Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 50
34 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > MACDOWELL Í FOOTLOOSE Andie MacDowell hefur sam- þykkt að leika eiginkonu Dennis Quaid í endurgerð- inni af Footloose. Gerð myndarinnar hefur reynd- ar verið í lausu lofti og enn er ekki búið að finna aðalleikara myndarinn- ar til að endurtaka spor Kevins Bacon frá því á síðustu öld. Kvikmyndirnar Scott Pilgrim vs. the World og Step Up 3-D eru meðal nýrra mynda í kvikmyndahúsum borgarinnar. Scott Pilgrim skartar Michael Cera í kunnuglegu hlutverki, náunga sem á erfitt með að ná sér í stelpur en þegar hann finnur þá réttu hangir yfirleitt eitthvað á spýtunni. Persóna Cera í þessari mynd heitir Scott Pilgrim, er 23 ára gamall bassaleikari í bílskúrsbandi og hefur nánast aldrei verið við kvenn- mann kenndur. Þetta breytist allt þegar hann hittir Ramonu, sem er leikin af Mary Elisabeth Winstead. Hún er ekki öll þar sem hún er séð því sjö fyrirver- andi kærastar hennar hafa í hyggju að drepa Scott. Bassaleikarinn ólánsami verður því sjálfur að berjast fyrir lífi sínu og vera fyrri til. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Kieran Culkin, þann Culkin-bræðra sem ekki varð frægðinni að bráð. Til gamans má geta að kvikmyndatímaritið Emp- ire gaf myndinni fullt hús stiga og á imdb.com fær myndin 8,2 af tíu. Hið sama verður ekki sagt um Step Up 3-D. Eins og nafnið gefur til kynna er myndin í þrívídd en Hollywood er gjörsamlega að fara fram úr sér með þess- ari tækni. Step Up 3-D hefur fengið vægast sagt skelfi- lega dóma, fær falleinkunn hjá imdb.com eða 4,2. Rott- en Tomatoes er ögn vingjarnlegri í garð myndarinnar en í umsögnum um myndina kemur fram að aðal- leikararnir geti ekkert leikið, hins vegar séu dansatriðin ótrúlega flott. Aðalhlutverk- in í þessari mynd eru í hönd- um Ricks Malambri, Adams G. Sevani og Sharni Vinson. Cera í vanda og þrívíddardans VONLAUS KVENNAMAÐUR Michael Cera leikur enn og aftur vonlausan kvennamann í Scott Pilgrim. Miðað við gagnrýnina sem myndin fær virðist þetta þó vera besta Cera-myndin. Lítið hefur farið fyrir Katie Holm- es undanfarin ár eða síðan hún giftist Tom Cruise og eignaðist með honum Suri Cruise. Eftir að hafa sinnt barnauppeldi er Holmes nú aftur komin á kreik. Hún leikur til að mynda Jackie O í nýrri sjónvarpsþáttaröð um Kennedy-fjölskylduna og ekki má gleyma The Romantics, kvikmynd- inni sem íslenski kvik- myndagerðarmaðurinn Eva Maria Daniels fram- leiðir. Nýjustu frét t i r herma að Holmes eigi nú í viðræðum við Adam Sand- ler og hans lið um að leika í gaman- myndinni Jack & Jill. Myndin fjall- ar um deilur tví- burasystkina en Sandler hyggst leika bæði tvíbura- bróðurinn og tvíburasysturina. Holmes myndi þá leika eiginkonu Sandlers í myndinni en Al Pacino hefur þegar samþykkt, samkvæmt Hollywood Reporter, að leika sjálf- an sig í myndinni. Holmes virðist hafa í nægu að snúast því hún leikur eitt aðalhlutverkanna í Don‘t Be Afraid of the Dark sem kemur úr smiðju mexíkóska snillingsins Guillermo del Toro. Holmes má líka við því að endurreisa feril sinn eftir að hafa verið sparkað, nánast bókstaflega, úr Batman-syrpu Chris Nolan. Katie snýr aftur MEÐBYR Katie Holmes finnur fyrir smá meðbyr en hún er smám saman að snúa aftur til starfa í Hollywood eftir barnauppeldi. Samkvæmt yfirlýsingu frá Univer- sal mun Dustin Hoffman endur- taka hlutverk sitt sem Bernie Fock- er í þriðju myndinni um ævintýri (lesist: óheppni) Gaylords Focker – eitt besta hlutverk Bens Stiller – og samskipti hans við tengdaföður sinn og CIA-manninn Jack Bynes. Hinar tvær myndirnar, Meet the Parents og Meet the Fockers, slógu eftirminnilega í gegn en samning- ar náðust ekki við Hoffman fyrir þriðju myndina sem hefur verið gefið nafnið Little Fockers. Ekki tókust samningar við Hoffman um að leika í myndinni á sínum tíma og neyddust hand- ritshöfundarnir meðal annars að skrifa nýtt handrit þar sem Bernie var ekki í myndinni. En um helgina bárust fréttir af því að Hoffman hefði hitt tökulið myndarinnar og allt leikaraliðið var kallað í nokkr- ar umfangsmiklar tökur. Forsvars- menn Universal staðfestu þessar fréttir síðan og bættu því við að kostnaður við myndina hefði verið undir kostnaðaráætlun og þeir því ákveðið að nota „skiptimyntina“ til að borga Hoffman nokkuð góða summu. Að þessu sinni eiga þau Gayl- ord, eða Greg, og Pam von á sínu fyrsta barni og það, eins og gefur að skilja, skapar nokkuð mikla tog- streitu milli Gregs og Jacks. Ekki skánar ástandið þegar Jack fer að gruna að Greg gangi með grasið í skónum á eftir hjúkrunarfræðingi, sem Jessica Alba leikur. Hoffman í þriðju myndinni LÉT SLAG STANDA Dustin Hoffman féllst á að leika í þriðju Meet-myndinni, en þær fjalla um samskiptaörðugleika Jacks Bynes og Gaylords Focker. Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM Þýski leikarinn Dieter Laser fer með aðalhlut- verkið í kvikmyndinni The Human Centipede. Hann lagðist í drykkju eftir að tökum á myndinni lauk. Þýski leikarinn Dieter Laser fer með eitt aðalhlutverkanna í hryll- ingsmyndinni The Human Centi- pede sem er frumsýnd á vegum Græna ljóssins 27. ágúst. Mynd- in hefur hlotið misjafna dóma gagnrýnenda en þrátt fyrir það hefur hún öðlast költstöðu meðal margra hrollvekjuaðdáenda, bæði fyrir myrkan húmor og nýstárlegt handrit. Laser segir best að horfa á myndina í góðra vina hópi því þá komist hinn svarti húmor betur til skila heldur en þegar horft er á myndina einn síns liðs. „Mót- tökurnar hafa verið misjafnar. Eiginkona mín sá myndina á sér- stakri miðnætursýningu í Berlín og fannst hún gríðarlega fyndin. Ef menn mæta einir á myndina er hætta á að þeir sjái ekki spaugi- legu hliðina og verði fyrir von- brigðum því þetta er ekki hryll- ingsmynd. Hið hryllilega er ekki sýnt nákvæmlega heldur gerist að mestu í huga áhorfandans. Ég hef sjálfur verið viðstaddur nokkrar frumsýningar og finnst sem fólk sé almennt mjög hrifið af mynd- inni,“ segir hinn geðþekki leikari. Laser ræddi við leikstjóra kvik- myndarinnar, Tom Six, áður en hann las handritið og lýsti Six hugmyndum sínum svo fjálglega að Laser heillaðist strax og sam- þykkti að taka hlutverkið að sér. „Þegar ég las svo handritið fóru að renna á mig tvær grímur og ég ótt- aðist að þetta gæti haft slæm áhrif á leikferil minn. Ég ákvað samt að halda áfram og hóf að undirbúa mig. Ég vakti á nóttunni og las handritið aftur og aftur og hugs- aði um hlutverkið þannig að þegar tökur hófust átti ég mjög auðvelt með að smella mér í hlutverk Dr. Heiters.“ Aðspurður segir Laser nauðsyn- legt fyrir leikara að kafa eins djúpt í hlutverk sitt og þeir mögulega geta og gerði hann einmitt það með hinn bandóða Dr. Heiter. „Einmitt þetta gerir leiklistina svo spenn- andi. Fyrir þetta hlutverk þurfti ég að kafa ofan í mínar myrku hlið- ar. Sem Þjóðverji skil ég að menn geta aldrei verið fullvissir um sitt innsta eðli og maður sá það best í kringum seinni heimsstyrjöldina,“ segir hann. Við tökur á myndinni einangraði Laser sig algjörlega frá mótleikurum sínum og öðrum í tökuliðinu, hann snæddi meðal annars einn og ræddi aldrei við samstarfsfélaga sína. „Þetta var ein aðferðin við að styrkja karakt- erinn. Ég hafði engin samskipti við mótleikara mína sem gerði það að verkum að þeim fannst óþægilegt að vera nálægt mér og á sama tíma skapaðist bil á milli okkar, líkt og á milli guðs og sköpunarverks. En við erum öll miklir vinir í dag,“ segir hann og hlær. Laser viðurkennir að hann hafi lagst í drykkju eftir að tökum á The Human Centipede lauk og drakk hann ótæpilega í nokkrar vikur. „Ég drekk yfirleitt ekki en ég drakk mikið vikurnar eftir að tökum lauk. Maður verður hálf tómur eftir að hafa verið í kar- akter í langan tíma og það getur verið erfitt að snúa aftur í raun- veruleikann og takast á við hið daglega líf. Ég þurfti að þvo haus- inn á mér hreinan af Dr. Heiter og nú er hann mér alveg ókunnugur.“ sara@frettabladid.is Einangraði sig frá mótleik- urum sínum í myndinni VILL HEIMSÆKJA ÍSLAND Dieter Laser er virtur sviðsleikari í heimalandi sínu. Hann hefur aldrei heimsótt Ísland en sagðist gjarnan vilja koma ef aðstandendur myndar- innar greiddu fyrir hann flugfarið. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni. NORDICPHOTOS/GETTY Aðstandendur 23. myndarinn- ar um James Bond hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir full- vissa aðdáendur kvikmyndabálks- ins um að myndin verði gerð. Það vakti mikla athygli þegar ákveðið var að fresta gerð myndarinnar vegna fjár- hagsvandræða MGM-kvik- myndaversins og margir sáu fyrir sér að sögunni „enda- lausu“ um Bond, konurnar í lífi hans og vondu karlana með heimsyfirráðshugmyndir sínar væri loks lokið. En öðru nær, 23. myndin verður gerð ef marka má áðurnefnda yfirlýsingu. Ian Dunleavy, yfirmaður Pine- wood-kvikmyndaversins í Buck- ingham, sagði við fjölmiðla að myndin yrði að raunveru- leika í nánustu framtíð. Margir hafa hrósað Daniel Craig fyrir frammistöðu hans í hlutverki Bond í síðustu tveimur myndum en hann ákvað í kjölfarið á frestuninni að leika Mika- el Blomkvist í mynd- u m D av i d Fincher eftir bókum Stiegs Larsson. Bond ekki búinn SNÝR AFTUR Forsvarsmenn Pinewood-kvikmynda- versins eru sannfærðir um að Daniel Craig muni snúa aftur í hlutverki Bond.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.