintonick, Cameron Bailey og Valdís Óskarsdóttir. Þátttakend- um stendur einnig til boða að keppa um Gulleggið og að kynna næsta verkefni sitt fyrir hópi framleiðenda. Sótt um í smiðju JIM JARMUSCH Bandaríski leikstjórinn tekur þátt í kvikmyndasmiðju RIFF. > SKUGGABALDUR HANDTEKINN Skuggabaldur fyrirsætunnar Paris Hilton hefur verið kærður fyrir innbrot. Hinn 31 árs gamli Nathan Lee Parada reyndi að brjótast inn á heimili Hilton 24. ágúst síðast- liðinn, vopnaður eldhúshnífi, en öryggiskerfi hótelerfingjans sann- aði mátt sinn og megin og lét laganna verði vita. Parada kemur fyrir dómara í næsta mánuði. Fegurðardísin Sylvía Briem Friðjónsdóttir tekur þátt í Miss Tourism í Kína eftir mánuð en það er ein stærsta fegurðarsamkeppni heims. Kópavogsmærin Sylvía Briem Frið- jónsdóttir tekur þátt í fegurðarsam- keppninni Miss Tourism Queen Of The Year International sem verður haldin í Kína 25. september í sautj- ánda sinn. Þar keppa stelpur frá um níutíu löndum um titilinn Ungfrú ferðalangur og telst þetta vera ein stærsta fegurðarsamkeppni heims. „Þetta leggst rosalega vel í mig og ég hlakka ekkert smá til,“ segir Sylvía Briem, sem er 21 árs. „Ég er að fara í fyrsta skipti til Kína, þannig að þetta er mjög spenn- andi.“ Sylvía lenti í þriðja sæti í Ung- frú Ísland í fyrra og í öðru sæti í Ungfrú Reykjavík og fær nú tæki- færi til að reyna sig utan landstein- anna. „Ég fékk boð frá manni sem heitir Peter Hadward sem sér líka um Miss World og Miss Universe. Hann bað mig um að koma í þessa keppni.“ Fegurðardísir úr Ungfrú Ísland hafa lítið keppt erlendis undanfarin ár, hvað þá í þessari keppni, og því er tækifærið gott fyrir Sylvíu. Hún flýgur út 4. september og verður því úti í þrjár vikur fram að keppni. „Við förum fyrst til Peking og síðan þaðan til Sjanghæ þar sem keppn- in verður haldin. Svo verðum við líka í góðgerðarmálum í Malasíu,“ segir hún. Stelpurnar taka einnig þátt í tískusýningum og verða ein- hverjar þeirra sýndar á sjónvarps- stöðinni Fashion TV. „Þetta er pínu stressandi því ég vissi ekki að þetta væri svona stór keppni. Það kom mér á óvart hvað þetta er mikið dæmi því það er búið að plana hvern einasta dag.“ Sylvía undirbýr sig nú af krafti fyrir keppnina undir styrkri leið- sögn Fannars Karvels, einkaþjálf- ara hjá World Class. Hún starfar sem sölumaður hjá Ölgerðinni en ætlar í Kvikmyndaskóla Íslands eftir áramót. freyr@frettabladid.is Undirbýr sig fyrir ferðalag til Kína Á LEIÐ TIL KÍNA Sylvía Briem undirbýr sig af krafti fyrir fegurðarsamkeppnina Miss Tourism Queen Of The Year International. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skoska söngkonan Susan Boyle segir það mikinn heiður að fá að syngja fyrir Benedikt páfa í næsta mánuði. Páfinn er á leiðinni í opinbera heim- sókn til Skotlands og Boyle hefur verið boðið að syngja fyrir hann. Hún mun syngja lögin I Dreamed a Dream og How Great Thou Art fyrir páfann sem mun vafalítið heillast af frammistöðunni. „Það er mikill heiður að syngja fyrir páfann,“ sagði hin 49 ára Boyle, sem sló í gegn í raunveru- leikaþættinum Britain´s Got Talent. „Mig hefur alltaf dreymt um að syngja fyrir páfann og ég get ekki lýst því hversu ánægð ég er með að draumurinn sé að verða að veru- leika.“ Syngur fyrir páfann SUSAN BOYLE Segir það mikinn heiður að fá að syngja fyrir páfann. A-skautarar Listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur stóðu sig með eindæmum vel á síðasta tímabili og eiga Íslands- og bikarmeistara í öllum A-flokkum. Þau áttu oft öll efstu sætin. - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.