Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 4
4 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR DÝRALÍF Mink fer fækkandi í Reykjavík, að sögn Guðmundar Björnssonar, meindýraeyðis hjá Reykjavíkurborg. „Þetta voru á annað hundrað dýr sem við vorum að veiða fyrstu árin sem ég var hérna, sem var í kring- um 1990. Upp úr 2000 fer honum fækkandi í Reykjavík og í fyrra veiddum við um 65 dýr,“ segir Guð- mundur. Hann segir að minkurinn sé meindýr sem eigi ekki heima í borgarlandinu. Hann sé helst að finna við ár, vötn eða niðri við sjó þar sem hann veiðir fisk og fugla. Flesta minka í höfuðborginni hafi meindýraeyðar borgarinnar þó veitt í Viðey. „Við höfum verið að veiða hann í Elliðaárdal, Úlfarsárdal og á fleiri stöðum en flesta veiddum við í Viðey. Þar veiddum við 24 minka í fyrra að mig minnir. Restin var svo svona vítt og breitt um borg- ina,“ segir Guðmundur. Minkur er rándýr af marðarætt sem var fluttur hingað til lands til loðdýraræktar árið 1931. Hann slapp þó fljótlega út og breiddist út um allt land. Árið 2000 voru tæplega níu þús- und minkar veiddir um allt land samkvæmt tölum frá Umhverfis- stofnun en 2008 voru þeir tæplega sjö þúsund. - kh Um 65 minkar voru veiddir í höfuðborginni í fyrra samkvæmt meindýraeyði: Minna um mink í Reykjavík MINKUR Um 65 minkar voru veiddir í höfuðborginni í fyrra. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 33° 32° 17° 18° 17° 30° 18° 18° 25° 18° 31° 27° 34° 15° 28° 18° 17°Á MORGUN NV- og V-áttir 3-8 m/s. LAUGARDAGUR Breytileg átt, 5-10 m/s. 12 10 8 8 9 9 8 11 10 12 6 3 2 2 2 2 3 2 3 2 5 2 11 8 9 9 12 11 7 6 6 11 BEST SYÐST Í dag og á morgun verð- ur hægviðri ríkjandi á landinu. Horfur eru á lítilsháttar vætu allra austast og síðdegis má búast við skúrum við SV-ströndina. Áfram verður nokk- uð svalt norðan til en hitinn ætti að komast upp í 10- 15°C sunnantil. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður DÝRALÍF Steypireyði rak á land við eyðibýlið Ásbúð á Skaga fyrir skömmu en fornleifafræðingar frá Byggðasafni Skagafjarðar fundu hvalinn í fyrradag, að því er fram kemur á Feyki.is. Dýrið, sem er að líkindum kýr, er 22,8 metrar á lengd sem fróðir menn segja að þýði að dýrið sé að nálgast kyn- þroskaaldur. Guðmundur Stefán Sigurðsson fornleifafræðingur segir í sam- tali við Feyki að hvalreki sem þessi hefði líklega verið tilefni til veisluhalda á Skaga fyrir um hundrað árum en í dag þyki hann ekki matur. Dýrið hafi enda líklega rekið dautt á land. - kh Austur-Húnavatnssýsla: Hvalreki við Ásbúð á Skaga LÖGREGLUMÁL Fimm íslenskir karl- menn, sem lögreglan handtók í fyrramorgun vegna rannsóknar á innbrotum, hafa játað að hafa verið að verki á þremur stöðum. Þeim hefur öllum verið sleppt, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á lög- reglustöðinni á Krókhálsi. Mennirnir, sem eru á milli tví- tugs og þrítugs, hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Tveimur þeirra var sleppt í fyrrakvöld að loknum yfirheyrslum, en þremur í gærmorgun. Lögregla gerði þrjár húsleitir og fann tölvubúnað, skjái og myndvarpa, sem stolið hafði verið í innbrotum á svæðinu og sönnuðu aðild þeirra. -jss Þjófarnir látnir lausir: Játuðu innbrot við yfirheyrslur DÓMSMÁL Ungur karlmaður hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir ólög- mæta handtöku. Maðurinn var handtekinn í júnímánuði árið 2008 vegna gruns um aðild að líkamsárás. Manninum var haldið í tíu klukkustundir á lögreglustöð á meðan yfirheyrslur fóru fram. Honum var síðan sleppt að þeim loknum. Mál mannsins var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun. Hann krefst 700 þúsund króna í skaðabætur. - jhh Ungur karlmaður fyrir dómi: Vill 700 þúsund í bætur frá ríki BANDARÍKIN Fimmtán ára gamall McLaren F1 ofursportbíll millj- ónamæringsins Larry Ellison var seldur á tæplega 3,6 milljónir dala á uppboði á bílasýningu á Pebble Beach I í Kaliforníu í vikunni. Ellison er forstjóri Oracle hug- búnaðarfyrirtækisins og talinn sjötti ríkasti maður heims. Fjallað er um söluna á lífsstíls- vef Børsen í Danmörku, en þar kemur fram að nýr hafi bíllinn kostað 970 þúsund dali árið 1995. „Jafnvel þótt tekið sé tillit til verðbólgu í 15 ár er hægt að segja að Larry Ellison mali líka gull á því að aka dýrum bílum.