Fréttablaðið - 27.08.2010, Page 20
20 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að mis-
nota. Þegar ég á góðan vin þá
get ég nýtt mér vináttuna þegar
ég er í vandræðum og beðið um
hjálp. Á móti mun ég einnig vera
til að aðstoða hann þegar þörf er
á. Þannig munum við bæði hafa
gagn af því að vera vinir. En svo
eru dæmi til að menn misnoti
aðra. Misnotkunin felst í því að
menn taka það mikið til sín að
hinn aðilinn verður fyrir tjóni.
Skiljanlegt er kannski að á
krepputímum sæki fólkið eftir
töfralausnum. Háværar raddir
heyrast á Íslandi að núna verði
að nýta auðlindirnar. Þegar talað
er um auðlindir hér á landi þá er
yfirleitt átt við fiskinn í sjónum
og orkuna sem er hægt að fá úr
fallvötnum og háhitasvæðum.
En auðlindirnar á Íslandi eru
svo miklu fleiri en þetta:
1. Ísland er ungt land og gjarn-
an er talað um að landið sé ennþá
í mótun. Ferðamenn sem koma
hingað sækjast yfirleitt eftir sér-
stakri náttúru sem á varla sinn
líka í heiminum. Ferðaþjónust-
an hefur verið vaxandi atvinnu-
grein með hverju ári þrátt fyrir
að í „góðærinu“ ætti hún erfitt
uppdráttar vegna þess að gengi
krónunnar var skráð óeðlilega
hátt.
Ferðaþjónustan hefur samt
fengið frekar lítinn stuðning
miðað við aðrar atvinnugreinar og
víða á landi eru aðstæðurnar væg-
ast sagt ófullkomnar. Það var t.d.
ekkert mál á sínum tíma að leggja
góðan veg á Kárahnjúkasvæðið
en allur sá fjöldi ferðamanna sem
ætlar að skoða Dettifoss verður
að hristast klukkutímum saman á
vegi sem er ekki nokkrum manni
bjóðandi og veldur skemmdum á
bílunum. Fleiri hundruð þúsundir
sækja Ísland heim á hverju ári og
skila miklu í þjóðarbúið. Samt eru
sumir ennþá þeirrar skoðunar „að
þetta lið má nú bara vera ánægt
með að fá að koma til landsins“.
2. Á Íslandi hefur ekki verið
neitt vandamál að fá gott og not-
hæft drykkjarvatn. Þetta þykir
okkur það sjálfsagt að við kunn-
um ekki að meta það. Ísland
sat t.d. hjá þegar greidd voru
atkvæði um hvort aðgangur að
góðu neyðsluvatni teljist til mann-
réttinda. En við munum kannski
vakna við vondan draum ef við
gætum okkar ekki. Sums staðar
hér á landi hefur þurft að sjóða
drykkjarvatnið vegna mengun-
ar upp á síðkastið. Og fyrirhuguð
lagning háspennulínu yfir Heið-
mörkina þar sem er helsta vatns-
ból höfuðborgarsvæðisins er
hreint út sagt fífldirfska.
3. Við auglýsum okkur gjarnan
sem hreint og óspillt land. Að anda
að sér hreinu lofti er svo sjálf-
sagt að menn tala ekki um það.
En yfir Faxaflóa liggur mengun-
arský þegar stillt er í veðri sem
allir geta séð með berum augum.
Samt má ekki tala um meng-
andi stóriðju. Reglur eru slakar
í sambandi við mengunarvarnir.
Notkun nagladekkja sem spæna
upp malbikið er ennþá leyfileg.
Á Hellisheiðinni vilja menn ekki
kannast við að mosaskemmdir
og tæring á háspennumöstrun-
um séu fylgifiskar mengunarinn-
ar sem fylgir varmavirkjuninni.
Og Íslendingar nota einkabílinn
ennþá í óhófi.
4. Rányrkja hefur verið stund-
uð á Íslandi í mörg hundruð ár.
