Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 30
 26. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt ● NÝTT JÓGASTÚDÍÓ Jógastúdíó- ið Hateshwari Mata Yoga Sansthan opn- aði nýverið að Skúlagötu 32. Aðalkenn- arinn er Bharat Bhushan sem hefur mikla reynslu af kennslu í Ashtanga Vinyasi jóga frá Mysore á Indlandi. Eigandi stúdíósins er Auður Halldórsdóttir áhugamaður um Indland og jóga, en lítil verslun með ind- verskar vörur er í anddyri stúdíósins. Nánari upplýsingar er að finna á www. yoga-sansthan.is. ● FLUGELDASÝNING Á JÖKULSÁRLÓNI Ísjakarnir í Jökulsár- lóni munu lýsast upp í mörgum litum á laugardagskvöldið þegar Björg- unarfélag Hornafjarðar og ferðaþjónustan við Jökulsárlón standa fyrir flugeldasýningu. „Þessi sýning á uppruna að rekja til uppskeruhátíðar starfsfólksins hér við Jökulsárlón sem vatt upp á sig,“ segir Ágúst Elvarsson hjá ferðaþjón- ustunni við Jökulsárlón sem lætur sig ekki vanta á flugeldasýninguna enda segir hann upplifunina óviðjafnanlega. „Þeir sem hafa ekki prófað verða að gera það, þetta er það flottasta sem maður sér.“ Nokkur undirbúningur er fyrir sýninguna en á laugardaginn fara menn á gúmmíbáti um lónið og raða 150 friðarkertum á jakana. Um kvöldið er kveikt á kertunum og síðan skotið upp flugeldum af tveimur bátum milli þess sem siglt er milli jakanna og kveikt í tertum. Þetta verður ellefta árið í röð sem flugeldasýningin er haldin en hún hefst klukkan 23 og stendur í 20 til 30 mínútur. Aðgangseyrir er þúsund krónur en frítt fyrir tólf ára og yngri. Allur ágóði rennur til Björgunarsveit- ar Hornafjarðar. - sg Stórkostlegt sjónarspil bíður þeirra sem halda að Jökulsárlóni á laugardags- kvöldið. MYND/RUNÓLFUR HAUKSSON ● HAUSTMARKAÐUR Á ÁRBÆJARSAFNI Frítt verður inn á Árbæjarsafnið sunnudaginn 29. ágúst í tilefni af árlegum haustmarkaði sem þar verður haldinn. Þangað getur fólk komið með grænmeti, sultur, handverk eða annað skemmtilegt og selt á markaðnum og kostar ekkert að vera með. Árbæjarsafn býður upp á aðstöðu á torginu en fólk verður sjálft að koma með borð, stóla, tjald eða það sem hverjum hentar. Fólk sem hyggur á að selja muni á markaðnum er vinsam- lega beðið að senda póst á minjasafn@reykjavík.is eða hringja í síma 411 6320. Rósanýpur eru C-vítamínríkar. Þessi Ört- räsrós ber blóm og nýpur á sama tíma. Urtagarður með safni jurta sem ýmist gegndu hlutverki í lækningum eða voru nýttar til næringar á tímabilinu 1760 til 1834 var opnaður nýverið að Nesi við Seltjörn. Það verður að teljast áskorun að setja niður arfa og fífla í garð en hvort tveggja eru lækningajurt- ir og eiga því heima í Urtagarðin- um við Nesstofu á Seltjarnarnesi. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, safnstjóri Lækningaminjasafns Íslands, segir garðinn stofnaðan í minningu þriggja manna sem tengdu saman ræktun og heilsu- bót í lífi og starfi: Bjarna Páls- sonar landlæknis, Hans Georgs Schierbeck landlæknis og stofn- anda Garðyrkjufélags Íslands og Björns Jónssonar lyfsala. „Garður- inn er sameiginlegt áhugamál og verk margra en hugmyndin kom frá Garðyrkjufélagi Íslands sem er 125 ára á þessu ári. Landlæknis- embættið er 250 ára og í stað þess að reisa styttur var ráðist í að búa til svona garð,“ segir hún. Nes er einn af fáum stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem hefur enn sama yfirbragð og fyrir um 250 árum, þegar Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknir Íslands, bjó þar. Nú hefur verið fyllt inn í þá mynd með Urtagarðinum sem minnir á garð Björns Jónssonar lyfsala sem var með stóran matjurtagarð sunn- an undir húsinu í Nesi. Í Urtagarðinum er að finna 130 tegundir plantna, þar af 70 úr ís- lenskri flóru. Kristín Einarsdótt- ir, forstöðumaður Lyfjafræði- safnsins, segir lyfjafræði byggða á jurtum. „Fyrsta stóra danska op- inbera skráin um lyf er frá 1760 og þær plöntur sem ekki eru íslensk- ar völdum við úr þeirri lyfjaskrá.“ Hún segir nútímafólk gjarnan nota eina og eina jurt í te en á fyrri öldum hafi meira verið gert af því að blanda þeim saman. „Munur- inn á alþýðunni og þeim sem voru lærðir var sá að lyfjafræðingarn- ir höfðu vogir og pressur og önnur áhöld og um leið og efnafræðiþekk- ingunni fleygði fram fóru þeir að finna út hvert virka efnið væri í hverri plöntu,“ segir Kristín. Þær stöllur segja garðinn til- gátugarð og að auðvelt sé að skipta út tegundum. „Hingað koma vafa- laust fræðingar með tillögur að plöntum sem eigi erindi hingað umfram einhverjar sem eru hér nú,“ segir Kristín. „Þá er alltaf möguleiki að verða við óskunum.“ - gun Til næringar og heilsubótar Fingurbjargarblómið er innflutt. Það er eitrað en þó er unnið úr því efni í milligrammavís sem notað er í lyf við hjartabilun. Garðurinn minnir á garð fyrsta lyfjafræðingsins Björns sem ræktaði 20 tegundir matjurta, auk lækningajurta að Nesi á átjándu öld. Skarfakálið er sú jurt sem hvað best þótti við skyrbjúg, sjúkdómi sem stafaði af C-vítamínskorti. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, safnstjóri Lækningaminjasafns Íslands, og Kristín Einarsdóttir, forstöðumaður Lyfjafræðisafnsins, segja Urtagarðinn vera tilgátugarð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Frystikistur á frábæru verði Verð frá aðeins kr. 79.980,- m.vsk. *Stærðir frá 189L upp í 567L kistur *Allar kistur eru á hjólum *Með læsingu á loki *Niðurfall f. afhrýmingu *Með hitamæli Nánari upplýsingar í síma s: 440-1800 & www.kaelitaekni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.