“ - óká Ellison verður allt að gulli: Seldi ofursport- bíl með gróða MCLAREN F1 Bíll sömu tegundar og Larry Ellison seldi nýverið á sem nemur 430 milljónum íslenskra króna. Peningar í óskilum Peningar sem fundust í vestur- bæ Reykjavíkur eru í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Eigandinn getur vitjað þeirra í afgreiðslu lögreglunnar á Hverfisgötu 115, Reykjavík. Afhending fer fram gegn staðfestingu á eignarhaldi. LÖGREGLUFRÉTTIR NEYÐARAÐSTOÐ Bæta á við sjálf- boðaliðum hjá hjálparsíma Rauða krossins 1717 í september. Fram kemur á vef Rauða kross- ins að um þessar mundir sé tekið á móti umsóknum. „Áhugasamir einstaklingar sem vilja leggja þessu þarfa verkefni lið eru hvatt- ir til að senda inn umsókn,“ segir þar. Tekið er fram að æskilegt sé að hver sjálfboðaliði taki tvær til þrjá vaktir á mánuði. Umsjónar- maður sjái um að raða fólki á vaktir og sé það gert samkvæmt óskum hvers og eins. - óká Sjálfboðaliða vantar í símann: Rauði krossinn kallar á aðstoð SJÁVARÚTVEGSMÁL Fulltrúar fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB) ætla að funda um makríl- veiðar Íslendinga og Færeyinga í Brussel í Belgíu í næsta mánuði. Þetta tilkynnti Oliver Drewes, talsmaður framkvæmdastjórn- arinnar í sjávarútvegsmálum, á blaðamannafundi í gær. Fundurinn verður tæknilegs eðlis á milli full- trúa ESB og landanna beggja. Á blaðamannafundinum fór Dre- wes yfir deilur ESB við Íslendinga og Færeyinga og lagði áherslu á það viðhorf ESB að Íslendingar og Færeyingar valdi makrílstofnin- um skaða með ofveiði. „Þeir veiða langt umfram það sem rétt- lætanlegt er í vísindaskyni,“ sagði hann. „Þeir [inn- skot blm: fram- kvæmdastjórn ESB] geta fund- að eins og þeim s ý n i s t . V i ð eigum jafn mik- inn rétt til að veiða innan okkar lögsögu og þeir að veiða innan sinnar,“ segir Frið- rik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna máls- ins. Mjög hefur hitnað í deilum ESB við Íslendinga og Færeyinga sem snúa að úthlutun kvóta á makríl. Skoski Evrópuþingmaðurinn Stru- an Stevenson, krafðist þess á mánu- dag að ESB beiti löndin þvingunum á borð við löndunarbann. Þá líkti Financial Times deilunum á þriðju- dag við þorskastríðunum við Breta á sjötta og áttunda áratug síðustu aldar og hafði eftir Mariu Daman- aki, sjávarútvegsmálastjóra ESB, að Íslendingar taki mikla áhættu með makrílveiðum sínum, þær geti haft neikvæð áhrif á aðildarvið- ræður Íslands við ESB. Hún hefur skrifað Stefan Fuele, stækkunar- málastjóra ESB, bréf um málið. Þar kemur fram að ekki sé mögulegt að réttlæta makrílkvóta íslenska fisk- veiðiflotans. Bréfið var gert opin- bert á þriðjudag. Íslensk fiskiskip geta veitt 130 þúsund tonn af makríl á þessu ári. Friðrik J. Arngrímsson segir fiskveiðiflotann nánast kominn að mörkum, rúm hundrað þúsund tonn séu komin á land. „Við hefðum getað veitt mun meira en höfum takmarkað þær,“ segir hann. Makr- íllinn er að mestu frystur og seldur á erlendum mörkuðum. jonab@frettabladid.is MAKRÍLVEIÐI Íslensk stjórnvöld hafa gagnrýnt harðlega makrílveiðar Íslendinga, sem sagðar eru ógna makrílstofninum. Lítið þarf til að ná upp í 130 þúsund tonna makrílkvótann.FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON ESB blæs til fundar um makrílveiðar Fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ætla að ræða um makríl- veiði við íslensk og færeysk stjórnvöld í næsta mánuði. Friðrik J. Arngrímsson segir Íslendinga hafa jafn mikinn rétt til veiðanna og aðildarríki ESB. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 25.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,6481 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,56 121,14 185,98 186,88 152,49 153,35 20,471 20,591 19,045 19,157 16,117 16,211 1,4252 1,4336 181,67 182,75 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR PI PA R\ TB W A S ÍA 9 26 03 -5kr. VIÐ FYR STU NO TKUN Ó B-LYKIL SINS SÍÐAN A LLTAF -2kr . Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141 ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.