Landið hefur þurft að þola ofbeit
þegar neyðin var mest og jarð-
vegseyðingin er gríðarleg enn
þann dag í dag. En í dag ætti að
vera með öllu óþarft að reka búfé
á afrétti þar sem varla er að finna
stingandi strá. Víða er jarðvegur-
inn frjósamur og nóg er til af vel
ræktanlegu landi sem gerir kleift
að hafa hross og kindur í afgirt-
um hólfum.
5. Nútímamaðurinn hefur þörf
á að hvílast frá krefjandi störf-
um. Hvað er þá betra en að fara
út í náttúruna og „hlaða batterí-
in“, njóta kyrrðarinnar og víð-
áttu til að slaka á? Þannig getur
okkar stórbrotna náttúra verið
eins konar sálrænn heilsubrunn-
ur. Fyrir ekki alls löngu tók ég
þátt í hópferð í Kerlingarfjöll.
Þetta svæði er það stórkostlegt
að ég get varla orða bundist. Slíkt
landslag finnst örugglega ekki
á mörgum stöðum í heiminum.
Samt eru menn að sækjast eftir
að fara þar inn með tól og tæki
til að gera rannsóknarborholur –
með öllu því raski sem mun fylgja
slíku brambolti. Ótrúlegt en satt.
Þarna munu menn eyðileggja auð-
lindir fyrir stundargróðann.
6. Á Íslandi býr kraftmikið,
hugmyndaríkt og vel menntað
fólk. Við myndum missa af mik-
ilvægum auðlindum ef þetta fólk
flytti úr landi. Þess vegna er mjög
brýnt að hlúa að sprotafyrirtækj-
um og styðja við litla vinnustaði
sem skapa mestan fjölda af störf-
um.
Mín von er að ráðamenn átti sig
á að auðlindirnar okkar eru marg-
ar: Auk orkuvinnslu og fiskiveiða
má nefna einstaka náttúru sem
nýtist bæði innlendum og útlend-
um ferðamönnum til upplifunar,
gott vatn og hreint loft, vel rækt-
anlegt land og vel menntað fólk.
Að nýta auðlindir þýðir að
ganga ekki á forðann þannig að
þær verði líka til staðar fyrir
komandi kynslóðir. Það þýðir
einnig að þær séu ekki teknar
frá einum stað á kostnað annarra
auðlinda annars staðar. Um það
snýst hugtakið sjálfbærni sem
hefur verið misnotað all veru-
lega.
Að misnota auðlindirnar þýðir
að taka meira frá en kemur aftur
inn. Það þýðir líka að taka það
mikið frá einum stað að aðrar
auðlindir hljóti skaða af sem er
ekki hægt að bæta úr. Slík stefna,
hrein og bein rányrkja, hefur því
miður verið við völd hér á landi
allt of lengi.
Auðlindir, að nýta eða misnota?
Umhverfismál
Úrsúla
Junemann
kennari og
leiðsögumaður
Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, hvar
tekið verður á öllum vafaat-
riðum sem hugsanlega er hægt
að finna til er varða erlenda/
gengistryggða lánasamninga
tiltekinnar bankastofnunar.
Þessi mál eru kostuð af Sam-
tökum lánþega og vilja samtök-
in þannig stuðla að því að allir
lánþegar njóti góðs af þeirri
vinnu sem lögð er í þessi til-
teknu mál. Í öðru málinu er
um að ræða lán til einkahluta-
félags (Tölvupósturinn ehf.)
en til einstaklings (Sveinbjörg
Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu.
Aðalmeðferð í máli Tölvupósts-
ins fer fram þann 25. ágúst og
verður það flutt af Jóhanni
Hafstein hdl. en Björn Þorri
Viktorsson hrl. mun flytja mál
Sveinbjargar þann 3. septemb-
er. Í báðum þessum málum
er tekið á verðtrygginga- og
vaxtaákvæðum og einnig verð-
ur tekið á túlkun á jafnvirðis-
hugtaki sem og vafaatriðum
er varða lán sem hugsanlega
eru erlend, en gengistryggð í
íslenskum krónum.
Hér er um að ræða sam-
komulag milli lánþega og slita-
stjórnar Frjálsa fjárfestinga-
bankans hvar leitast er við að
afgreiða alla óvissu út af borð-
inu á sem skemmstum tíma og
með sem minnstum tilkostn-
aði.
