Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2010, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 27.08.2010, Qupperneq 58
38 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Fjórir Íslendingar hafa spilað í riðlakeppni Meistaradeild- ar Evrópu. Sá fimmti mun bætast við fljótlega því Sölvi Geir Ottesen og félagar hans í FC Kaupmanna- höfn taka þátt þetta tímabilið. Hinir Íslendingarnir eru Árni Gautur Arason, Eiður Smári Guð- johnsen, Helgi Sigurðsson og Eyj- ólfur Sverrisson. Árni lék með Rosenborg á árun- um 1998-2003 en félagið var í Meistaradeildinni öll árin. Helgi lék með Panathinaikos í Grikklandi árin 1999 til 2001. Félagið var í Meistaradeildinni tímabilið 2000/2001 og komst upp úr riðlinum ásamt Deportivo La Coruna frá Spáni. Það skildi Hamb- urg og Juventus eftir. Það lenti í milliriðli með Valencia, Manchest- er United og Sturm Graz en lenti í neðsta sæti þess riðils. Eiður Smári spilaði bæði með Chelsea og Barcelona í Meistara- deildinni. Hann hefur leikið alls 47 leiki í deildinni og skorað átta mörk. Eiður var í liðinu sem varð Evrópumeistari 2008/2009. Eiður byrjaði einn leik það tímabil og kom þrisvar inn á sem varamað- ur en skoraði ekki. Hann kom ekki við sögu í úrslitaleiknum. Eyjólfur lék með Herthu Berl- ín frá 1995 til 2003. Félagið komst í riðlakeppnina tímabilið 1999/2000. „Við vorum í sterkum riðli með AC Milan, Chelsea og Galatasaray. Við komum upp úr riðlinum með Chelsea og skildum þar af leiðandi AC Milan eftir. Það vakti töluverða athygli,“ sagði Eyjólfur sem lék flesta leikina með liðinu. „Við komumst svo í milliriðil þar sem við mættum Barcelona, Porto og Slavia Prag. Við lentum í neðsta sæti þess riðils. Við vorum með gott lið en það átti enginn von á því að við kæmumst upp úr riðl- inum og skildum AC Milan eftir,“ sagði Eyjólfur. - hþh Íslendingar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu: Sölvi verður fimmti Íslendingurinn EYJÓLFUR Er hér í leik í Meistaradeildinni gegn Chelsea á Stamford Bridge. Í baráttu við hann er Norðmaðurinn Tore Andre Flo. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI José Mourinho harðneit- ar því að hafa gagnrýnt Fabio Capello, landsliðsþjálfara Eng- lands, í viðtali við Daily Mirror sem birtist fyrr í vikunni. Í viðtalinu fer Mourinho um víðan völl og segir til að mynda að hann muni aldrei taka við Liverpool og að Steven Gerrard muni aldrei vinna titil með félag- inu. En Mourinho neitar að hafa rætt nokkru sinni við blaðið. „Viðtalið sem birtist í Daily Mirror er alger uppspuni. Mour- inho hefur ekki rætt við blað- ið og neitar öllu því sem birtist í viðtalinu,“ sagði í yfirlýsingu frá talsmanni hans. - esá José Mourinho: Viðtalið var al- ger uppspuni MOURINHO Viðtalið í Daily Mirror var skáldað, segir hann. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Arsenal barst í gær góður liðsstyrkur fyrir átök vetrarins þegar félagið keypti franska varnarmanninn Sebast- ian Squillaci frá Sevilla. Squillaci er 30 ára gamall og er ætlað að styrkja vörn Arsenal eftir að þeir William Gallas, Mikael Silvestre, Sol Campbell og Philippe Senderos fóru frá félag- inu. - esá Sebastian Squillaci: Fór til Arsenal FÓTBOLTI Í gær var dregið í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu. Eitt Íslendingalið var í pottinum en Sölvi Geir Ottesen og félagar í FC Kaupmannahöfn drógust í D- riðil ásamt Barcelona, Panathina- ikos og Rubin Kazan. „Mér líst ljómandi vel á riðil- inn,“ sagði Sölvi Geir við Frétta- blaðið í gær. „Barcelona er eitt af þeim liðum sem þykja líklegust til að vinna keppnina og það verður upplifun að fá að spila gegn slíku liði. En hin liðin í riðl- inum eru líka góð en við eigum líklega meiri möguleika að ná í stig gegn þeim.