Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 33
27. ágúst föstudagur 5
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra
eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig,
heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir
á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og
dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.
Gott bragð fyrir heilbrigðar tennur...
IKAÞÁTT
Besta bíómyndin:
Fríða: Fight Club
Smári: The Sting
Pálmar: American History X
Besta íþróttaliðið:
Öll saman í kór: Reynir og Liverpool.
Og Steven Gerrard er bestur!
EKKI HREINRÆKTUÐ BLÚS-
HLJÓMSVEIT
Fyrri plata Klassart, Bottle of Blues,
kom út árið 2007 og hlaut frábær-
ar viðtökur gagnrýnenda, en árið
áður höfðu Smári og Fríða unnið
Blúslagakeppni Rásar 2 með sam-
nefndu lagi. Þá kölluðu systkin-
in sig Mean Mr. Mustard and His
Sister Pam, með vísun í Bítlalagið
fræga, en breyttu nafninu, að sögn
vegna þess að Smári vildi ekki
verða þekktur sem Smári sinnep.
Pálmar gekk til liðs við sveitina
eftir útkomu Bottle of Blues og í
dag er sveitin skipuð systkinun-
um þremur ásamt Björgvini Ívari
Baldurssyni gítarleikara og Þor-
valdi Halldórssyni trommara.
„Í kjölfarið á sigrinum í Blúslaga-
keppninni höfum við tekið eftir
því að margir gera sjálfkrafa ráð
fyrir því að við séum hreinrækt-
uð blúshljómsveit, en það er mis-
skilningur,“ segir Smári. „Blúsinn
er kannski undirliggjandi í tónlist-
inni okkar en við spilum ekki blús
meðvitað. Í rauninni á ég erfitt með
að lýsa músíkinni okkar svo vel sé,
en aðalmálið er bara að gera þetta
almennilega.“
Fríða Dís semur flesta textana
á nýju plötunni, Bréf frá París, en
auk texta frá Braga Valdimar Skúla-
syni semur rithöfundurinn Vig-
dís Grímsdóttir tvo texta, þar á
meðal við titilllagið. „Ég hef aldrei
komið til Parísar en það hefur
verið draumur minn frá því ég var
lítil stelpa,“ segir Fríða. „Vigdís er
uppáhalds rithöfundurinn minn
og þess vegna settum við okkur í
samband við hana með það fyrir
augum að hún semdi texta fyrir
okkur og hún var svo yndisleg að
taka okkur opnum örmum. Ég sagði
Vigdísi söguna og hún samdi text-
ann upp úr henni.“
HÖLDUM ÁFRAM AÐ
VANDA OKKUR
Auk fjölmargra tónleika að und-
anförnu hafa meðlimir Klassart
verið niðursokknir í verkefni tengt
Hallgrími Péturssyni, einu helsta
sálmaskáldi Íslendinga. „Hall-
grímur var prestur í Hvalsnesi við
Sandgerði og þar er meðal annars
að finna legstein Steinunnar dótt-
ur hans,“ segir Pálmar. „Tengslin
eru því sterk og af því tilefni fórum
við í allar kirkjur á Suðurnesjum
og lékum lög eftir okkur við texta
Hallgríms. Við einbeittum okkur
að hans veraldlega skáldskap og
stefnum á að gefa eitthvað af þessu
efni út á næsta ári.
Að öðru leyti ætlum við bara að
halda áfram að vanda okkur og sjá
hvert spilamennskan skilar okkur,“
segir Pálmar að lokum.