Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 52

Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 52
32 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > Í SCREAM 4 Anna Paquin, leikkonan úr True Blood-sjónvarpsþáttun- um, hefur samþykkt að leika í fjórðu myndinni í Scream- kvikmyndaflokknum. Courtney Cox, Hayden Panettiere og Neve Campbell munu einnig leika í myndinni ásamt David Arguette. Skemmti- og veitingastað- urinn Austur fékk heldur betur góðan gest í heim- sókn á miðvikudags- kvöld þegar Karl Gústaf Svíakon- ungur leit þar við ásamt föruneyti sínu. Samkvæmt heim- i ldum Fréttablaðs- ins snæddi Karl kvöld- verð á staðnum og skemmti sér síðan fram á rauða nótt í góðra vina hópi. Um tíu manna lífvarðateymi sá um að konungurinn gat skemmt sér án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Ekki skemmdi það fyrir að Karl og félagar höfðu staðinn algjörlega út af fyrir sig. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að Karl hafi verið mjög kurteis og alúð- legur, enda ekki við öðru að búast þegar slíkur þjóðhöfð- ingi er annars vegar. Karl hefur verið hér á landi undanfarna daga í einkaerindum og meðal ann- ars rennt fyrir lax í Rangá. Hann hefur einnig skoðað sig um undir Eyjafjöllum. Fregnir herma að hann hafi ætlað af landi brott í gær, vafalítið með góðar minningar frá íslenskri nátt- úru og hinu margrómaða reykvíska næturlífi. - fb Svíakóngur skálaði á Austur AUSTUR Skemmti- og veitingastað- urinn Austur fékk góðan gest á miðvikudagskvöld. KARL SVÍAKONUNGUR Karl leit við á Austur ásamt föruneyti sínu. Hann snæddi góðan mat og skemmti sér síðan fram á rauða nótt. Tvöföld plata með sjaldheyrðu efni söngkonunnar Emilíönu Torr- ini er væntanleg 20. september á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Indian. Á plötunni verða smáskífulög sem Emilíana gaf út hjá fyrirtækinu á árunum 1999 til 2001 ásamt endurhljóðblönduðu efni og öðru fágæti. Þar á meðal verða þrjú lög sem hún söng með hljómsveitinni Slowblow: Flirt, 7- Up Days og Weird Friendless Kid. Emilíana hefur gefið út þrjár plötur hjá One Little Indian. Fyrst kom Love in The Time Of Sci- ence árið 1999, síðan Fisherman´s Woman 2005 og loks Me And Arm- ini fyrir tveimur árum. Tvöföld plata frá Emilíönu EMILÍANA TORRINI Tvöföld plata með sjaldheyrðu efni Emilíönu Torrini er væntanleg 20. september. Guðjón Davíð Karlsson mun stjórna skemmtiþættinum sem tekur við af Spaugstof- unni. Þórhallur Gunnars- son, fyrrverandi dagskrár- stjóri Sjónvarpsins, snýr einnig aftur á skjáinn og hópurinn að baki síðasta Áramótaskaupi mun einnig stýra skaupi þessa árs. „Nú er ég allt í einu orðinn stress- aður, ég hafði ekkert gert mér grein fyrir þessu eða var búinn að gleyma þessu,“ segir Guðjón Davíð, oftast kallaður Gói, en hann tekur við laugardagskvöldum Ríkissjón- varpsins af Spaugstofunni eftir nánast tveggja áratuga nærveru þeirra á skjánum. Umræddur dag- skrártími er einn sá vinsælasti í íslensku sjónvarpi og því ljóst að augu þjóðarinnar verða á honum. Guðjón tekur hins vegar skýrt fram að nýju þættirnir verði ekk- ert í líkingu við Spaugstofuna enda dytti honum ekki í hug að feta í fót- spor þeirra. Þátturinn verði blanda af stuttum grínatriðum, svokölluð- um sketsum, og svo viðtölum í sal. Gói þvertekur hins vegar einnig fyrir að vera næsti Hemmi Gunn, svo öllum samlíkingum sé skellt á Gói stjórnar laugardags- þætti Ríkissjónvarpsins NÝTT OG GAMALT FÓLK Guðjón Davíð Karls- son hefur fengið það vandasama hlutverk að taka við af Spaug- stofunni. Hann verður með laugardagsþátt þar sem viðtöl- um og stuttum grínatriðum verður blandað saman. Þórhallur Gunnarsson mun snúa aftur á skjáinn með viðtalsþátt á alvar- legri nótum og Gunnar Björn Guðmundsson mun leikstýra Áramótaskaupinu aftur. borðið og þær kláraðar. „Þetta er ekki Gói í beinni, við ætlum að búa til skemmtilega sketsa, eitthvað gamanefni, en fyrst og fremst er þetta ákaflega spennandi verkefni sem ég hlakka til að taka þátt í.“ Laugardagsþátturinn með Guð- jóni er hins vegar ekki eini nýi þátt- urinn sem RÚV hyggst bjóða áhorf- endum sínum upp á í haust. Að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrár- stjóra RÚV, mun Þórhallur Gunn- arsson, fyrrverandi dagskrárstjóri Sjónvarpsins, verða með viðtalsþátt á alvarlegri nótunum á þriðjudags- kvöldum klukkan hálf tíu en Þór- hallur sneri aftur á skjáinn fyrir nokkru þegar hann tók að sér föstu- dags-Kastljósið um stundarsakir. Sigrún hefur einnig gengið frá ráðningu leikstjóra Áramótaskaups- ins en hann verður sá sami og gerði eftirminnilegt skaup í fyrra, Gunn- ar Björn Guðmundsson. Spaugstof- unni var boðið að gera Skaupið í ár en þeir gáfu það frá sér vegna anna á öðrum vígstöðvum. Hópurinn allur sem skrifaði handritið að því skaupi mun að öllum líkindum einn- ig snúa aftur að stærstum hluta en hann skipuðu Ari Eldjárn, Halldór Högurður, Sævar Sigurgeirsson og Anna Svava Knútsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.