Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 2

Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 2
2 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Lárus, var þessi rannsókn ekki mikill hausverkur? „Jú, þar til niðurstöður voru fengn- ar.“ Lárus Steinþór Guðmundsson hefur unnið rannsókn á tengslum mígrenis og þess að deyja úr hjartasjúkdómum. ORKUMÁL Iðnaðarráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu hluta af bréfi sem Ross Beaty, forstjóri Magma, sendi Katrínu Júlíusdóttur iðn- aðaráðherra 18. ágúst síðastlið- inn. Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, var sent afrit af bréfinu. Ráðuneytið afhendir ekki bréf- ið allt heldur hefur það með vísan í upplýsingalög fellt út mikilvæga hluta bréfsins, bæði málsgrein þar sem ráðuneytið segir að fjallað sé um viðkvæma hagsmuni Magma og eins setningu þar sem ráðu- neytið segir að Ross Beaty lýsi persónulegum skoðunum. Ekkert vantar þó á að skoðanir Beatys á ýmsum málum komi fram í þeim hlutum bréfsins sem ráðu- neytið telur sér heimilt að birta án þess að brotið sé gegn lögum. Í hinum opinberu köflum bréfsins lýsir hann meðal annars þeirri skoðun að hann harmi áfram- haldandi deilur um aðkomu Magma að HS Orku og kveðst í einlægni hafa talið að fyrirtækinu yrði tekið fagnandi hér á landi. Þá segist hann hafa þá stefnu að búa til fyrirtæki í framleiðslu á hreinni orku á heimsvísu og seg- ist einlægur umhverfisverndar- sinni. Það hafi tekið hann sárt að verða fyrir árásum á mannorð sitt. Í umræðum hér á landi hafi borið á alls kyns vitleysu og röngum upp- lýsingum. Áður er komið fram að í bréfinu býður Beaty íslenskum stjórnvöld- um til viðræðna um að þau eignist rétt til að kaupa hlut í fyrirtæk- inu og til þess að endurskoða þann tíma sem fyrirtækið fær nýtingar- rétt á auðlindum á Reykjanesi. Þá greindi Fréttablaðið frá því í gær að í bréfinu lýsi Beaty þeirri skoðun að hann vilji síður selja græna orku sem HS Orka fram- leiðir til álvers Norðuráls. Setn- inguna með þeirri skoðun Beatys er ekki að finna í hinni ritskoðuðu útgáfu bréfsins sem iðnaðarráðu- neytið gerði opinbera í gær. - pg Iðnaðarráðuneytið afhendir ritskoðaða útgáfu af bréfi frá Ross Beaty: Sumar skoðanir Beatys taldar birtingarhæfar en aðrar ekki ROSS BEATY DÝRALÍF „Smyrillinn virtist vera vankaður þar sem hann stóð á miðjum þjóðveginum, svo ég hand- samaði hann bara og tók hann með mér heim.“ Þetta segir Jarl Sigurgeirsson en hann og fjölskylda hans fóstra nú slasaðan smyril á heimili sínu í Vestmannaeyjum. Fjölskyldan var á ferð í Gríms- nesi fyrir tæplega hálfum mán- uði þegar smyrillinn varð á vegi hennar. „Hann var fremur gæfur og hreyfði sig varla þegar ég tók hann,“ segir Jarl. „Nú er hann bara í búri úti í garði hjá mér. Hann virðist vera að hressast og sleppi ég honum þarf ég stundum að elta hann. En svo stekkur hann sjálfur af hendinni á mér inn í búrið.