Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 46
30 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > ekki missa af … Sýningunni Nekt sem staðið hefur yfir í Listasafni Reykjavík- ur – Hafnarhúsinu frá því um miðjan maí lýkur á föstudag- inn. Sýningin samanstendur af þrjátíu ögrandi myndum af nöktum líkömum í raunstærð eftir hinn heimskunna ljósmyndara Gary Shneider. Hafnarhúsið er opið daglega frá 10 til 17 og alla fimmtu- daga frá 10 til 22. Kl. 22.00 Evróputúr íslensku hljómsveitarinn- ar Kimono hefst á tónleikastaðnum Faktorý, áður Grand Rokk, laugar- daginn 28.ágúst klukkan 22.00. Hljómsveitin Formaður Dagsbrúnar mun styðja við bakið á Kimono en það er Þormóður Dagsson sem er í forsvari fyrir þá ágætu sveit. Vesturport hefur ráðist í að gefa út DVD-mynd- disk með uppfærslu sinni af Woyzeck en í henni heyrist óútgefin tónlist eftir Nick Cave og Warren Ellis. Diskurinn fæst í bókabúð Máls og menn- ingar en Woyzeck var frumsýnt í Borgarleikhús- inu árið 2005 og hefur gert góða hluti á erlendri grundu undanfarin ár, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá hópnum. Þá kemur einnig fram að mikið sé lagt í að hafa hljóð- og myndgæði sem allra best en upptakan fór fram i Árósum í Danmörku árið 2009. Vesturport hefur í nægu að snúast um þessar mundir því nú styttist í að Faust verði sett upp í Young Vic-leikhúsinu í London en sýn- ingin er sett upp í tilefni af fjörutíu ára afmæli leikhússins. Þá ætlar hópurinn að reyna sig við gamanleik eftir áramót í Borgarleikhúsinu, þrjár sýningar verða á Hamskiptunum í Þjóðleikhús- inu um helgina og svo er það BAM-leikhúsið í New York þar sem sjálft Broadway gæti verið innan seilingar. Woyzeck gefið út á DVD Á DVD Hinn margrómaða sýning Vesturports á Woyzeck hefur verið gefin út á DVD. Sinfóníuhljómsveit Norður- lands hefur náð að marka sér sína sérstöðu í menn- ingarlífi landsmanna og á sunnudaginn hefst nýr kafli í sögu sveitarinnar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands stendur á merkum tímamótum. Því eftir átján ára samfelld ferða- lög og flakk er hljómsveitin loks komin með fastan samastað í Menningar-húsi Akureyringa, Hofi. Að því tilefni verður blás- ið til hátíðartónleika 29. ágúst en einleikari á þeim verður Víking- ur Heiðar Ólafsson, einn fremsti píanóleikari þjóðarinnar. Víking- ur Heiðar hyggst flytja píanó- konsert eftir Edward Grieg en Víkingur hefur hlotið fjölda við- urkenninga fyrir píanóleik sinn, meðal annars Íslensku tónlistar- verðlaunin tvisvar, annars vegar sem flytjandi ársins og hins vegar sem bjartasta vonin. Að því er kemur fram í fréttatil- kynningu frá hljómsveitinni verð- ur nýtt verk eftir Hafliða Hall- grímsson einnig frumflutt en það var samið sérstaklega fyrir þetta tilefni. Verkið hefur Hafliði nefnt Hymnos op. 45 en tónskáldið býr í Skotlandi og helgar sig tónsmíðum þar. Þá verður einnig flutt sinfón- ía númer 9 eftir Antonín Dvorák en stjórnandi sveitarinnar á tón- leikunum verður Guðmundur Óli Gunnarssonar. Fyrstu tónleikarnir í Hofi MIKIÐ UM DÝRÐIR Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er komin með fastan samastað í Menningarhúsi Akureyringa, Hofi. Útgáfutónleikar Miri í Reykjavík fara fram í Þjóðmenningarhús- inu við Hverfisgötu á föstudag. Þetta verða aðrir útgáfutónleik- ar hljómsveitarinnar í tilefni af útgáfu hennar á plötunni Okkar sem Kimi Records gaf út í júní. Þeir fyrri fóru fram á Seyðis- firði þar sem fólk á öllum aldri fyllti húsakynni Herðubreiðar. Ásamt Miri stíga á stokk Bergur Ebbi Benediktsson, Snorri Helga- son og Loji Höskuldsson. Þetta verða síðustu tónleikar Miri í bili en trommuleikarinn Ívar Pétur Kjartansson heldur til Danmerk- ur í upphafi september. Miri fagnar nýrri plötu MIRI Hljómsveitin Miri heldur útgáfutón- leika á föstudagskvöld. LÓKAL – alþjóðleg leiklistarhá- tíð í Reykjavík fer fram dagana 1.-5. september. Hátíðin er hald- in í þriðja sinn og í ár er lögð sér- stök áhersla á nýjar og spennandi leiksýningar frá Norðurlöndunum. Einnig verður boðið upp á lista- mannaspjall eftir sýningar og efnt til málþings um nýjustu strauma og stefnur í norrænu leikhúslífi. Gestir hátíðarinnar verða Rim- ini Protokoll frá Berlín, sem er einn kunnasti leikhópur Evrópu, Teater får 302 frá Danmörku, leik- hópurinn De Utvalgte frá Noregi, Teatr Weimar frá Malmö, Nya Rampen frá Finnlandi og reyk- vísku leikhóparnir Kviss Búmm Bang og 16 elskendur. Kviss Búmm Bang setur á svið fund fulltrúa helstu iðnríkja heims og kallast viðburðurinn The Great Group of Eight. 16 elskendur sýna Nígeríusvindlið þar sem hópurinn setur sig í samband við fjármála- snillinga frá Nígeríu. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Lokal.is. Lókal-hátíðin í þriðja sinn NYA RAMPEN Finnski leikhópurinn Nya Rampen sýnir Undantekninguna á Lókal. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg Íslensk-dönsk/dönsk-íslensk vasaorðabók - Halldóra Jónsd. Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Dönsk orðabók Orðabókaútgáfan Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbol/Agnete Frills Ensk orðabók Orðabókaútgáfan Matsveppir í náttúru Íslands Ása Margrét Ásgrímsdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 18.08.10 - 24.08.10 Sjálfstætt fólk - kilja Halldór Laxness Íslandsklukkan - kilja Halldór Laxness Meistarar og lærisveinar kilja - Þórbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.