Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 46

Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 46
30 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > ekki missa af … Sýningunni Nekt sem staðið hefur yfir í Listasafni Reykjavík- ur – Hafnarhúsinu frá því um miðjan maí lýkur á föstudag- inn. Sýningin samanstendur af þrjátíu ögrandi myndum af nöktum líkömum í raunstærð eftir hinn heimskunna ljósmyndara Gary Shneider. Hafnarhúsið er opið daglega frá 10 til 17 og alla fimmtu- daga frá 10 til 22. Kl. 22.00 Evróputúr íslensku hljómsveitarinn- ar Kimono hefst á tónleikastaðnum Faktorý, áður Grand Rokk, laugar- daginn 28.ágúst klukkan 22.00. Hljómsveitin Formaður Dagsbrúnar mun styðja við bakið á Kimono en það er Þormóður Dagsson sem er í forsvari fyrir þá ágætu sveit. Vesturport hefur ráðist í að gefa út DVD-mynd- disk með uppfærslu sinni af Woyzeck en í henni heyrist óútgefin tónlist eftir Nick Cave og Warren Ellis. Diskurinn fæst í bókabúð Máls og menn- ingar en Woyzeck var frumsýnt í Borgarleikhús- inu árið 2005 og hefur gert góða hluti á erlendri grundu undanfarin ár, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá hópnum. Þá kemur einnig fram að mikið sé lagt í að hafa hljóð- og myndgæði sem allra best en upptakan fór fram i Árósum í Danmörku árið 2009. Vesturport hefur í nægu að snúast um þessar mundir því nú styttist í að Faust verði sett upp í Young Vic-leikhúsinu í London en sýn- ingin er sett upp í tilefni af fjörutíu ára afmæli leikhússins. Þá ætlar hópurinn að reyna sig við gamanleik eftir áramót í Borgarleikhúsinu, þrjár sýningar verða á Hamskiptunum í Þjóðleikhús- inu um helgina og svo er það BAM-leikhúsið í New York þar sem sjálft Broadway gæti verið innan seilingar. Woyzeck gefið út á DVD Á DVD Hinn margrómaða sýning Vesturports á Woyzeck hefur verið gefin út á DVD. Sinfóníuhljómsveit Norður- lands hefur náð að marka sér sína sérstöðu í menn- ingarlífi landsmanna og á sunnudaginn hefst nýr kafli í sögu sveitarinnar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands stendur á merkum tímamótum. Því eftir átján ára samfelld ferða- lög og flakk er hljómsveitin loks komin með fastan samastað í Menningar-húsi Akureyringa, Hofi. Að því tilefni verður blás- ið til hátíðartónleika 29. ágúst en einleikari á þeim verður Víking- ur Heiðar Ólafsson, einn fremsti píanóleikari þjóðarinnar. Víking- ur Heiðar hyggst flytja píanó- konsert eftir Edward Grieg en Víkingur hefur hlotið fjölda við- urkenninga fyrir píanóleik sinn, meðal annars Íslensku tónlistar- verðlaunin tvisvar, annars vegar sem flytjandi ársins og hins vegar sem bjartasta vonin. Að því er kemur fram í fréttatil- kynningu frá hljómsveitinni verð- ur nýtt verk eftir Hafliða Hall- grímsson einnig frumflutt en það var samið sérstaklega fyrir þetta tilefni. Verkið hefur Hafliði nefnt Hymnos op. 45 en tónskáldið býr í Skotlandi og helgar sig tónsmíðum þar. Þá verður einnig flutt sinfón- ía númer 9 eftir Antonín Dvorák en stjórnandi sveitarinnar á tón- leikunum verður Guðmundur Óli Gunnarssonar. Fyrstu tónleikarnir í Hofi MIKIÐ UM DÝRÐIR Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er komin með fastan samastað í Menningarhúsi Akureyringa, Hofi. Útgáfutónleikar Miri í Reykjavík fara fram í Þjóðmenningarhús- inu við Hverfisgötu á föstudag. Þetta verða aðrir útgáfutónleik- ar hljómsveitarinnar í tilefni af útgáfu hennar á plötunni Okkar sem Kimi Records gaf út í júní. Þeir fyrri fóru fram á Seyðis- firði þar sem fólk á öllum aldri fyllti húsakynni Herðubreiðar. Ásamt Miri stíga á stokk Bergur Ebbi Benediktsson, Snorri Helga- son og Loji Höskuldsson. Þetta verða síðustu tónleikar Miri í bili en trommuleikarinn Ívar Pétur Kjartansson heldur til Danmerk- ur í upphafi september. Miri fagnar nýrri plötu MIRI Hljómsveitin Miri heldur útgáfutón- leika á föstudagskvöld. LÓKAL – alþjóðleg leiklistarhá- tíð í Reykjavík fer fram dagana 1.-5. september. Hátíðin er hald- in í þriðja sinn og í ár er lögð sér- stök áhersla á nýjar og spennandi leiksýningar frá Norðurlöndunum. Einnig verður boðið upp á lista- mannaspjall eftir sýningar og efnt til málþings um nýjustu strauma og stefnur í norrænu leikhúslífi. Gestir hátíðarinnar verða Rim- ini Protokoll frá Berlín, sem er einn kunnasti leikhópur Evrópu, Teater får 302 frá Danmörku, leik- hópurinn De Utvalgte frá Noregi, Teatr Weimar frá Malmö, Nya Rampen frá Finnlandi og reyk- vísku leikhóparnir Kviss Búmm Bang og 16 elskendur. Kviss Búmm Bang setur á svið fund fulltrúa helstu iðnríkja heims og kallast viðburðurinn The Great Group of Eight. 16 elskendur sýna Nígeríusvindlið þar sem hópurinn setur sig í samband við fjármála- snillinga frá Nígeríu. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Lokal.is. Lókal-hátíðin í þriðja sinn NYA RAMPEN Finnski leikhópurinn Nya Rampen sýnir Undantekninguna á Lókal. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg Íslensk-dönsk/dönsk-íslensk vasaorðabók - Halldóra Jónsd. Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Dönsk orðabók Orðabókaútgáfan Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbol/Agnete Frills Ensk orðabók Orðabókaútgáfan Matsveppir í náttúru Íslands Ása Margrét Ásgrímsdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 18.08.10 - 24.08.10 Sjálfstætt fólk - kilja Halldór Laxness Íslandsklukkan - kilja Halldór Laxness Meistarar og lærisveinar kilja - Þórbergur Þórðarson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.