Fréttablaðið - 27.08.2010, Qupperneq 6
6 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
Verið
velkominn
Ný krakkajóganámskeið að hefjast hjá Jóga stúdíó.
Mánudagar 2-4 ára klukkan 16:30
Miðvikudagar 5-7 ára klukkan 16:30
Fimmtudagar 8-12 ára klukkan 16:30
Krakkajóga
Seljavegi 2, gamla Héðinshúsinu,
við hliðina á Loftkastalanum
Nánari upplýsingar og skráning á jogastudio.is.
Einnig hægt að skrá í síma 772-1025 Ágústa
og 695-8464 Drífa.
ÚTFÖR Mikið fjölmenni, um ell-
efu hundruð manns, var við útför
Hannesar Þórs Helgasonar sem
var gerð frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði klukkan eitt í gær.
Færri komust að í kirkjunni en
vildu og var athöfninni því varpað
á skjá í íþróttasal Víðistaðaskóla.
Séra Gunnar Rúnar Matthías-
son jarðsöng og Björgvin Hall-
dórsson, Stefán Hilmarsson, Páll
Rósinkrans og Karlakórinn Þrestir
sungu við athöfnina.
Hannes Þór var fæddur 9. júlí
1973 og var því 37 ára er honum
var ráðinn bani á heimili sínu við
Háaberg í Hafnarfirði 15. ágúst
síðastliðinn, - jss
ÚTFÖRIN Um ellefu hundruð
manns voru við útför Hannesar
Þórs Helgasonar.
Útför Hannesar Þórs Helgasonar fór fram frá Víðistaðakirkju í gær:
Fjölmenni við jarðarförina
EFNAHAGSMÁL Unnið er að lokafrá-
gangi skjala til þess að hægt verði
að leggja þriðju endurskoðun efna-
hagsáætlunar Íslands og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir
stjórn sjóðsins. Þetta kom fram
á reglubundnum upplýsingafundi
sjóðsins í Washington í gær.
Gerry Rice, yfirmaður ytri sam-
skipta hjá AGS, svaraði spurn-
ingum blaðamanna og var ekki á
honum að skilja að óleyst deila um
Icesave við Breta og Hollendinga
gæti orðið til að tefja endurskoðun-
ina. „Það sem ég get sagt um það
mál er að náðst hefur samþykki
sendinefndar-
innar og verið
er að ganga
frá gögnum.
Við sjáum enn
fram á að málið
verði lagt fyrir
stjórnina í sept-
ember,“ sagði
hann.
Í grein Stein-
gríms J. Sigfússonar fjármálaráð-
herra í Fréttablaðinu í gær segir
hann þá sem nú tali digurbarka-
lega um að þó hafi ekki gengið verr
en raun beri vitni þrátt fyrir óleyst
Icesave-mál vita minnst um bar-
áttuna bak við tjöldin við að halda
hlutum í horfinu. „Til dæmis að
knýja fram aðra endurskoðun sam-
starfsins við AGS þrátt fyrir stöðu
Icesave-málsins,“ segir hann.
Lausn Icesave sé nauðsynleg for-
senda áframhaldandi endurreisn-
ar og liður í að koma á eðlilegu
ástandi í samskiptum við umheim-
inn, opna aðgang að erlendum fjár-
málamörkuðum og endurreisa orð-
spor landsins. „Icesave-málið er
því ekki einangrað vandamál held-
ur hluti af mjög stórri heild, því að
koma Íslandi áfram.“ - óká
GERRY RICE
Enn er stefnt að þriðju endurskoðun áætlunar Íslands og AGS í september:
Unnið að lokafrágangi skjala
Hefur þú sagt þig úr þjóðkirkj-
unni?
Já 25,5
Nei 74,5
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ættu orkufyrirtæki frekar að
selja græna orku til annarra
fyrirtækja en álvera?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
NORÐUR-KÓREA, AP Jimmy Carter,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
lagði leið sína til Norður-Kóreu í
vikunni í þeirri
von að fá látinn
þar lausan Aija-
lon Gomes,
bandarískan
ríkisborgara
sem hefur setið
þar í fangelsi
síðan í janúar.
Gomes var
dæmdur til átta
ára þrælkunarvistar þar í landi
fyrir að hafa komið ólöglega inn í
landið yfir landamærin frá Kína.
Svo virðist sem Carter hafi feng-
ið litlu ágengt því Kim Jong Il,
leiðtogi Norður-Kóreu, virtist ekki
hafa áhuga á að hitta hann heldur
hélt í óvænta heimsókn til Kína. - gb
Carter í Norður-Kóreu:
Reyndi að fá
fanga lausan
JIMMY CARTER
SJÁVARÚTVEGUR Höfundar svokall-
aðrar samningaleiðar í sjávarút-
vegi gera að tillögu sinni að meiri-
hluta aflaheimilda verði úthlutað til
útgerðarinnar með sérstökum samn-
ingum. Því magni sem út af stendur
verður úthlutað með byggðasjónar-
mið eða önnur félagsleg sjónarmið
að leiðarljósi. Reglur um strand-
veiðar eru nefndar við úthlutun úr
minni pottinum og þeim möguleika
velt upp að hluti aflans yrði til sölu
á tilboðsmarkaði.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er í skýrslunni talað um
að fimm til tuttugu prósent af afla-
heimildum falli í minni pottinn.