“ Hann telur það raunhæft fyrir FC Kaupmanna- höfn að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Já, það er ekki spurning að við ættum að geta tekið annað sætið í riðlinum. Við erum með marga góða leikmenn og ég tel að við getum komið mörg- um á óvart með spilamennsku okkar. Það verður spennandi að sjá hvernig okkur gengur gegn þess- um stóru liðum.“ Í liði Barcelona er fjöldi stór- stjarna, þar á meðal margar úr heimsmeistaraliði Spánar. „Það er draumur hvers knattspyrnu- manns að fá að spila við sterkustu knattspyrnumenn heims á borð við Messi og David Villa. Það verður einnig mikil upplifun að fá að spila á Nou Camp í Barcelona.“ Hann segir að hann að á þessar stórstjörnur dugi engin vettlinga- tök. „Þeir fá jafn harða meðhöndl- un og allir mótherjar mínir. Þeir fá engan afslátt út á nafnið og það verður ekkert gefið eftir. En það er auðvitað frábær prófraun fyrir mig að sjá hvar ég stend gagnvart þeim bestu í heiminum.“ Sölvi Geir var hetja sinna manna í fyrrakvöld er hann trygði FCK 1- 0 sigur á Rosenborg í umspili um sæti í riðlakeppninni. Danskir fjölmiðlar fóru mikinn í gær og hömpuðu sínum mönn- um. „Ég er rosalega stoltur yfir að hafa náð þessum árangri en tek þessu öllu með ró. Eitt af markmiðum mínum var að spila í Meistaradeildinni og nú er hægt að strika það af listan- um. En það er fullt af markmiðum eftir á listanum,“ sagði hann. Líklegt þykir að G-riðill sé Tel að við getum komið á óvart Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Sölvi Geir Ottesen og félagar í FC Kaupmannahöfn fengu verðugt verkefni og drógust í riðil með stórliði Barcelona. AC Milan og Real Madrid drógust saman. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 51 23 9 08 /1 0 Jamis Commuter 1 Verð nú: 43.194 kr. Jamis Earth Cruiser 2 Verð nú: 29.994 kr. Láttu allt að 6 mánaða léttgreiðslu létta þér lífið. Hjólaútsalan er aðeins í Holtagörðum! Hjóladeildin er í Holtagörðum HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 © G RA PH IC N EW S Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2010-11 A-riðill Internazionale ÍTA Werder Bremen ÞÝS Tottenham ENG FC Twente HOL B-riðill Lyon FRA Benfica POR Schalke 04 ÞÝS Hapoel Tel-Aviv ÍSR C-riðill Manchester Utd ENG Valencia SPÁ Rangers SKO Bursaspor TYR D-riðill Barcelona SPÁ Panathinaikos GRI FC Kaupmannahöfn DAN Rubin Kazan RÚS E-riðill Bayern München ÞÝS AS Roma ÍTA Basel SVI CFR Cluj RÚM F-riðill Chelsea ENG Marseille FRA Spartak Moscow RÚS MSK Zilina SVK G-riðill AC Milan ÍTA Real Madrid SPÁ Ajax HOL Auxerre FRA H-riðill Arsenal ENG Shakhtar Donetsk ÚKR Braga POR Partizan Belgrad SRB Leikdagar 14./15. sept,. 28./29. sept., 19./20. okt., 2./3. nóv., 23./24. nóv, 7./8. des. 16-liða úrslit 15./16., 22./23. feb., 8/9., 15/16. mars. Fjórðungsúrslit 5./6., 12./13. apríl Undanúrslit 26./27. apríl, 3./4. maí. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu: 28. maí, Wembley-leikvanginum, Lundúnum, Englandi. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer nú fram á Wembley-leikvangin- um í fyrsta sinn síðan 1992. Xavi, David Villa og félagar frá Barcelona munu nú reyna að vinna titilinn í þriðja sinn á sex árum. Heimild: UEFA Myndir: Getty Images sterkasti riðilinn í keppninni þetta árið en þrjú liðanna í honum – AC Milan, Real Madrid og Ajax – hafa unnð Evrópumeistaratitilinn sam- tals tuttugu sinnum. Auxerre frá Frakklandi er einnig í riðlinum. Meistararnir í Inter hefja titil- vörnina í sterkum riðli með Werder Bremen, Tottenham og Twente. eirikur@frettabladid.is SÖLVI GEIR Var hetja FCK gegn Rosenborg í fyrrakvöld og fær nú að kljást við stór- stjörnurnar í Barcelona.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.