Fréttablaðið - 27.08.2010, Page 38

Fréttablaðið - 27.08.2010, Page 38
 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR8 Erindin eru af ýmsum toga sem fólk á í Hamraborgina í Kópavogi. Hver sem þau eru er alltaf gott að geta tyllt sér einhvers staðar inn í millitíðinni og fengið eitthvað gott í gogginn. Muffinbakery í Hamraborg 3 er rúmgott kaffihús þar sem boðið er upp á nýbakaðar muffur með rjúk- andi kaffinu. Muffurnar eru bak- aðar á staðnum og hafa runnið vel ofan í gesti síðan kaffihúsið opnaði haustið 2008. Fyrir þá sem eru snemma á ferðinni opnar Reynir bakari fyrir klukkan 8 á morgnana í Hamra- borg 14. Þar er hægt að tylla sér með bakkelsi og kaffi við glugg- ann og fylgjast með umferðinni um Hamraborgina. Þeir sem eru sársvangir geta fengið sér bát á Subway eða gætt sér á taílenskum kræsingum á Sukho-thai í Hamraborg 11. Veitingastaðurinn Café Catalina býður einnig heitan mat í hádeginu og meðal nýrra rétta á matseðlin- um er vel útilátin steikarloka fyrir þá allra svengstu. Catalina er opin fram eftir fyrir þá sem eru seint á ferðinni. heida@frettabladid.is Kristófer Jónsson hjá Muffinbakery býður upp á ljúffengar múffur, sem bakaðar eru á staðnum, með kaffinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á góðviðrisdögum er hægt að sitja úti á Café Catalina. Gylfi matreiðslumaður á Café Catalinu með nýjan rétt á matseðlinum, ilmandi steikarsamloku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hjá Reyni bakara í Hamraborg er gott að koma við eftir sætabrauði og bollum. Þar er einnig hægt að tylla sér með heit- an kaffisopa og fylgjast með mannlífinu út um gluggann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAMRABORGIN Gott að borða í borginni Svangir vegfarendur um Hamraborgina í Kópavogi hafa úr nokkrum stöðum að velja til að seðja hungrið. Fréttablaðið leit inn á nokkra staði sem bjóða upp á eitthvað gott. S T O F A 5 3 S T O F A 5 3 Hamraborgardagar Ýmis tilboð laugardaginn 28 ágúst Hannyrðaverslunin Mólý • Hamraborg 5 • S : 554 4340 HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS í himni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.