Fréttablaðið - 27.08.2010, Page 17
FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2010 17
AF NETINU
Er ég Deutsche Bank?
Það er einfalt mál að á Íslandi er of mikið af húsnæði fyrir
fólkið sem í landinu býr. Við höfum félagslegt kerfi sem gerir
ráð fyrir að enginn sé heimilislaus. Jafnan er einföld. Fólkið
sem byggir landið mun alltaf hafa þak yfir höfuðið. Að sama
skapi er það augljós staðreynd að á meðan við fáum olíu til
að knýja skipaflotann okkar eigum við feykinóga fæðu fyrir
alla sem hér búa. En þetta þarf að segja og þeir sem þurfa
að segja það skýrt eru ráðamenn þessarar þjóðar. Í aðdraganda uppboða
fara þúsundir manna varla upp úr rúminu vegna kvíðans sem fylgir því að
eiga í vændum að missa húsnæði sitt. [...] Hvernig stendur á því að forsæt-
isráðherra hefur ekki beðið um að fá að ávarpa þjóðina á besta tíma á RÚV
til að segja þessi einföldu orð: ,,Enginn mun búa á götunni á Íslandi, enginn
mun deyja úr hungri á Íslandi og engan mun skorta klæði á Íslandi!”
[...] Eina ástæðan sem ég sé fyrir því að þetta er ekki gert er óþolandi
tilhneiging til að styggja ekki erlenda kröfuhafa. Það er kominn tími til að því
ljúki. Ríkisstjórnin situr ekki í umboði Deutche Bank. Svo einfalt er það!
pressan.is/pressupennar/LesaSolvaTryggvason
Sölvi Tryggvason
Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í
þeim tilgangi þurfti að fjarlægja
um fjörutíu bílastæði í eigu
borgarinnar úr syðri vegkantin-
um og mála þar græna rönd með
hjólamerki. Á norðurakreininni
voru málaðir nokkrir svokallað-
ir hjólavísar en það eru merki
sem eiga að minna ökumenn á að
þeir deili götunni með hjólreiða-
mönnum.
Með þessari einföldu og ódýru
aðgerð tókst að breyta fremur
óhjólavænni umferðargötu í
fremur hjólavæna. Þetta sýnir
raunar hve litla fyrirhöfn og
lítinn kostnað þarf stundum til
að laga samgönguæðar gang-
andi og hjólandi vegfarenda.
Ef það væri nú bara jafnódýrt
og -fljótlegt að mála sér eins
og eina Sundabraut, tvöföldun
Suðurlandsvegar eða ný mis-
læg gatnamót. Mikið væri lífið
þá ljúft!
En þótt mér heyrist ansi marg-
ir vera sáttir við þessa breyttu
götumynd Hverfisgötunnar þá
eru það ekki allir, og fjölmiðlun-
um hefur í öllu falli gengið mun
betur að finna þá sem eitthvað
hafa við tilraunina að athuga. Í
þessu tilfelli voru það einhverjir
þeirra íbúa sem „missa“ þá þau
stæði sem þeir höfðu gjaldfrjáls-
an aðgang að stóran hluta sólar-
hrings. Einn íbúinn var meira að
segja að missa hálfgert einka-
stæði sem hann hafði eignast út
frá bílskúr sem lá að götunni.
Enginn vill auðvitað leggja inn
í innkeyrslu að bílskúr, nema
að hann eigi bílskúrinn sjálfur,
þannig varð almennt göturými
að einhvers konar einkastæði
eins bíleiganda og skiljanlega
varð sá nú svekktur að það
skyldi vera tekið af honum.
Það er auðvitað ekki í sjálfu
sér óskiljanlegt að mönnum
sárni það þegar þeir verða af
einhverjum veraldlegum gæðum
sem þeir gátu notið hingað til.
En við skulum samt setja hlut-
ina upp rétt. Stæðin fjörutíu sem
tímabundið var nú breytt í hjóla-
stíg voru ekki eign þeirra íbúa
sem við götuna búa, heldur eign
borgarinnar. Í fjölda ára kaus
borgin að láta þau bíleigendum í
té, ódýrt hluta úr degi en ókeypis
þar fyrir utan. Nú hefur borg-
in hins vegar ákveðið að ráð-
stafa þessu rými tímabundið til
annarra, í fullkomnu samræmi
við þá stefnu sína að auka veg
umhverfisvænna samgöngumáta
á kostnað einkabílsins. Maður
getur svo sem skilið að einhver
verði svolítið fúll, en lengra nær
réttur manna nú ekki.