Útgerðin fái því 80 til 95 prósent í
sinn hlut á grundvelli heimilda sem
þeir hafa öðlast í gegnum tíðina
með upphaflegri úthlutun kvóta eða
kvótakaupum í núgildandi kerfi.
Höfundar telja mögulegt að gjald
verði greitt af auðlindinni með þeim
hætti að fast gjald verði greitt við
samningsgerð. Til viðbótar verði
greitt hlutfall auðlindarentu í ríkis-
sjóð. Auðlindarentan er hagnað-
ur útgerðarinnar eftir að kostnað-
ur hefur verið dreginn frá tekjum
vegna nýtingarinnar.
Starfshópur um endurskoðun fisk-
veiðistjórnunarkerfisins sat á mara-
þonfundi í gær við að ljúka vinnu
sem hófst fyrir rúmu ári. Grunnhug-
myndin að samningaleiðinni í sjáv-
arútvegi virðist hugnast meirihluta
starfshópsins. Fyrir liggur að mik-
ill meirihluti nefndarmanna hafn-
ar hugmyndum um fyrningarleið
og útfærslum á henni. Jón Steins-
son, prófessor í hagfræði, hefur
þróað fyrningarleiðina að beiðni
formanns starfshópsins, Guðbjarts
Hannessonar. Svokölluð tilboðs-
leið eða leigutilboðsleið hans liggur
Útgerðin fái 80 til
95% aflaheimilda
Grunnhugmyndin að svokallaðri samningaleið í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að
stærsti hluti aflaheimilda verði í höndum útgerðarinnar á grundvelli upphaf-
legrar úthlutunar afla eða kvótakaupa. Fyrningarleið virðist úr sögunni.
AUÐLINDIN NÝTT Hlutverk nefndarinnar er risavaxið; að setja fram valkosti til
þess að sátt náist um fiskveiðistjórnunarkerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
Ár Álagning veiðigjalds (milljónir króna)
2004 695
2005 756
2006 421
2007 425
2008 180
2009 1.015*
*Áætlun
Tekjur ríkisins af veiðigjaldi 2004-2009
fyrir nefndinni en Jón telur að hún
gæti skilað fjórtán milljörðum á ári
í tekjur þegar fram í sækir.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, situr í nefndinni.
Hann vildi ekkert tjá sig um hvaða
leið eða útfærslur á fiskveiðistjórn-
unarkerfinu eru til umræðu eða
hvaða leið hugnist útgerðarmönn-
um helst.
Margoft hefur komið fram hvaða
skoðun hagsmunaaðilar í sjávar-
útvegi hafa á fyrningarleiðinni og
útfærslum á henni. Hún þýðir upp-
brot greinarinnar og fjöldagjaldþrot,
að þeirra mati. Innan úr nefndinni
hafa þau skilaboð borist að samn-
ingaleiðin sé það fyrirkomulag sem
hagsmunaaðilar berjist fyrir.
svavar@frettabladid.is
Ufsarlón tæmt
Landsvirkjun hefur hafið tæmingu
Ufsarlóns. „Ef áætlanir standast eiga
íbúar á bökkum Jökulsár ekki að verða
mikið varir við framkvæmdina,“ segir á
vef Fljótsdalshrepps.
FLJÓTSDALSHREPPUR
Hvergerðingar aldrei fleiri
Hvergerðingar hafa aldrei verið fleiri.
Samkvæmt nýjustu tölum Hagstof-
unnar eru þeir 2.324. Í tilkynningu
bæjarnins er ánægju lýst með þetta
og segist sveitarfélagið hafa unnið
markvisst að því að bæta umhverfi og
aðstöðu íbúa.
HVERAGERÐISBÆR
REYKJAVÍK Byggingarfulltrúinn
vill að skúr sem reistur hefur
verið án leyfis við verslunarhús-
næðið í Nóatúni 17 verði rifinn.
„Það er mat slökkviliðsins að
skúrinn valdi mikilli sambruna-
hættu ef hann brennur en hann
liggur nánast við glugga á gafli
hússins,“ segir byggingarfulltrúi.
Eldhættan sé sérstaklega mikil
því kofinn sé klæddur tjörupappa.
Hann vill skýringar frá eiganda
hússins, Íshamri ehf. og bendir
á að skúrinn kunni að verða fjar-
lægður á kostnað eigandans. - gar
Byggingarfulltrúi vill skýringar:
Eldfimur skúr
við Nóatúnshús
Terta í boði
Fagnað er um þessar mundir 50 ára
afmæli Sundlaugar Húsavíkur. Af því
tilefni er íbúum og gestum sveitar-
félagsins boðið í sund laugardaginn
28. ágúst. „Terta í boði,“ segir á vef
Norðurþings.
HÚSAVÍK
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
KJÖRKASSINN