Fordæmisgildi þessara mála
er því gríðarlegt. Einkum
þegar litið er til þess að skil-
málar þeirra lána er hér um
ræðir eru efnislega samhljóða
stærstum hluta erlendra/geng-
istryggðra lánasamninga hjá
bæði Landsbanka Íslands,
Arion banka og fleiri minni
bönkum og sparisjóðum.
Hér er því unnið að sameig-
inlegum hagsmunum tugþús-
unda lánþega, bæði einstakl-
inga og lögaðila.
Kostnaður við þessi mál er
gríðarlegur eins og gefur að
skilja, enda mikið í húfi og mik-
ilvægt að vandað sé til allra
þátta.
Samtök lánþega tóku í upp-
hafi þessarar baráttu ákvörð-
un um að ábyrgjast og greiða
þennan kostnað og tryggja
þannig að hægt væri að berj-
ast sem einn aðili fyrir hönd
heildarinnar.
Engin baráttusamtök alþýðu,
almennings, atvinnurekenda
eða aðrir hagsmunaaðilar með
digra sjóði hafa séð sér fært að
koma með slíkum hætti til móts
við augljósar og brýnar þarfir
bæði launþega og atvinnulífs.
Tæplega 3.000 manna sam-
tök sem ekki innheimta félags-
gjöld urðu að taka af skarið.
Enda var ljóst að vilji banka,
stjórnvalda og eftirlitsaðila lá
til þess að flækja málin sem
og beita sér fyrir hagsmunum
fjármálafyrirtækjanna.
Öllum þeim hagsmunasam-
tökum sem hefðu átt að taka
þessa baráttu upp á sína arma
var boðið að styrkja þessa
vinnu, en öll höfnuðu þau boð-
inu utan Félag smábátaeigenda
sem óskaði eftir að styrkja
samtökin með rausnalegu
100.000,- kr. framlagi.
Þar fyrir utan hafa vissulega
nokkrir einstaklingar styrkt
þessa baráttu með reglu-
bundnum framlögum. Þar hafa
þeir iðulega lagt mest til sem
minnst hafa átt.
Hér er um að ræða hagsmuni
er taldir eru í raunverulegum
milljörðum króna og snerta
lífsafkomu stórs hluta þjóðar-
innar. Vinnist þessi mál, þá er
ljóst að skuldastaða hvers lán-
þega batnar um á annan tug
milljóna að meðaltali. Slíkt
mun ekki einungis hafa í för
með sér von um betra líf. Slíkt
mun fyrir marga hafa í för með
sér, von um líf.
Með þessum málum vonumst
við til að snúa til baka þeirri
gríðarlegu eignatilfærslu sem
skipulögð hefur verið af stjórn-
völdum úr höndum almennings
til fjármagnseigenda.
Munið, að í krafti fjöldans
getum við allt.
Samtök lánþega í
hlutverki ASÍ og SA
Efnahagsmál
Guðmundur
Andri Skúlason
formaður Samtaka
lánþega
Á Hellisheiðinni vilja menn ekki
kannast við að mosaskemmdir og
tæring á háspennumöstrunum séu
fylgifiskar mengunarinnar sem fylgir
varmavirkjuninni.
Vinnist þessi mál, þá er ljóst að
skuldastaða hvers lánþega batnar
um á annan tug milljóna að meðal-
tali. Slíkt mun ekki einungis hafa í
för með sér von um betra líf. Slíkt
mun fyrir marga hafa í för með sér,
von um líf.
TÓNLISTARNÁM
fyrir þig
Langar þig til þess að spila uppáhaldslögin þín eftir eyranu?
Tónheimar bjóða skemmtilegt og hagnýtt tónlistarnám
sem hentar fólki á öllum aldri.
Haustönn hefst 13. september
PÍANÓ
DJASSPÍANÓ
RAFMAGNSGÍTAR
KASSAGÍTAR
POPP • BLÚS • DJASS • SÖNGLÖG
ALLIR VELKOMNIR
Upplýsingar og skráning á tonheimar.is og í síma 553 2010 / 846 8888
Ástvaldur Traustason
skólastjóri Tónheima