Annar aðili sem hafði efa-
semdir um hjólastíginn var eig-
andi hjólaverkstæðis á Hverfis-
götu. Mikið held ég að sá maður
lesi illa í kúnnahópinn sinn ef
hann heldur að andstaða við
hjólarein falli vel í kramið hjá
væntanlegum viðskiptavinum
hans. Enn og aftur er í sjálfu sér
ekkert óskiljanlegt að margir
verslunareigendur óttist minni
verslun með færri bílastæðum
en dæmin úr erlendum borgum
virðast eiga auðvelt með að fella
þá tilgátu að ofgnótt bílastæða
sé forsenda líflegrar miðborgar.
Raunin er þveröfug. Á áhyggju-
raddir kaupmanna hefur verið
hlustað hingað til og hver er
raunin? Finnst mönnum virki-
lega að Hverfisgatan nýti sína
verslunarmöguleika til fulls?
Ég held raunar að áður en
langt um líður muni breytt
ásýnd Hverfisgötunnar fela í sér
stórkostlega lífskjarabót fyrir
íbúa hennar. Ekki einungis mun
tilkoma hjólreiðafólks lækka
hraðann í götunni og umferðin
sjálf mun minnka eftir því sem
færri rúnta götuna í leit að bíla-
stæðum heldur mun sjálf götu-
myndin breytast til hins betra.
Í Kaupmannahöfn má finna
margar líflegar borgaræðar,
með hjólabrautum beggja vegna,
öflugum almenningssamgöng-
um og verslunarrými á jarðhæð,
götur á borð við Vesterbrogade
eða Amagerbrogade og margar
fleiri. Þannig gata gæti Hverfis-
gata hæglega orðið. Þeir Reyk-
víkingar sem vilja búa við slíka
götu hafa ekki marga kosti í dag,
en þeir sem vilja hafa tryggan
aðgang að nægum bílastæð-
um hafa um allar aðrar íbúðir á
landinu að velja.
Tilrauninni með hjólabrautina
á Hverfisgötunni á að ljúka í lok
september. Þá verður málað yfir
græna borðann og bílastæðin
tekin í notkun á ný. En vonandi
munu menn svo bretta aftur upp
ermarnar með vorinu og búa til
varanlega lausn fyrir hjólandi
vegfarendur á Hverfisgötunni og
víðar í bænum. Ég sé fyrir mér
að menn geti hjólað eftir sér-
stakri hjólarein frá Lækjartorgi,
eftir Hverfisgötu og Borgar-
túni og alla leið niður í Laugar-
dal. Það væri yndislegt. Í þannig
borg vil ég búa.
Ég á!
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Í DAG
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill
síður selja orku til álvera.“ Þar er
sagt frá því að Ross Beaty, hinn
erlendi eigandi Magma Energy,
lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðn-
aðarráðherra að æskilegra sé að
selja græna orku frá Hitaveitu Suð-
urnesja til annarra fyrirtækja en
álvera. Slík fyrirtæki séu að auki
reiðubúin að greiða mun hærra
verð fyrir orkuna. Hljómar vel,
ekki satt?
En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki
eru í raun tilbúin til að fjárfesta
hér á Suðurnesjum, hvað þá að
greiða hærra orkuverð? Hver er
reynsla okkar? Undanfara tvo ára-
tugi hafa um 30 erlendir fjárfest-
ar komið hingað, skoðað aðstæður
fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun.
Þar má nefna mögulega stálröra-
verksmiðju, álþynnuverksmiðju,
efnaverksmiðjur, vatnsútflutning,
frystigeymslur, magnesíumverk-
smiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverk-
smiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hita-
veita Suðurnesja hafa hitt þessa
menn og sýnt áhuga á samstarfi
en samt hefur ekkert komið út úr
þessu ennþá nema kostnaður fyrir
okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll!