“ Jarl segir að svo virðist sem fuglinn hafi skaddast á væng og geti því ekki flogið heldur einungis flögrað lítillega. Leitað hefur verið til dýralæknis og fleiri fagmanna vegna meiðslanna. „En mér sýnist að hann eigi enga framtíð sem frækinn flug- kappi, því miður,“ segir Jarl og íhugar að ræða við Húsdýragarð- inn um að taka fuglinn að sér. Þar geti hann fengið meira rými. Fugl- inn sé í lagi, utan meiðslanna, og hafi góða matarlyst. Hann ráðist á kjötbitana með kjafti og klóm og hámi þá í sig. - jss Fjölskylda í Vestmannaeyjum er með slasaðan ránfugl í fóstri: Vankaður smyrill á miðjum vegi SMYRILLINN Jarl með meidda smyrilinn, sem er allur að braggast á fósturheimil- inu. FRETTABLADID/ÓSKAR EYJAFJALLAJÖKULL Mikil gufa steig upp úr Eyjafjallajökli í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofu Íslands er ekkert sem bendir til þess að gufan stafi af einhverju öðru en eðlilegri uppgufun vatns í jöklinum og sýna jarðskjálftamæl- ar enga virkni. „Það er stanslaus uppgufun frá jöklinum og þegar skyggni er gott þá sést það mun betur,“ segir Davíð Sigurðsson hjá Veðurstofu Íslands. Gufumökkurinn náði þrjá kílómetra upp í loftið fyrr í mánuðinum, en þá mældist held- ur engin virkni. „Þetta er eðlilegt ferli og uppgufun vatnsins í jöklin- um er partur af því,“ segir Davíð. - sv Enn kemur gufa úr jöklinum: Ekkert bendir til frekari virkni EYJAFJALLAJÖKULL Mikinn gufustrók lagði upp úr jöklinum í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON VIRKJANIR Sjö tilboð bárust í fram- kvæmdir byggingarhluta Búðar- hálsvirkjunar í gær. Af þeim bauð Búðarafl sf. lægst, en ásamt þeim buðu Ístak hf. og CWE einnig margvíslega afslætti af tilboðum ef samið yrði um tvö eða fleiri verk. Landsvirkjun gerir ráð fyrir því að um tíu vikur geti liðið frá opnun tilboða þar til endanlegur verk- takasamningur liggi fyrir. Fram- kvæmdir við Búðarhálsvirkjun hefjist líklega fyrir árslok 2010 og vonast er til að hún verði komin í fullan rekstur fyrir árslok 2013. - sv Framkvæmdir við Búðarháls: Landsvirkjun bárust sjö tilboð VIÐSKIPTI „Þetta er ekki gott upp- gjör. En það var viðbúið að sjóð- urinn yrði fyrir útlánatapi,“ segir Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalána- sjóðs. Íbúðalánasjóður tapaði tæpum 1,7 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Eigið fé sjóðs- ins nam 8,4 milljörðum króna í lok júní og er það tæplega 27 pró- senta lækkun á eigin fé sjóðsins frá áramótum. Þá er eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs 2,1 prósent sem er langt undir 5,0 prósenta markmiði. Til samanburðar er lögboðin lág- markskrafa Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutföll banka og fjár- málafyrirtækja 16.0 prósent. Árni Páll Árnason félagsmála- ráðherra hefur verið upplýstur um stöðuna en starfshópur á vegum ráðuneytis hans vinnur nú að til- lögum um eiginfjárstöðu sjóðsins. Í uppgjöri Íbúðalánasjóðs nú munar mestu um tæplega 1,5 millj- arða króna virðisrýrnun útlána auk þess sem tekjur hafa dregist veru- lega saman á milli ára. Í lok fyrri hluta árs voru 6,3 prósent lántak- enda sjóðsins í vanskilum saman- borið við 5,3 prósent í lok síðasta árs. Til samanburðar námu vanskil 0,2 prósentum árin 2007 og 2008. Ásta segir bága stöðu Íbúða- lánasjóðs nú litast af efnahags- og bankahruninu. Ekki megi segja að útlán hans fyrir hrun hafi verið óeðlileg. Þær hafi verið í takt við áætlanir um íbúafjölgun, svo sem tengdum virkjanaframkvæmdum á Austurlandi. Íbúðalánasjóður á í dag mikinn fjölda fasteigna fyrir austan sem hann hefur þurft að taka til sín vegna vanskila. jonab@frettabladid.is Íbúðalánasjóður eignast 1.100 íbúðir Afkoma Íbúðalánasjóðs hefur hríðversnað eftir hrun. Tekjur sjóðsins hafa dreg- ist saman og vanskil aukist verulega. Áætlanir gera ráð fyrir að sjóðurinn taki yfir tvöfalt fleiri íbúðir á þessu ári en á því síðasta, segir framkvæmdastjóri. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Tekjur Íbúðalánasjóðs hafa dregist verulega saman á árinu og vanskil aukist. Hann hefur þurft að taka yfir rúmlega átta hundruð íbúðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íbúðalánasjóður hefur þurft að taka til sín fleiri fasteignir á þessu ári en í fyrra. Í lok síðasta árs hafði hann tekið yfir 347 fasteignir. Þær voru 739 í lok júní í ár. Síðan þá hafa rúmlega sextíu bæst í hópinn og á Íbúðalánasjóður nú rúmlega átta hundruð íbúðir. Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir áætlanir gera ráð fyrir að hámarkinu verði náð öðru hvoru megin við næstu áramót. Gangi allt eftir mun Íbúðalánasjóður eiga 1.100 íbúðir á fyrstu mánuðum næsta árs. „Við leitum allra leiða til að koma í veg fyrir fleiri nauðungarsölur og reynum að bjarga fólki frá því að missa heimili sín,“ segir Ásta. Mun taka yfir 360 íbúðir til áramóta Árshlutauppgjör Íbúðalánasjóðs* 2010 2009 2008 Afkoma -1.680 463 465 Tekjur 505 1.800 1.329 Eigið fé 8.402 13.748 13.284 Virði yfirtekinna eigna 6.435 2.425 1.031 Eiginfjárhlutfall 2,1% 3,0% 4,3% Hlutfall vanskila 6,3% 5,3% 0,2% * Í milljónum króna DÓMSMÁL Ríkislögreglustjóri hefur gefið út nýtt skipurit fyrir efnahagsbrotadeild embættisins. Það gerir ráð fyrir að tveir sak- sóknarar starfi á rannsóknar- og ákærusviði deildarinnar. Sigríði Elsu Kjartansdóttur, sem skipuð er saksóknari hjá embættinu hefur verið falið að gegna starfi saksóknara við efna- hagsbrotadeild. Þá hefja fleiri nýir starfsmenn störf við deild- ina á næstunni, að því er fram kemur hjá ríkislögreglustjóra. Á síðustu misserum hafa tíu lögreglumenn hjá ríkislögreglu- stjóra horfið til starfa hjá sér- stökum saksóknara, þar af fimm tímabundið. - jss Kynna nýtt skipurit: Nýr saksóknari efnahagsbrota ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Stjórn Íbúða- lánasjóðs hefur borist erindi frá félagsmálaráðherra þess efnis að skipuð verði nefnd sem leggi mat á umsækjendur um stöðu fram- kvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Guðmundur Bjarnason hætti sem framkvæmdastjóri 1. júlí og átti þá að vera búið að ganga frá ráðningu eftirmanns. Ekki var samstaða um ráðninguna. Ásta H. Bragadóttir er tímabundið starf- andi framkvæmdastjóri. Hún var jafnframt einn umsækjenda en dró umsóknina til baka í gær. - jab Nefnd fari yfir umsækjendur: Ekki samstaða um nýjan stjóra ÞJÓÐKIRKJAN Málverk af Ólafi Skúlasyni, fyrrum biskupi, hefur verið fært til á Biskupsstofu. Fréttablaðið og Vísir birtu í gær myndir af Karli Sigurbjörnssyni biskupi og Geir Waage eftir fund þeirra í gærmorgun, þar sem málverkið af Ólafi var afar áber- andi hluti af myndinni. Steinunn Björnsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Biskupsstofu, segir í samtali við fréttavef DV að mál- verkið hafi verið fært til af til- litssemi og starfsfólk hafi séð að það hafi vakið upp sárar tilfinn- ingar meðal fólks. - sv Málverk af Ólafi Skúlasyni: Tekið af gangi Biskupsstofu BISKUPAR OG PRESTUR Málverkið af Ólafi Skúlasyni heitnum sést hér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.