Hins vegar hafa sveitarflélög lagt
út hundruð milljóna í lóðarfram-
kvæmdir.
Þegar á reynir hafa þessir aðil-
ar nefnilega sprungið á limminu og
látið sig hverfa. Oft er þetta vegna
þess að viðkomandi fyrirtæki hafa
ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup
á raforku mörg ár fram í tímann
eins og álfyrirtækin verða að gera,
eða einfaldlega skort viðskiptavini.
Menn mega ekki láta þann svarm
af spekúlöntum sem hér flögrar um
árlega villa sér sýn. Oft er um að
ræða tækifærissinna sem hafa uppi
stór orð um spennandi verkefni en
þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfé-
lögum og fyrirtækjum hefur verið
snúið í nokkra hringi, kemur í ljós
að fjárhagslegt bakland spekúlants-
ins var aldrei fyrir hendi og hann
gufar upp.
Þegar Ross Beaty keypti Hita-
veitu Suðurnesja, fylgdi með í
kaupunum orkusölusamningur við
Norðurál vegna álvers í Helguvík.
Þar er skýrt kveðið á um skyldur
Hitaveitunnar um afhendingu orku
til álversins en jafnframt er Hita-
veitunni tryggð góð arðsemi af við-
skiptunum. Ross Beaty hefur orð á
sér fyrir að vera snjall í viðskipt-
um, sérstaklega í því að ná góðum
hagnaði á skömmum tíma. Getur
hugsast að snilldin í þessu tilviki
liggi í því að losna við að standa
við skuldbindingar Hitaveitunnar
gagnvart Norðuráli og binda fé sitt
í frekari framkvæmdum á Íslandi?
Er hann kannski að óska liðsinnis
iðnaðarráðherra við að blása álver-
ið af? Hvers konar snillingur er það
annars sem ver tugum milljarða í
viðskipti sem hann vill ekki vera í?
Að minnsta kosti trúi ég því ekki
að hann sé svo skyni skroppinn að
halda að alvöru erlendir fjárfestar
bíði í röðum eftir því að fjárfesta
hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir
einfaldlega annað.
Kannski sýnir þessi forsíðufrétt
vanda íslensks atvinnulífs í hnot-
skurn. Sá sem skilur, hvers vegna
þvælan um alla ríku útlendingana,
sem bíða í röðum eftir að leggja
fé sitt í áhættufjárfestingar hér á
landi, er innistæðulaus, skilur um
leið hvers vegna við megum ekki
reka alvöru fjárfesta eins og Norð-
urál af höndum okkar. Þetta er
spurningin um það hvernig alvöru
störf fyrir þúsundir Íslendinga
verða til.
Ross Beaty sýnir sitt rétta andlit
Orkumál
Kristján G.
Gunnarsson
formaður Starfsgreina-
sambandsins
Sá sem skilur, hvers vegna þvælan
um alla ríku útlendingana, sem bíða í
röðum eftir að leggja fé sitt í áhættu-
fjárfestingar hér á landi, er innistæðu-
laus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka
alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar.
Á áhyggjuraddir kaupmanna hefur
verið hlustað hingað til og hver er
raunin? Finnst mönnum virkilega
að Hverfisgatan nýti sína verslunar
möguleika til fulls?
Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040
w w w . h i r z l a n . i s
Tilboð 49.900,-
Fullt verð 66.900,-
Tilboð 79.900,-
Fullt verð 108.600,- Kirsuber
-4
0%
af
V
ii
wa
v
eg
gs
am
st
æð
um
í
hl
yn
o
g
hv
ít
u
-4
0%
-4
0%
Ti
lb
oð
Ti
lb
oð
-3
0%
af
ö
ll
um
F
le
x
f
at
as
ká
pu
m
Tilboð 100.380,-
Fullt verð 143.400,-
Tilboð 39.300,-
Fullt verð 78.600,-
-5
0%
Hæðarstillanleg (handsnúin) skrifborð í hnotu
Tilboð 74.340,-
Fullt verð 123.900,-
Tilboð 30.780,-
Fullt verð 51.300,-
Rýmingarsala
rýmum fyrir nýjum vörum